Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Með viljayfirlýsingunni lýsa Stykkishólmsbær og Hólmurinn ehf. því yfir að vera sammála um að vinna í sameiningu að frumgreiningu möguleika til strandeldis á steinbít í nágrenni Stykkishólms í samstarfi við Matís.
Með viljayfirlýsingunni lýsa Stykkishólmsbær og Hólmurinn ehf. því yfir að vera sammála um að vinna í sameiningu að frumgreiningu möguleika til strandeldis á steinbít í nágrenni Stykkishólms í samstarfi við Matís.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 2. júní 2022

Greina möguleika á strandeldi á steinbít

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Viljayfirlýsing um landeldi og sjálfbæra framleiðslu matvæla á grunni grænna iðngarða hefur verið undirrituð, en það var annars vegar Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, og hins vegar Siggeir Pétursson, fyrir hönd Hólmsins ehf., sem skrifuðu undir yfirlýsinguna. Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur staðfest hana.

Með viljayfirlýsingunni lýsa Stykkishólmsbær og Hólmurinn ehf. því yfir að vera sammála um að vinna í sameiningu að frumgreiningu möguleika til strandeldis á steinbít í nágrenni Stykkishólms í samstarfi við Matís ohf. á grunni samkomulags Stykkishólmsbæjar og Matís ohf. um aukna verðmætasköpun í Stykkishólmi. Að verkefninu standa systkinin og Hólmararnir Lára Hrönn og Siggeir Pétursbörn. Þetta kemur fram á vefsíðu Stykkishólmsbæjar.

Bærinn útvegi landsvæði 

Þar segir að sérstök áhersla verði lögð á greiningu vatns- og orkuþarfar og möguleika á innlendum fóðurgjafa sem fellur til við vinnslu á sjávarafurðum á svæðinu. Samkvæmt yfirlýsingunni verður í byrjun lögð áhersla á að bærinn útvegi Hólminum landsvæði án endurgjalds til tímabundinna afnota til uppsetningar á eldiskerum og búnaði  vegna tilraunarinnar. Hólminum er ætlað að afla nauðsynlegra leyfa fyrir undirbúning, uppbyggingu, framkvæmd og rekstur fyrirhugaðs landeldis, enda ber fyrirtækið ábyrgð á verkefninu.

Gefin verður út skýrsla í samvinnu við Matís ohf. að verkefni loknu þar sem fýsileiki steinbítsáframeldis er metið út frá fjárhags-, markaðs-, umhverfis-, tækni- og lagalegum áskorunum. Áhersla verður lögð á sjálfbæra nýtingu auðlinda og byggja á hugmyndafræði grænna iðngarða um samnýtingu orku- og efnisstrauma.

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar
Fréttir 11. apríl 2024

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra matvælaráðuneytis en Svandís Svavars...

Greiðslumark færist til Norðvesturlands
Fréttir 11. apríl 2024

Greiðslumark færist til Norðvesturlands

Um sjötíu prósent mjólkurkvóta sem skipti um eigendur á síðasta tilboðsmarkaði f...

Nemendur vilja betri hádegismat
Fréttir 10. apríl 2024

Nemendur vilja betri hádegismat

Fulltrúar ungmennaráðs Mýrdalshrepps vöktu máls á skólamáltíðum á sveitarstjórna...