Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Með viljayfirlýsingunni lýsa Stykkishólmsbær og Hólmurinn ehf. því yfir að vera sammála um að vinna í sameiningu að frumgreiningu möguleika til strandeldis á steinbít í nágrenni Stykkishólms í samstarfi við Matís.
Með viljayfirlýsingunni lýsa Stykkishólmsbær og Hólmurinn ehf. því yfir að vera sammála um að vinna í sameiningu að frumgreiningu möguleika til strandeldis á steinbít í nágrenni Stykkishólms í samstarfi við Matís.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 2. júní 2022

Greina möguleika á strandeldi á steinbít

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Viljayfirlýsing um landeldi og sjálfbæra framleiðslu matvæla á grunni grænna iðngarða hefur verið undirrituð, en það var annars vegar Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, og hins vegar Siggeir Pétursson, fyrir hönd Hólmsins ehf., sem skrifuðu undir yfirlýsinguna. Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur staðfest hana.

Með viljayfirlýsingunni lýsa Stykkishólmsbær og Hólmurinn ehf. því yfir að vera sammála um að vinna í sameiningu að frumgreiningu möguleika til strandeldis á steinbít í nágrenni Stykkishólms í samstarfi við Matís ohf. á grunni samkomulags Stykkishólmsbæjar og Matís ohf. um aukna verðmætasköpun í Stykkishólmi. Að verkefninu standa systkinin og Hólmararnir Lára Hrönn og Siggeir Pétursbörn. Þetta kemur fram á vefsíðu Stykkishólmsbæjar.

Bærinn útvegi landsvæði 

Þar segir að sérstök áhersla verði lögð á greiningu vatns- og orkuþarfar og möguleika á innlendum fóðurgjafa sem fellur til við vinnslu á sjávarafurðum á svæðinu. Samkvæmt yfirlýsingunni verður í byrjun lögð áhersla á að bærinn útvegi Hólminum landsvæði án endurgjalds til tímabundinna afnota til uppsetningar á eldiskerum og búnaði  vegna tilraunarinnar. Hólminum er ætlað að afla nauðsynlegra leyfa fyrir undirbúning, uppbyggingu, framkvæmd og rekstur fyrirhugaðs landeldis, enda ber fyrirtækið ábyrgð á verkefninu.

Gefin verður út skýrsla í samvinnu við Matís ohf. að verkefni loknu þar sem fýsileiki steinbítsáframeldis er metið út frá fjárhags-, markaðs-, umhverfis-, tækni- og lagalegum áskorunum. Áhersla verður lögð á sjálfbæra nýtingu auðlinda og byggja á hugmyndafræði grænna iðngarða um samnýtingu orku- og efnisstrauma.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...