Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Með viljayfirlýsingunni lýsa Stykkishólmsbær og Hólmurinn ehf. því yfir að vera sammála um að vinna í sameiningu að frumgreiningu möguleika til strandeldis á steinbít í nágrenni Stykkishólms í samstarfi við Matís.
Með viljayfirlýsingunni lýsa Stykkishólmsbær og Hólmurinn ehf. því yfir að vera sammála um að vinna í sameiningu að frumgreiningu möguleika til strandeldis á steinbít í nágrenni Stykkishólms í samstarfi við Matís.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 2. júní 2022

Greina möguleika á strandeldi á steinbít

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Viljayfirlýsing um landeldi og sjálfbæra framleiðslu matvæla á grunni grænna iðngarða hefur verið undirrituð, en það var annars vegar Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, og hins vegar Siggeir Pétursson, fyrir hönd Hólmsins ehf., sem skrifuðu undir yfirlýsinguna. Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur staðfest hana.

Með viljayfirlýsingunni lýsa Stykkishólmsbær og Hólmurinn ehf. því yfir að vera sammála um að vinna í sameiningu að frumgreiningu möguleika til strandeldis á steinbít í nágrenni Stykkishólms í samstarfi við Matís ohf. á grunni samkomulags Stykkishólmsbæjar og Matís ohf. um aukna verðmætasköpun í Stykkishólmi. Að verkefninu standa systkinin og Hólmararnir Lára Hrönn og Siggeir Pétursbörn. Þetta kemur fram á vefsíðu Stykkishólmsbæjar.

Bærinn útvegi landsvæði 

Þar segir að sérstök áhersla verði lögð á greiningu vatns- og orkuþarfar og möguleika á innlendum fóðurgjafa sem fellur til við vinnslu á sjávarafurðum á svæðinu. Samkvæmt yfirlýsingunni verður í byrjun lögð áhersla á að bærinn útvegi Hólminum landsvæði án endurgjalds til tímabundinna afnota til uppsetningar á eldiskerum og búnaði  vegna tilraunarinnar. Hólminum er ætlað að afla nauðsynlegra leyfa fyrir undirbúning, uppbyggingu, framkvæmd og rekstur fyrirhugaðs landeldis, enda ber fyrirtækið ábyrgð á verkefninu.

Gefin verður út skýrsla í samvinnu við Matís ohf. að verkefni loknu þar sem fýsileiki steinbítsáframeldis er metið út frá fjárhags-, markaðs-, umhverfis-, tækni- og lagalegum áskorunum. Áhersla verður lögð á sjálfbæra nýtingu auðlinda og byggja á hugmyndafræði grænna iðngarða um samnýtingu orku- og efnisstrauma.

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast
Fréttir 25. janúar 2023

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast

Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst á þessu ári, samkvæmt núgildan...

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum
Fréttir 24. janúar 2023

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum

Ungir bændur hafa verið að kalla eftir því að þeir geti nýtt öll fasteignakaupsú...

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningar...

Vinnsla á próteini úr grasi
Fréttir 20. janúar 2023

Vinnsla á próteini úr grasi

Þörf heimsins fyrir prótein er alltaf að aukast og sífellt er leitað leiða til a...

Smitvarnir áréttaðar
Fréttir 20. janúar 2023

Smitvarnir áréttaðar

Í ljósi útbreiðslu bráðsmitandi afbrigðis af fuglaflensu H5N1 sá Eigenda- og ræk...

Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku
Fréttir 19. janúar 2023

Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku

Á undanförnum vikum hafa hnökrar verið á ullarþurrkun í ullarþvottastöðinni á Bl...