Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Með viljayfirlýsingunni lýsa Stykkishólmsbær og Hólmurinn ehf. því yfir að vera sammála um að vinna í sameiningu að frumgreiningu möguleika til strandeldis á steinbít í nágrenni Stykkishólms í samstarfi við Matís.
Með viljayfirlýsingunni lýsa Stykkishólmsbær og Hólmurinn ehf. því yfir að vera sammála um að vinna í sameiningu að frumgreiningu möguleika til strandeldis á steinbít í nágrenni Stykkishólms í samstarfi við Matís.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 2. júní 2022

Greina möguleika á strandeldi á steinbít

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Viljayfirlýsing um landeldi og sjálfbæra framleiðslu matvæla á grunni grænna iðngarða hefur verið undirrituð, en það var annars vegar Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, og hins vegar Siggeir Pétursson, fyrir hönd Hólmsins ehf., sem skrifuðu undir yfirlýsinguna. Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur staðfest hana.

Með viljayfirlýsingunni lýsa Stykkishólmsbær og Hólmurinn ehf. því yfir að vera sammála um að vinna í sameiningu að frumgreiningu möguleika til strandeldis á steinbít í nágrenni Stykkishólms í samstarfi við Matís ohf. á grunni samkomulags Stykkishólmsbæjar og Matís ohf. um aukna verðmætasköpun í Stykkishólmi. Að verkefninu standa systkinin og Hólmararnir Lára Hrönn og Siggeir Pétursbörn. Þetta kemur fram á vefsíðu Stykkishólmsbæjar.

Bærinn útvegi landsvæði 

Þar segir að sérstök áhersla verði lögð á greiningu vatns- og orkuþarfar og möguleika á innlendum fóðurgjafa sem fellur til við vinnslu á sjávarafurðum á svæðinu. Samkvæmt yfirlýsingunni verður í byrjun lögð áhersla á að bærinn útvegi Hólminum landsvæði án endurgjalds til tímabundinna afnota til uppsetningar á eldiskerum og búnaði  vegna tilraunarinnar. Hólminum er ætlað að afla nauðsynlegra leyfa fyrir undirbúning, uppbyggingu, framkvæmd og rekstur fyrirhugaðs landeldis, enda ber fyrirtækið ábyrgð á verkefninu.

Gefin verður út skýrsla í samvinnu við Matís ohf. að verkefni loknu þar sem fýsileiki steinbítsáframeldis er metið út frá fjárhags-, markaðs-, umhverfis-, tækni- og lagalegum áskorunum. Áhersla verður lögð á sjálfbæra nýtingu auðlinda og byggja á hugmyndafræði grænna iðngarða um samnýtingu orku- og efnisstrauma.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...