Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Greiðslufrestur vegna kaupa á greiðslumarki í sauðfé til 5. janúar
Mynd / Bbl
Fréttir 2. janúar 2020

Greiðslufrestur vegna kaupa á greiðslumarki í sauðfé til 5. janúar

Höfundur: Ritstjórn

Sauðfjárbændur sem hafa óskað eftir að kaupa greiðslumark í sauðfé hafa greiðslufrest til 5. janúar.

Hægt var að óska eftir að kaupa greiðslumark í sauðfé á þar til gerðri umsókn inn í greiðslukerfi landbúnaðarins, AFURÐ (vefslóð: www.afurd.is) og rann fresturinn til þess út á miðnætti 15. desember 2019.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf út breytingarreglugerð nr. 1009/2019 um nýtt innlausnarfyrirkomulag þann 19. nóvember síðastliðinn í samræmi við endurskoðaðan samstarfssamning um starfsskilyrði í sauðfjárrækt milli ríkis og bænda og breytingu á búvörulögum nr. 99/1993.

Matvælastofnun, Búnaðarstofa, annast úthlutun greiðslumarksins og skal bjóða til sölu innleyst greiðslumark á núvirtu andvirði beingreiðslna næstu þriggja almanksára.

Skilafrestur á beiðni um innlausn og kaup á greiðslumarki var til miðnættis 15. desember 2019. Greiðslufrestur vegna kaupa á greiðslumarki er 5. janúar 2020, sem fyrr segir. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...