Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Beint flug er á ný hafið á milli Amsterdam í Hollandi og Akureyrar. Flugfélagið Transavia annast flugið fyrir ferðaskrifstofuna Voigt Travel. Alls verða ferðirnar 10 nú í vetur og þráðurinn tekinn upp á ný í sumar.
Beint flug er á ný hafið á milli Amsterdam í Hollandi og Akureyrar. Flugfélagið Transavia annast flugið fyrir ferðaskrifstofuna Voigt Travel. Alls verða ferðirnar 10 nú í vetur og þráðurinn tekinn upp á ný í sumar.
Mynd / MN
Fréttir 3. mars 2022

Góð innspýting í norðlenska ferðaþjónustu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Beint flug er á ný hafið á milli Amsterdam í Hollandi og Akureyrar og hafa tvær vélar á vegum Voigt Travel lent á Akureyrarvelli. Flogið verður á föstudögum og mánudögum næstu vikur, en samtals verða 10 flugferðir á þessum legg. Flogið er frá Amsterdam í Hollandi, en flugfélagið Transavia annast flugið.

Voigt Travel hóf leiguflug til Akureyrar sumarið 2019 og var einnig með flugferðir í febrúar og mars 2020. Strax eftir að því flugi lauk skall heimsfaraldurinn á og hafa flugferðir á vegum ferðaskrifstofunnar legið niðri síðan. Nú er Voigt Travel hins vegar að taka upp þráðinn og mun bjóða upp á flugferðir tvisvar í viku í vetur, sem og vikulegt flug næsta sumar. Er þetta í samræmi við áætlanir ferðaskrifstofunnar um að fjölga farþegum á þeirra vegum í beinu flugi til Norðurlands, að því er fram kemur í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands.

Forsendur til ferðalaga

Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66N, segir það ánægjulegt að ferðaskrifstofan bjóði á ný upp á leiguflug beint til Norðurlands. „Heimsfaraldurinn stöðvaði starfsemina tímabundið, en nú eru aftur forsendur til ferðalaga. Samstarfið við Voigt Travel hefur frá upphafi verið mjög gott og frábært að sjá leiguflugið fara aftur af stað. Voigt Travel hefur mikla trú á Norðurlandi sem áfangastað og vill halda áfram að fjölga hér gestum á þeirra vegum.“

Jákvæðar fréttar sem ferðaþjónustan þarf á að halda

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, tekur í sama streng: „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi
að þessar flugferðir séu komnar aftur af stað.

Bæði fyrir fyrirtækin sem hafa beinan ágóða af komu þessara ferðamanna, en líka fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni. Eftir langvarandi neikvæð áhrif heimsfaraldursins eru þetta jákvæðar fréttir sem fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa á að halda. Þetta hvetur okkur öll sem störfum í greininni til að líta björtum augum til framtíðar.“

Leiguflug Voigt Travel gefur einnig ferðaþyrstum Norðlendingum tækifæri til að skreppa út fyrir landsteinana. Enn er hægt að tryggja sér miða til Amsterdam, en Ferðaskrifstofa Akureyrar annast sölu á ferðum út. 

Nýr formaður kjörinn
Fréttir 23. febrúar 2024

Nýr formaður kjörinn

Hjörtur Bergmann Jónsson var kjörinn formaður deildar skógarbænda á fundi deilda...

Sex minkabú eftir á landinu
Fréttir 23. febrúar 2024

Sex minkabú eftir á landinu

Björn Harðarson, bóndi í Holti í Flóa, hefur tekið við sem formaður deildar loðd...

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.