Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Beint flug er á ný hafið á milli Amsterdam í Hollandi og Akureyrar. Flugfélagið Transavia annast flugið fyrir ferðaskrifstofuna Voigt Travel. Alls verða ferðirnar 10 nú í vetur og þráðurinn tekinn upp á ný í sumar.
Beint flug er á ný hafið á milli Amsterdam í Hollandi og Akureyrar. Flugfélagið Transavia annast flugið fyrir ferðaskrifstofuna Voigt Travel. Alls verða ferðirnar 10 nú í vetur og þráðurinn tekinn upp á ný í sumar.
Mynd / MN
Fréttir 3. mars 2022

Góð innspýting í norðlenska ferðaþjónustu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Beint flug er á ný hafið á milli Amsterdam í Hollandi og Akureyrar og hafa tvær vélar á vegum Voigt Travel lent á Akureyrarvelli. Flogið verður á föstudögum og mánudögum næstu vikur, en samtals verða 10 flugferðir á þessum legg. Flogið er frá Amsterdam í Hollandi, en flugfélagið Transavia annast flugið.

Voigt Travel hóf leiguflug til Akureyrar sumarið 2019 og var einnig með flugferðir í febrúar og mars 2020. Strax eftir að því flugi lauk skall heimsfaraldurinn á og hafa flugferðir á vegum ferðaskrifstofunnar legið niðri síðan. Nú er Voigt Travel hins vegar að taka upp þráðinn og mun bjóða upp á flugferðir tvisvar í viku í vetur, sem og vikulegt flug næsta sumar. Er þetta í samræmi við áætlanir ferðaskrifstofunnar um að fjölga farþegum á þeirra vegum í beinu flugi til Norðurlands, að því er fram kemur í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands.

Forsendur til ferðalaga

Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66N, segir það ánægjulegt að ferðaskrifstofan bjóði á ný upp á leiguflug beint til Norðurlands. „Heimsfaraldurinn stöðvaði starfsemina tímabundið, en nú eru aftur forsendur til ferðalaga. Samstarfið við Voigt Travel hefur frá upphafi verið mjög gott og frábært að sjá leiguflugið fara aftur af stað. Voigt Travel hefur mikla trú á Norðurlandi sem áfangastað og vill halda áfram að fjölga hér gestum á þeirra vegum.“

Jákvæðar fréttar sem ferðaþjónustan þarf á að halda

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, tekur í sama streng: „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi
að þessar flugferðir séu komnar aftur af stað.

Bæði fyrir fyrirtækin sem hafa beinan ágóða af komu þessara ferðamanna, en líka fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni. Eftir langvarandi neikvæð áhrif heimsfaraldursins eru þetta jákvæðar fréttir sem fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa á að halda. Þetta hvetur okkur öll sem störfum í greininni til að líta björtum augum til framtíðar.“

Leiguflug Voigt Travel gefur einnig ferðaþyrstum Norðlendingum tækifæri til að skreppa út fyrir landsteinana. Enn er hægt að tryggja sér miða til Amsterdam, en Ferðaskrifstofa Akureyrar annast sölu á ferðum út. 

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...

Búnaðarþing fram undan
Fréttir 23. mars 2023

Búnaðarþing fram undan

Búnaðarþing Bændasamtaka Ísland verður haldið á Hótel Natura í Reykjavík dagana ...

Hlutdeildin hæst í garðyrkjunni
Fréttir 23. mars 2023

Hlutdeildin hæst í garðyrkjunni

Skortur er á áreiðanlegum opinberum gögnum um framleiðslumagn og markaðshlutdeil...

Matvælaverð hækkar þrátt fyrir aukinn innflutning
Fréttir 23. mars 2023

Matvælaverð hækkar þrátt fyrir aukinn innflutning

Lambakjöt hefur hækkað mikið í verði undanfarin misseri og hefur innflutningshöm...

Hótel með ísböðum byggt fyrir 9 milljarða króna
Fréttir 22. mars 2023

Hótel með ísböðum byggt fyrir 9 milljarða króna

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 200 herbergja fjögurra stjörnu hótels á Orus...

Trausti áfram formaður
Fréttir 21. mars 2023

Trausti áfram formaður

Á búgreinaþingi 2023 var Trausti Hjálmarsson í Austurhlíð endurkjörinn formaður ...

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og að...