Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Góð fyrirheit í loftslagsmálum og íslensk umræðuhefð
Leiðari 18. desember 2015

Góð fyrirheit í loftslagsmálum og íslensk umræðuhefð

Höfundur: Sindri Sigurgeirsson
Það voru mjög miklar og góðar fréttir af umhverfismálum um liðna helgi. Með loftslagssamningnum í París náðist í fyrsta sinn víðtækt samkomulag um aðgerðir til að sporna við loftslagsbreytingum. 
 
Margir hefðu auðvitað viljað að það hefði gerst hraðar og fyrr. Engu að síður er þessi árangur afar mikilvægur og mun hafa mikla þýðingu fyrir heimsbyggðina alla. Miklu skiptir að vel takist til að útfæra markmið samningsins og þær aðgerðir sem honum þurfa að fylgja. Þar þarf landbúnaðurinn að taka fullan þátt. Ein af aðgerðum í sóknaráætlun stjórnvalda á Íslandi í loftslagsmálum er að vinna vegvísi fyrir landbúnaðinn til að verða loftslagsvænni. Sá vegvísir verður unninn í samvinnu við Bændasamtök Íslands.
 
Við þurfum að gera betur í loftslagsmálum en það verður seint of oft minnt á það mikilvæga hlutverk sem bændur gegna við landvörslu og umhirðu landsins. Það eru ekki síst bændur sem leggja fram vinnu við að græða upp landið og halda því við enda byggist landbúnaðurinn á því að geta nýtt það. Margir þekkja verkefnið „Bændur græða landið“. Það hefur nú staðið í 25 ár en þar vinna um 600 bændur að landbótum í samstarfi við Landgræðslu ríkisins. Sannarlega eru þar margar vinnandi hendur sem hafa það verkefni að bæta landið okkar.
 
Traust og virðing er lykillinn að árangri
 
Bændur hafa að jafnaði átt gott samstarf við Landgræðsluna og annað áhugafólk um landgræðslu. Eins og oft er með umdeild málefni freistast menn til að færa umræðuna niður í skotgrafirnar. Sumir telja það skynsamlegustu leiðina að nota sem sterkust orð og æpa sem hæst. Fyrir nokkru var greint frá nýju upprunamerki fyrir sauðfjárafurðir sem ætlað er til sóknar á markaði, bæði meðal ferðamanna innanlands og á erlendum mörkuðum. Fljótlega eftir að merkið var kynnt var farið að dreifa því í afskræmdri útgáfu á samfélagsmiðlum – jafnvel af fólki sem starfar fyrir stofnanir sem gefa sig út fyrir að vilja starfa fyrir og með bændum. Allir eru frjálsir skoðana sinna og hafa fullan rétt til að vera ósammála öllum nema sjálfum sér. En svona háttalag er svo sannarlega ekki líklegt til að auka traust milli aðila, leiða til þess að þeir skilji hver annan eða nokkurrar niðurstöðu. Skotgrafirnar verða einfaldlega dýpri. Þeir sem hafa einhvern minnsta vilja til að vinna með öðru fólki verða að skilja að traust og virðing er lykillinn að árangri – annars gerist ekki neitt.
 
Enn einn umræðuhvellurinn varð fyrr í vikunni þegar Björk Guðmundsdóttir, einn þekktasti listamaður okkar Íslendinga, kallaði forystumenn sitjandi ríkisstjórnar „rednecks“ í viðtölum við erlenda fjölmiðla. Það þarf orðið helst einhverja hvelli eða eitthvað sérkennilegt til að vekja athygli. Nakti maðurinn var farinn úr kassanum og það veitir því enginn athygli lengur þó að menn kalli hver annan illum nöfnum á Alþingi. Útbreiddur fjölmiðill hér heima þýddi „redneck“ sem „sveitalubba“ og mörgu sveitafólki sárnaði það. Vissulega er hægt að þýða „redneck“ á íslensku á fleiri en einn veg, en orðið hefur neikvæða merkingu og er lagt út í hérlendum fjölmiðlum á niðrandi hátt um fólk sem á uppruna sinn í sveit. Björk kann að hafa ætlað sér annan málflutning – en þetta varð nú samt niðurstaðan, með réttu eða röngu. Oft mætti fólk gæta betur orða sinna í opinberri umræðu, líka heimsfrægt listafólk eins og Björk. Hún brennur vissulega fyrir umhverfismálum og hefur látið sig þau mjög varða, en það er ekki líklegt til árangurs að uppnefna þá sem eru ekki á sömu skoðun. Umræðuhefðin í dag snýst of mikið um að æpa hvert á annað, bæði með beinum og óbeinum hætti. 
 
Jafnrétti á jólum
 
Nú styttist í hátíðarnar. Það er oft sagt að margt sé ósanngjarnt í þjóðfélaginu og á ágætri afmælishátíð Sambands garðyrkjubænda fyrir skömmu vék veislustjóri í hátíðarkvöldverðinum að einu dæmi um misrétti á milli búgreina, sem ekki hefur farið hátt. Það eru nafngiftir íslensku jólasveinanna! Einhver gæti hváð við því – en garðyrkjubændurnir kinkuðu kolli þegar þeim var bent á að jólasveinarnir sem kenndir eru við mat eru eingöngu kenndir við kjöt- og mjólkurafurðir. Ketkrókur, Bjúgnakrækir og Skyrgámur. Enginn jólasveinn er kenndur við grænmeti. Enginn sem er kenndur við gúrku eða sveppi. Hvað þá kartöflur. Þrátt fyrir það er þó ljóst að kartöflubændur ná í einhverjum tilfellum að afsetja sínar vörur á aðventunni, því að stundum kemur það fyrir að einhver fái kartöflu í skóinn. Svona getur misréttið birst í ólíklegustu myndum.
 
Ég óska lesendum Bændablaðsins gleðilegrar hátíðar með óskum um gæfuríkt og gjöfult nýtt ár.
Refaveiði í Skaftárhreppi
Fréttir 19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Skýrsla um raunveruleikann
18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Subbu-Jobbi
18. september 2024

Subbu-Jobbi

Tjöldin dregin frá
18. september 2024

Tjöldin dregin frá

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi
19. september 2018

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi