Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Glæsihestar og snilldarreiðmenn
Skoðun 17. júlí 2014

Glæsihestar og snilldarreiðmenn

Höfundur: Guðni Ágústsson

Landsmót hestamanna fór fram samkvæmt venju og nú á Gaddstaðaflötum við Hellu. Veðurguðirnir settu mark sitt á mótið og sannarlega spillti rigning, rok og kuldi mótshaldinu framan af, en þó voru tveir síðustu dagarnir veðurfarslega ágætir.

Dró að þúsundir manna

Landsmótið er stærsta landbúnaðarhátíð sem haldin er hér á landi og ein fjölmennasta útihátíð landsins. Landsmótið var velsótt þótt ljóst sé að veðrið hafi dregið nokkuð úr aðsókn. Hitt skal svo sagt hér að fáir ef nokkur atburður annar, fengi þúsundir manna allsstaðar að úr heiminum til að fylla brekkurnar af fólki dag eftir dag í kulda og trekki eða slagveðri annar en íslenski hesturinn.

Hestamenn báru lof á ræktunarstarfið og mér er til efs að nokkru sinni hafi svo margir glæsihestar og snilldarreiðmenn komið til landsmóts eins og nú. Hér áður var allt nokkuð vitað fyrir fram þá báru nokkrir hestar og hestamenn höfuð og herðar yfir aðra en nú koma til leiks tugir hesta og afreksknapa og ekkert er fyrirséð fyrr en að dómarar ljúka störfum, hver sigrar. Eigi að síður komu nú fram einstakir höfðingjar sem báru af í sínum flokki og voru aldrei í hættu, þeir Spuni frá Vesturkoti í A-flokki gæðinga og Loki frá Selfossi í B-flokki, annar með 9,30 og hinn 9,39. Þessir hestar báðir eru svo stórkostlegir á góðum degi að margt í þeirra fari og fasi er svo flott að manni finnst það ekki af þessum heimi. Þar sýndu Þórarinn Ragnarsson og Sigurður Sigurðarson snillingana og hestamenn og knapar voru í fremstu röð.

Engu að kvíða

Engu er að kvíða um framtíðina hvað hestakostinn varðar, en Arion frá Eystra-Fróðholti, Stormur frá Herríðarhóli og Konsert frá Hofi voru stórkostlegir ásamt mörgum öðrum yfirburðahestum. Arion banki ætti að verðlauna sjálfan sig með nafna sínum og semja um að gera sérstakan sparibauk honum til heiðurs því bankinn ber nafn hestsins en ekki öfugt, Ársæll Jónsson var á undan með nafnið. Heiðursverðlaun hlutu svo tveir merkir stóðhestar, þeir Vilmundur frá Feti og Stáli frá Kjarri.

Hestamenn eiga stórleik

Ég óska hestamönnum innilega til hamingju með Landsmótið og okkur öllum til hamingju með hestinn og reiðmennina snjöllu, frábært fólk. Eftir þetta landsmót verða aðstandendur landsmótsins að setjast niður og velta fyrir sér framtíðinni.

Ég fann að nokkur þreyta er kominn í hestamenn með að mótið skuli standa yfir í átta daga. Bæði er það langur tími og mjög dýrt fyrir þá sem bera uppi þungann á mótinu, hestamennina og hrossabúgarðana. Spurningin er þessi, er hægt að fækka dögum um helming, fara niður í fjóra landsmótsdaga í stað átta?

Er hægt að fækka hrossum skráðum inn á landsmót um helming?

Er hægt að byggja upp enn meiri spennu og hátíðleika, ekki síst inn á tvo síðustu dagana, að þeir verði nokkurs konar þjóðhátíð eða þjóðarleikar sem flestir vilja upplifa og fjölga fólki verulega sem sækir mótið?

Ég sá gott viðtal við hrossa­bóndann á Hofi í Skagafirði, Baltasar Kormák, kvikmyndaleikstjórann snjalla, sem setti fram sterkar skoðanir um breytingar sem ég get tekið undir. Nú er rétti tíminn að ræða breytingar. Það eru aðeins þeir bestu sem eiga erindi inn á landsmót. Hátíð þarf að vera stutt og snörp og hátindurinn hverju sinni með mikið aðdráttarafl, því verða hestamenn að meta aðstæður landsmótanna upp á nýtt. Hinn stóri atburðurinn er svo heimsmeistaramótið um íslenska hestinn sem fram fer annað hvert ár í Evrópu.

Nú eru menn vonandi hættir að deila um staðsetningu landsmótanna, þar eru þrír staðir sterkastir; Hella, höfuðborgar­svæðið og Skagafjörðurinn, að vísu með þeirri breytingu að mínu mati að færa mótið heim að Hólum aftur. Hólar hafa allt til að bera sem landsmótsstaður og þar verður fjárfestingin m.a. nýtt af Háskólanum og hestamönnum árið um kring. Fyrir utan hitt að Hjaltadalurinn með sína sögu og fegurð er síst verri en Vindheimamelar. Og uppbyggingin heima á Hólum væri landsmóti mikilvæg og öfugt. Það verður spennandi að fylgjast með umræðunni um landsmótin í hesthúshornunum hringinn í kringum landið. Hestamenn eiga leik og það stórleik.

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.