Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Garðyrkjubændur gerðu sér glaðan dag
Líf og starf 7. desember 2015

Garðyrkjubændur gerðu sér glaðan dag

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á þessu ári eru liðin 60 ár frá stofnun Sambands garðyrkjubænda. Af því tilefni komu félagar og gestir þeirra saman til fundar og hátíðarhalda þann 20. nóvember síðastliðinn.

Dagskráin hófst fyrir hádegi í Reykholti í Biskupstungum með heimsókn í garðyrkjustöðvarnar Gufuhlíð, Friðheima og Espiflöt þar sem gestgjafar kynntu starfsemi sína og buðu veitingar. Yfir 80 manns mættu enda áhugverðar kynningar í boði.

Að loknum heimsóknum lá leiðin að Flúðum þar sem gengið var til fundar.  Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, og Gunnar Þorgeirsson, formaður stjórnar Sambands garðyrkjubænda, kynntu stöðu mála í viðræðum um gerð búvörusamninga. 

Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, flutti félagsmönnum hugvekju um garðyrkjuafurðir og gæðamatseld. Magnús Á. Ágústsson og Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, fóru yfir ýmsa faglega þætti garðyrkjunnar.

Á fundinum kom fram að á fjölmennustu garðyrkjustöðvum landsins starfa um 30 manns þegar mest er og því mikil umsvif í þessari vaxandi atvinnugrein.

Hápunktur fundarins var frumsýning á heimildakvikmynd um íslenska garðyrkju sem Sambandið lét gera í samstarfi við Profilm og Guðríði Helgadóttur í tilefni afmælisins. Myndin hefur verið sýnd í Ríkissjónvarpinu og er aðgengileg öllum í Sarpinum. 

Um kvöldið bauð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra upp á fordrykk og í framhaldinu var hátíðarkvöldverður, skemmtidagskrá og dansleikur.

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...