Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Margrét Jónsdóttir, sem rekur Ullarverslunina í Gömlu Þingborg, á hrós skilið fyrir dugnað sinn þegar kemur að íslensku ullinni og öllu í kringum hana.
Margrét Jónsdóttir, sem rekur Ullarverslunina í Gömlu Þingborg, á hrós skilið fyrir dugnað sinn þegar kemur að íslensku ullinni og öllu í kringum hana.
Mynd / Aðsend
Fréttir 10. júní 2025

Gamla Þingborg fær að standa í einhver ár í viðbót

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Gamla Þingborg fær að standa og ullarverslun verður rekin í henni enn um sinn þótt óljóst sé um húsið til lengri tíma litið.

„Nýjustu fréttir af Gömlu Þingborg eru þær að hún fær að standa um sinn, einhver ár, en ég á eftir að semja við Vegagerðina með formlegum hætti og fyrr er auðvitað ekki hægt að segja til um árafjöldann sem verslunin fær að vera þarna. Þetta eru vitaskuld mjög ánægjuleg tíðindi og eyðir þeirri óvissu sem upp kom við söluna á húsinu. En ég vænti alls góðs af hálfu Vegagerðarinnar og efast ekki um að það fólk sem stýrir fasteignasviði hennar sé okkur velviljað. Það kom heldur ekkert annað en gott frá þeim aðilum innan Vegagerðarinnar sem áttu fund með okkur leigjendunum í Gömlu Þingborg á dögunum,“ segir Margrét Jónsdóttir, eigandi Ullarverslunarinnar í Gömlu Þingborg við þjóðveg eitt í Flóahreppi, aðspurð um fréttir af húsnæðinu. Vegagerðin hefur keypt húsið, sem á að víkja fyrir nýjum vegi þar sem húsið er í dag.

Ullarverslun í 34 ár í húsinu

„Ég mun reka Ullarverslunina enn um sinn, en svo veit ég ekkert um framtíðina frekar en hver annar. Starfsemin mun því haldast í svipuðu horfi en hve lengi veit ég ekki. Ullarverslunin hefur verið rekin í húsinu í tæp 34 ár, fyrst af Þingborg svf., sem er það samvinnufélag sem kom starfseminni af stað í upphafi. Svo tóku einstaka konur að sér reksturinn og ég hef rekið búðina frá 2010, í félagi við Arnþrúði Sæmundsdóttur, til loka árs 2018, en þá stofnaði ég einkahlutafélag um reksturinn og hef rekið hana ein síðan. Þingborgarfélagið, sem um 20 konur standa að, er enn þá til og hefur líka haft aðsetur í Gömlu Þingborg, á kembivél sem nokkuð hefur verið unnið á og seldar af henni afurðir. En núna standa breytingar fyrir dyrum þar sem samvinnufélagið hefur tekið á leigu húsnæði í Hrísmýri á Selfossi og hyggst flytja kembivélina þangað og koma upp t.d. góðri litunar- og þvottaaðstöðu. Þessi sala á Gömlu Þingborg ýtti vissulega á eftir þessu,“ segir Margrét.

Litlar spunaverksmiðjur um allt land

Margrét segir að áhugi á íslensku ullinni hafi aukist enda hafi sprottið upp nokkrar litlar spunaverksmiðjur um allt land síðustu árin, til dæmis Uppspuni í Lækjartúni í Ásahreppi, sem er í næsta nágrenni, og fleiri ullarfyrirtæki komin á koppinn og enn að þróast, meðal annars Ullarverið á Flúðum, sem gaman verður að fylgjast með. Svo er auðvitað Hespuhúsið, sem er jurtalitunarstofa, komið í Ölfusið. Þetta sýnir hvað það er mikil gróska í ullargeiranum og er mikið fagnaðarefni. Ullin er líka dásamlegt hráefni og algjörlega náttúruleg og umhverfisvæn. Ég er sannfærð um að starfsemin í Gömlu Þingborg hefur haft mikil og góð áhrif, við höfum alltaf haft gæði að leiðarljósi, einungis selt alíslenska ull og lopa sem Ístex vinnur fyrir okkur úr ull sem við veljum sjálfar. Við höfum ekkert farið út af þessu spori í gegnum árin, eins höfum við verðlagt okkar vörur í eins góðu samræmi við vinnuna á bak við og hægt er og ég veit það hefur smitað út frá sér,“ segir Margrét.

Skylt efni: Þingborg

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...