Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lív Bragadóttir og Aðalbjörg Þorsteinsdóttir kynntu margvísleg galdrasmyrsl frá fjölskyldufyrirtækinu Villimey á Tálknafirði.
Lív Bragadóttir og Aðalbjörg Þorsteinsdóttir kynntu margvísleg galdrasmyrsl frá fjölskyldufyrirtækinu Villimey á Tálknafirði.
Mynd / HKr.
Fólk 31. október 2018

Galdrasmyrslin að vestan

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Fjölskyldufyrirtækið Villimey slf. á Tálknafirði er orðið vel þekkt sem framleiðandi á há­gæða húðvörum hér á landi. Á landbúnaðarsýningunni í Laug­ar­dal voru þær Lív Braga­dóttir og Aðalbjörg Þor­steins­dóttir að kynna vörur fyrir­tækisins þegar blaðamann Bændablaðsins bar að garði. 
 
„Ég er búin að vera með þessar vörur og þróa í 15 ár, fyrst fyrir fjölskylduna áður en við settum vörurnar á markað fyrir 13 árum,“ segir Aðalbjörg Þorsteinsdóttir. 
 
„Upphaflega var þetta bara ætlað fyrir okkur sjálf, en svo fór fólk að falast eftir þessu út um allt land þegar það heyrði af virkninni.“
 
Smyrslin frá Villimey eru lífrænt vottuð af Vottunarstofunni Túni og unnin úr margvíslegum jurtum sem tínd eru í Tálknafirði og Arnarfirði. 
 
„Salan á þessum vörum hefur gengið vel og þær auglýsa sig svolítið sjálfar með virkninni. Við erum líka búin að láta Matís rannsaka allar okkar vörur með tilliti til virkni efnanna. Þar höfum við fengið staðfestingu á að þær virka eins og við höfum verið að segja. Þetta eru því ekki bara okkar fullyrðingar, heldur getum við stutt þær með rannsóknum.“
 
Sannkallað fjölskyldufyrirtæki 
 
– Eru þið mörg að vinna í kringum þessa framleiðslu?
„Það er bara fjölskyldan. Ég á fjórar dætur og síðan fjölgar í kringum okkur svo þetta er orðið öflugt lið.“
Aðalbjörg segist hafa leitað sér upplýsinga í gamlar heimildir og reynslu fólks af virkni jurta. Smám saman hafi hún fundið réttu blöndurnar til að fást við ýmiss konar mein, eins og bólgur, brunasár og annað. Vörutegundirnar eru nú fjölmargar eins og Vöðva- og Liða Galdur, Fóta galdur, Vara galdur, Munnangurs Galdur, Hvannar galdur, Berja galdur og Birkigaldur og hver með sína virkni. 
 
„Það skiptir mjög miklu máli hvenær á vaxtarskeiðinu maður tínir jurtirnar upp á virknina að gera. Það skiptir máli upp á kraftinn sem felst í jurtunum. Einnig skiptir máli hvaða hluta jurtanna maður er að nota. Þá nota ég ýmist blöð, blóm eða rætur, allt eftir því hvaða virkni ég er að sækjast eftir. Maður sér það á vaxtarstiginu hvernig jurtirnar koma til með að virka.“
 
 
Veðurfarið hefur mikil áhrif
 
– Skiptir þá veðurfarið ekki líka miklu máli?
Jú, algjörlega. Ég hef aldrei lent í öðru eins ástandi og í sumar. Oft hef ég fengið köld vor þar sem fyrstu jurtirnar lifna frekar seint, en þær sem eiga að vakna til lífsins í júní og júlí eru þá yfirleitt á réttum tíma. Í sumar voru hins vegar allar jurtir seint á ferðinni. 
 
Annars eru jurtirnar hér á Íslandi mjög kraftmiklar, þær vaxa hratt þegar þær taka við sér og hafa stuttan vaxtartíma vegna okkar stutta sumars.  Að því leyti erum við mjög heppin og svo er svæðið sem við erum að tína jurtirnar á mjög hreint. 

Skylt efni: Villimey | húðvörur | smyrsl

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...