Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gagnrýna seinagang við lagningu Dettifossvegar
Fréttir 5. september 2016

Gagnrýna seinagang við lagningu Dettifossvegar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Verkefnisstjórar tveggja verkefna á norðausturhluta landsins, Raufarhöfn og framtíðin og Öxarfjörður í sókn, sem bæði eru hluti af stærra verkefni, Brothættum byggðum, hafa sent frá sér ályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2015 til 2018. Brothættar byggðir eru byggðaeflandi verkefni sem Byggðastofnun stendur að og hófst það árið 2012.
 
Í ályktun verkefnastjóranna segir að það sé mikið bakslag í þeirri viðleitni ríkis, Norðurþings, Byggðastofnunar, stoðkerfis og íbúa að styrkja sveitarfélögin á Raufarhöfn og við Öxarfjörð undir hatti verkefnisins Brothættar byggðir og veita svo ekki neinum fjármunum í það verkefni að ljúka við Dettifossveg á því tímabili sem samgönguáætlun nær til. 
 
Skýtur skökku við að taka framkvæmd af áætlun
 
Skora verkefnisstjórarnir á innanríkisráðherra og Alþingi að bæta úr þessum ágalla þingsáætlunartillögunnar og veita nægum fjármunum í verkið svo ljúka megi því eigi síðar en árið 2018.
„Á meðan að fregnir berast um hversu mikið álag sé á helstu ferðamannastaði á suðvesturhorninu og að dreifing ferðamanna um landið þurfi að vera betri, skýtur það skökku við að taka framkvæmd af áætlun sem vissulega myndi virka jákvætt á þá dreifingu,“ segir í ályktun verk­efnastjóranna.
 
Fram kemur í rökstuðningi að í verkefninu Raufarhöfn og framtíðin sé uppbygging ferðaþjónustu lykilatriði í að snúa vörn í sókn og hafi skorað hæst af þeim málaflokkum sem ræddir voru á íbúaþingi. Samgöngur séu taldar afar mikilvægar í þessu samhengi og þá einkum Dettifossvegur, þ.e. vegtenging frá Dettifossi niður á þjóðveg 85 í Kelduhverfi.
 
Á íbúaþinginu sem haldið var í janúar í samfélaginu við Öxarfjörð kom fram að íbúar telja Dettifossveg vera afar brýnt hagsmunamál og algjöra nauðsyn í uppbyggingu ferðaþjónustu í héraðinu.
 
Hróplegt ósamræmi
 
„Það að hætt skuli við framkvæmdir á Dettifossvegi í miðju kafi og nær engir fjármunir ætlaðir til verksins á árunum 2016–2018 í tillögu innanríkisráðherra til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2015–2018. Það  er í hróplegu ósamræmi við viðleitni ríkisins til að styðja þessi byggðarlög til sóknar í verkefninu Brothættar byggðir. Það er enn fremur í ósamræmi við þann grundvallarskilning á verkefninu að íbúar, stoðkerfi, sveitarfélag og ríki taki höndum saman í verkefnum til aukinnar viðspyrnu þessara byggðarlaga gegn hnignun. Þá er þessi áætlun einnig í ósamræmi við áherslur Eyþings í samgöngumálum,“ segir í ályktuninni.

Skylt efni: Vegagerð

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f