Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gagnrýna seinagang við lagningu Dettifossvegar
Fréttir 5. september 2016

Gagnrýna seinagang við lagningu Dettifossvegar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Verkefnisstjórar tveggja verkefna á norðausturhluta landsins, Raufarhöfn og framtíðin og Öxarfjörður í sókn, sem bæði eru hluti af stærra verkefni, Brothættum byggðum, hafa sent frá sér ályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2015 til 2018. Brothættar byggðir eru byggðaeflandi verkefni sem Byggðastofnun stendur að og hófst það árið 2012.
 
Í ályktun verkefnastjóranna segir að það sé mikið bakslag í þeirri viðleitni ríkis, Norðurþings, Byggðastofnunar, stoðkerfis og íbúa að styrkja sveitarfélögin á Raufarhöfn og við Öxarfjörð undir hatti verkefnisins Brothættar byggðir og veita svo ekki neinum fjármunum í það verkefni að ljúka við Dettifossveg á því tímabili sem samgönguáætlun nær til. 
 
Skýtur skökku við að taka framkvæmd af áætlun
 
Skora verkefnisstjórarnir á innanríkisráðherra og Alþingi að bæta úr þessum ágalla þingsáætlunartillögunnar og veita nægum fjármunum í verkið svo ljúka megi því eigi síðar en árið 2018.
„Á meðan að fregnir berast um hversu mikið álag sé á helstu ferðamannastaði á suðvesturhorninu og að dreifing ferðamanna um landið þurfi að vera betri, skýtur það skökku við að taka framkvæmd af áætlun sem vissulega myndi virka jákvætt á þá dreifingu,“ segir í ályktun verk­efnastjóranna.
 
Fram kemur í rökstuðningi að í verkefninu Raufarhöfn og framtíðin sé uppbygging ferðaþjónustu lykilatriði í að snúa vörn í sókn og hafi skorað hæst af þeim málaflokkum sem ræddir voru á íbúaþingi. Samgöngur séu taldar afar mikilvægar í þessu samhengi og þá einkum Dettifossvegur, þ.e. vegtenging frá Dettifossi niður á þjóðveg 85 í Kelduhverfi.
 
Á íbúaþinginu sem haldið var í janúar í samfélaginu við Öxarfjörð kom fram að íbúar telja Dettifossveg vera afar brýnt hagsmunamál og algjöra nauðsyn í uppbyggingu ferðaþjónustu í héraðinu.
 
Hróplegt ósamræmi
 
„Það að hætt skuli við framkvæmdir á Dettifossvegi í miðju kafi og nær engir fjármunir ætlaðir til verksins á árunum 2016–2018 í tillögu innanríkisráðherra til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2015–2018. Það  er í hróplegu ósamræmi við viðleitni ríkisins til að styðja þessi byggðarlög til sóknar í verkefninu Brothættar byggðir. Það er enn fremur í ósamræmi við þann grundvallarskilning á verkefninu að íbúar, stoðkerfi, sveitarfélag og ríki taki höndum saman í verkefnum til aukinnar viðspyrnu þessara byggðarlaga gegn hnignun. Þá er þessi áætlun einnig í ósamræmi við áherslur Eyþings í samgöngumálum,“ segir í ályktuninni.

Skylt efni: Vegagerð

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...