Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gunnar Kr. Einarsson.
Gunnar Kr. Einarsson.
Fréttir 20. ágúst 2018

Gæta þarf hagsmuna bænda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hálendið er samstarfsverkefni fjölmargra samtaka sem vilja standa vörð um náttúru miðhálendisins. Stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands segir að gæta þurfi hagsmuna bænda verði þjóðgarðurinn að veruleika.

Tuttugu og átta samtök í náttúruvernd og útivist, auk samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.

Á heimasíðunni halendi.is segir meðal annars að miðhálendi Íslands sé eitt stærsta landsvæði í Evrópu sem aldrei hefur verið numið af mönnum. Sérstaða svæðisins felst í einstakri náttúru, gróðurvinjum, jarðfræði og landmótun, einstöku samspili elds og íss, óvið­jafnanlegum andstæðum í landslagi og víðernum sem eru talin meðal síðustu stóru víðerna Evrópu.

Skipulagsvaldið tekið af sveitafélögunum

Gunnar Kr. Eiríksson, bóndi Túnsbergi og stjórnarmaður í BÍ, segir að með stofnun hálendis­þjóðgarðs sé verið að taka skipu­lagsvaldið af sveitar­félögunum og færa það til ríkisins.

„Stærstur hluti svæðisins sem um er að ræða eru þjóðlendur og eitt af því sem þarf að gæta að er hvernig hálendið verður nýtt. Má þar nefna upprekstur og alla almenna umferð um hálendið, hvort heldur er gangandi, ríðandi eða á vélknúnum ökutækjum. Ég sé fyrir mér að það verði settar einhvers konar skorður hvað nýtingu varðar í þjóðgarðinum, en tel að við verðum að gæta hagsmuna bænda hvað það varðar og alls almennings í landinu.

Ég vil ekki að þegar upp verður staðið, verði allt bannað, eins og beit, umferð ökutækja og hrossa, nema gegn sérstökum undanþágum.

Hugmyndin um hálendisþjóðgarð er á umræðustigi enn sem komið er. Nauðsynlegt væri að koma að málinu strax og ræða um það í sátt og samlyndi allt frá upphafi.

Aðkoma bænda að málinu er í gegnum sveitarstjórnir og hags­munafélög og tel ég æski­legt að fulltrúar þeirra fundi með umhverfisráðherra sem fyrst um málið,“ segir Gunnar.
 

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...