Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hér er Sigurður Loftsson búinn að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri einangrunarstöð. Með honum eru frá vinstri, Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, Gunnar Kr. Eiríksson, formaður stjórnar Búnaðarsambandsins, Baldur Indriði
Hér er Sigurður Loftsson búinn að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri einangrunarstöð. Með honum eru frá vinstri, Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, Gunnar Kr. Eiríksson, formaður stjórnar Búnaðarsambandsins, Baldur Indriði
Mynd / MHH
Fréttir 1. september 2016

Fyrsta skóflustungan tekin að nýrri einangrunarstöð fyrir holdanautgripi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sigurður Loftsson, formaður stjórnar Nautgripa­ræktarmiðstöðvar Íslands, mætti nýlega vopnaður stunguskóflu á Stóra-Ármót í Flóahreppi. Þar tók hann fyrstu skóflustunguna að nýrri einangrunarstöð fyrir holdanautgripi. 
 
Stöðin verður í 500 fermetra húsnæði sem verður tilbúið um næstu áramót. Fósturvísarnir munu koma frá Noregi en tilgangur stöðvarinnar er að koma upp arfhreinum gripum af Aberdeen Angus-kyni. Fósturvísarnir verða ekki kyngreindir þannig að það munu koma bæði naut og kvígur. Nautkálfarnir fara strax inn í einangrunarferli á stöðinni, sem tekur níu mánuði. Eftir það verða þeir seldir til bænda en áður en það er gert verður tekið úr þeim sæði, sem fer svo í dreifingu. Kvígurnar verða hins vegar fyrsti vísirinn að þessari holdakúahjörð sem verða sæddar með innflutta sæðinu þegar þær verða kynþroska. Eigendur stöðvarinnar eru Landssamband kúabænda, Bændasamtök Íslands og Búnaðarsamband Suðurlands, sem á jörðina Stóra-Ármót og hefur umsjón með starfseminni þar.
Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...