Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hér er Sigurður Loftsson búinn að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri einangrunarstöð. Með honum eru frá vinstri, Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, Gunnar Kr. Eiríksson, formaður stjórnar Búnaðarsambandsins, Baldur Indriði
Hér er Sigurður Loftsson búinn að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri einangrunarstöð. Með honum eru frá vinstri, Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, Gunnar Kr. Eiríksson, formaður stjórnar Búnaðarsambandsins, Baldur Indriði
Mynd / MHH
Fréttir 1. september 2016

Fyrsta skóflustungan tekin að nýrri einangrunarstöð fyrir holdanautgripi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sigurður Loftsson, formaður stjórnar Nautgripa­ræktarmiðstöðvar Íslands, mætti nýlega vopnaður stunguskóflu á Stóra-Ármót í Flóahreppi. Þar tók hann fyrstu skóflustunguna að nýrri einangrunarstöð fyrir holdanautgripi. 
 
Stöðin verður í 500 fermetra húsnæði sem verður tilbúið um næstu áramót. Fósturvísarnir munu koma frá Noregi en tilgangur stöðvarinnar er að koma upp arfhreinum gripum af Aberdeen Angus-kyni. Fósturvísarnir verða ekki kyngreindir þannig að það munu koma bæði naut og kvígur. Nautkálfarnir fara strax inn í einangrunarferli á stöðinni, sem tekur níu mánuði. Eftir það verða þeir seldir til bænda en áður en það er gert verður tekið úr þeim sæði, sem fer svo í dreifingu. Kvígurnar verða hins vegar fyrsti vísirinn að þessari holdakúahjörð sem verða sæddar með innflutta sæðinu þegar þær verða kynþroska. Eigendur stöðvarinnar eru Landssamband kúabænda, Bændasamtök Íslands og Búnaðarsamband Suðurlands, sem á jörðina Stóra-Ármót og hefur umsjón með starfseminni þar.
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f