Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hér er Sigurður Loftsson búinn að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri einangrunarstöð. Með honum eru frá vinstri, Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, Gunnar Kr. Eiríksson, formaður stjórnar Búnaðarsambandsins, Baldur Indriði
Hér er Sigurður Loftsson búinn að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri einangrunarstöð. Með honum eru frá vinstri, Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, Gunnar Kr. Eiríksson, formaður stjórnar Búnaðarsambandsins, Baldur Indriði
Mynd / MHH
Fréttir 1. september 2016

Fyrsta skóflustungan tekin að nýrri einangrunarstöð fyrir holdanautgripi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sigurður Loftsson, formaður stjórnar Nautgripa­ræktarmiðstöðvar Íslands, mætti nýlega vopnaður stunguskóflu á Stóra-Ármót í Flóahreppi. Þar tók hann fyrstu skóflustunguna að nýrri einangrunarstöð fyrir holdanautgripi. 
 
Stöðin verður í 500 fermetra húsnæði sem verður tilbúið um næstu áramót. Fósturvísarnir munu koma frá Noregi en tilgangur stöðvarinnar er að koma upp arfhreinum gripum af Aberdeen Angus-kyni. Fósturvísarnir verða ekki kyngreindir þannig að það munu koma bæði naut og kvígur. Nautkálfarnir fara strax inn í einangrunarferli á stöðinni, sem tekur níu mánuði. Eftir það verða þeir seldir til bænda en áður en það er gert verður tekið úr þeim sæði, sem fer svo í dreifingu. Kvígurnar verða hins vegar fyrsti vísirinn að þessari holdakúahjörð sem verða sæddar með innflutta sæðinu þegar þær verða kynþroska. Eigendur stöðvarinnar eru Landssamband kúabænda, Bændasamtök Íslands og Búnaðarsamband Suðurlands, sem á jörðina Stóra-Ármót og hefur umsjón með starfseminni þar.
Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...