Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mygluspá eins og hún birtist á heimasíðu RML 2. september 2024.
Mygluspá eins og hún birtist á heimasíðu RML 2. september 2024.
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa sumarið frá 2018.

Kartöflumygla getur valdið miklu tjóni og eru nýleg dæmi um það frá síðustu árum. Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafar- miðstöð landbúnaðarins, segir að hættan sé ekki liðin hjá, þó að hún fari minnkandi, því ef veður verður hlýtt og rakt fram eftir september og grös ekki fallin, geti hún náð sér á strik.

Í vor var hættan talin mikil á að öflug mygluafbrigði myndu berast til landsins með innfluttu útsæði. „Það var mikil útbreiðsla á kartöflumyglu í Evrópu síðastliðið sumar og hætta á myglusmiti í innfluttu útsæði. Þetta voru nýir og skaðlegir myglustofnar sem voru í umferð erlendis, með þol gegn varnarefnum,“ segir Helgi.

Strangar reglur um notkun varnarefna

Bændur á Suðurlandi settu niður talsvert af innfluttu útsæði í vor, en til mótvægis voru ráðlagðar fyrirbyggjandi varnaraðgerðir sem bændur nýttu sér allflestir sýnist mér. Helgi er kartöflubændunum til halds og trausts og ráðleggur þeim hvernig standa skuli að vörnunum.

„Varnarefnin sem bændur nota eru ýmist fyrirbyggjandi eða stöðva myglu sem komin er af stað. Um þessi efni gilda strangar reglur um notkun og uppskerufrest. Bændur þurfa sérstök notendaleyfi til að mega kaupa og nota efnin og efnin þurfa markaðsleyfi sem gefin eru út af Umhverfisstofnun,“ útskýrir hann.

Mygluspákort RML

Á vef RML hefur mygluspákorti verið haldið úti á undanförnum þremur sumrum sem byggir á veðurgögnum. „Bændur geta þar séð mygluhættu frá degi til dags og spá næstu daga. Með spánni geta bændur metið hættuna á myglu og hagað vörnum eftir því. Ef mikil hætta er á myglu, það er hlýtt veður og rakt, úða bændur með fyrirbyggjandi efnum samkvæmt ákveðinni forskrift. Ef lítil hætta er á myglu er hægt að sleppa úðun, seinka eða minnka skammtana. Ef myglan nær sér á strik og verður sýnileg eru notuð önnur efni sem stöðva útbreiðslu og hjálpa plöntunum að verða heilbrigðar. Til þess hefur þó ekki komið í sumar. Sennilega hefur veðurfarið í sumar hjálpað, það er fáir dagar með hlýju veðri, en örugglega líka öflugar varnir hjá bændum,“ segir Helgi.

Að mati Helga verður mygluhætta áfram fyrir hendi fram eftir hausti ef veðurskilyrði eru fyrir hendi. „Köld veðrátta í sumar verður til þess að bændur reyna að láta kartöflurnar stækka fram eftir hausti og seinka því uppskerustörfum. Þeir þurfa því að hafa varann á gagnvart myglu fram að uppskeru til geymslu, hvenær sem hún svo hefst fyrir alvöru.

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...