Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fura – heklað eyrnaband
Hannyrðahornið 30. janúar 2019

Fura – heklað eyrnaband

Höfundur: Handverkskúnst
Hér er heklað eyrnaband frá Handverkskúnst.
 
Stærð: S/M – M/L
 
Höfuðmál: 54/56 – 56/58 cm
 
Breidd: ca 11-13 cm.
 
Garn: Drops Cotton Merino, fæst í Handverkskúnst 
100-100 g litur 11, skógargrænn
 
Heklunál: 4 mm
 
Heklfesta: 18 hálfir stuðlar og 14,5 umferðir = 10 x 10 cm.
 
Stutt útskýring á stykki:
- Stykkið er heklað fram og til baka í vinkil.
- Hver umferð með hálfum stuðlum byrja með 2 loftlykkjum (koma EKKI í stað fyrsta hálfa stuðul).t
 
Uppskriftin:
Heklið 26-32 loftlykkjur (meðtaldar 2 loftlykkjur til að snúa við með) með heklunál 4.
 
Heklið 1 hálfan stuðul í 3. loftlykkju frá heklunálinni (= 1 hálfur stuðull) – sjá stutta útskýringu að ofan, heklið 1 hálfan stuðul í hverja og eina af næstu 11-14 lykkjum, heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 hálfan stuðul í hverja og eina af næstu 12-15 loftlykkjum = 24-30 hálfir stuðlar.
 
Heklið A.1 yfir fyrstu 5 hálfa stuðlana, A.2 yfir næstu 6-9 hálfa stuðla, A.3 yfir næsta hálfa stuðul + loftlykkjuboga + hálfan stuðul, A.2 yfir næstu 6-9 hálfan stuðul og endið með A.4 yfir síðustu 5 hálfa stuðla.
 
Haldið svona áfram með mynstur. Fækkið um 1 lykkju í hverri umferð í A.1 og A.4 og aukið út um 1 lykkju hvoru megin við loftlykkjuboga í A.3 (= 2 lykkjur fleiri í hverri umferð í A.3), þ.e.a.s. lykkjufjöldinn verður sá sami. Athugið heklfestuna.
 
Þegar stykkið mælist 49-51 cm þar sem það er lengst, klippið frá og festið enda. Saumið eyrnabandið saman í ystu lykkjubogana á hvorri hlið.
 
Mynstur:
 
= hálfur stuðull í lykkju
 = heklið 2 hálfa stuðla saman þannig: * Bregðið bandi um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið bandið *, heklið frá *-* einu sinni til viðbótar, bregðið bandinu um heklunálina og dragið bandið í gegnum allar 5 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 hálfur stuðull færri).
= hstuðull í aftari lykkjubogann frá réttu
= heklið 2 hálfa stuðla saman í aftari lykkjubogann
 = hálfur stuðull um loftlykkjuboga
 = 3 loftlykkjur
  = fyrsta umferð hefur nú þegar verið hekluð, þetta sýnir bara hvernig hekla á næstu umferð í/um lykkjurnar.
 
 
 
Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...