Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hjörtur L. Jónsson.
Hjörtur L. Jónsson.
Skoðun 25. júní 2019

Friðun vega er vanhugsuð framkvæmd

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í nokkrum fjölmiðlum undanfarið hefur verið sagt frá þeirri hugmynd sveitarfélagsins Bláskógabyggðar að friða Kóngsveginn sem liggur meðal annars yfir Mosfellsheiðina frá Miðdal nánast beina línu að Heiðarbæ við Þingvallavatn. Á háheiðinni um miðja vegu á milli Miðdals og Heiðabæja hefur þessi vegur mjög lítið verið notaður undanfarin 20 ár, en nú seinni ár hefur umferð torfærureiðhjóla aukist töluvert um þennan veg. 
 
Nánast engin bílaumferð er um veginn vegna þess að síðustu tuttugu ár hefur grjót verið að koma svo mikið upp úr veginum að bílar þurfa að vera mikið breyttir til þess að komast allan veginn.
 
Ágætlega fær vegurinn þar sem enn er verið að nota veginn
 
 Vegurinn er ágætlega fær að hluta bílum sé farið inn á veginn frá Þingvallavatni í um fimm kílómetra eða þar til komið er að brúnum sem upphaflega voru á veginum vegna þess að bændur í Grafningi nota veginn eitthvað og aka hann á dráttarvélum og bílum. Fyrir vikið er vegurinn nokkuð heillegur og fallegt handbragð þeirra sem unnu við þessa miklu vegagerð þar sem að þung ökutækin ýta steinum niður til baka eftir frostlyftingar og handgerð ræsin með grjóthleðslum sjást vel á þessum kafla vegarins. Hins vegar er vegurinn sem er af miðri heiðinni og niður að Miðdal nánast ónýtur og sést hann varla á sumum stöðum, öll handgerð ræsi löngu hrunin og ónýt, grjóthleðslur í vegköntum víða orðnar ónýtar og hrundar eftir frostlyftingar.  
 
Sérstakt áhugamál til margra ára
 
Frá því að undirritaður var að alast upp í sveit og notaði oft aflagða vegslóða til að komast á milli bæja ýmist á reiðhjóli eða hesti hef ég oft staldrað við og skoðað þessa gömlu handgerðu vegi sem oft voru hrein meistarasmíði. 
 
Upp úr 1980 og til ársins 2010 var ég duglegur að skoða þessa gömlu vegi á mótorhjóli, oftast var ég einn á ferð með sjálfum mér og gaf mér góðan tíma til að skoða uppbyggingu og handbragð hvers vegs fyrir sig. Nú seinni ár hef ég verið frekar latur við að skoða þessa vegi, en fyrir stuttu fór ég þann hluta Kóngsvegsins sem mér hefur alltaf fundist svo flottur. Mér til mikilla vonbrigða virðist vegurinn alltaf vera að líta verr og verr út vegna notkunarleysis.
 
Þessir vegir voru byggðir til að nota þá og því meiri notkun því betri verða þeir
 
Ef á að friða þennan veg þarf að tryggja að hann eyðileggist ekki, en eina leiðin til að halda veginum fallegum og sem upprunalegustum er að keyra veginn tiltölulega reglulega. Gott dæmi um þetta er gamall vegur sem lagður var á Vatnsleysuströnd upp úr aldamótunum 1900. Hluta af þeim vegi er enn verið að nota af skógrækt þeirra í Vogum á Vatnsleysuströnd, þar er vegurinn flottur og snyrtilegar grjóthleðslurnar sjást vel í vegkantinum enn rúmum 100 árum seinna, en í hinn endann sem ekki var notaður nema í nokkur ár og var hætt að nota fyrir nálægt 90 árum er það sem einu sinni var upphlaðinn vegur í köntunum með fínni möl á milli, hann er nú næstum ósýnilegur, aðeins mosavaxinn grjóthryggur í beinni línu og varla hægt að ganga þar í vegastæðinu sér til heilsubóta og viðra hundinn í leiðinni.
 
Hætt við að dýrasta ríkisframkvæmd fyrri tíma verði endanlega eyðilögð með friðun
 
Miðað við þann mikla fjölda af gömlum vegum og vegslóða sem ég hef fylgst með í gegnum árin þá tel ég það vera mistök að friða þennan sögufræga og margumtalaðasta veg Íslandssögunnar. Nær væri að reyna hinn kostinn, sem er að keyra veginn aðeins meira, sérstaklega þegar blautt er að vori í þeirri von að stórgrýtið sem hefur verið að koma upp úr veginum síðustu tuttugu ár vari niður og tjasla upp á hleðslurnar í handgerðu ræsunum til að leysingavatn fari þar aftur í gegn á vorin en skeri ekki veginn í sundur við hlið grjótræsanna. 
 
Að lokum vil ég sem áhugamaður um gamla vegi og vegslóða biðja Bláskógabyggð að íhuga alla aðra kosti aðra en friðun, sem ég tel vera eyðileggingu og lítilsvirðingu við meistaralega unnið verk.
 
Hjörtur L. Jónsson
Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...