Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hnífsblað og brot úr snældusnúð. /Myndir Minjastofnun.
Hnífsblað og brot úr snældusnúð. /Myndir Minjastofnun.
Fréttir 8. júní 2020

Riðuaðgerðir leiða til uppgötvunar fornleifa frá landnámsöld

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fornt og áður óþekkt bæjarstæði hefur uppgötvast vegna riðuhreinsunar Matvælastofnunar á bænum Grófargili í nágrenni Varmahlíðar. Þar fannst öskuhaugur og í honum hnífsblað, hnífsskaft, ýmsir járngripir, dýrabein, snældusnúður og grjót í eldstæði. Fornminjarnar eru frá því vel fyrir árið 980 af gjóskulögum að dæma.

í frétt á heimasíðu Mast segir að riða hafi greindist á Grófargili fyrr á þessu ári. Allt fé var sent í brennslu og annað sem talið var geta borið smit grafið á staðnum. Sá staður sem Matvælastofnun taldi heppilegastan fyrir riðugröf var nærri gömlum húsarústum sem vitnað var í örnefnaskrá. Ofan á rústunum stóð nautakofi sem þurfti að rífa og setja í riðugröf. Stofnunin hafði því samband við Minjastofnun sem fór fram á að fornleifafræðingur fylgdist með aðgerðum. Nautakofinn var rifinn án þess að raska rústunum.

Við gröft riðugrafar var fyrst gerður könnunarskurður í varúðarskyni sem leiddi í ljós mun eldri fornminjar, fornan öskuhaug. Aðgerðir voru stöðvaðar og fyrirhuguð riðugröf færð til. Við tók fornleifauppgröftur þar sem fornleifafræðingurinn fann fjölda muna, dýrabein og eldsprungna steina.

Aðgerðum er lokið og verða fornleifarnar færðar til Þjóðminjasafnsins að lokinni skýrslugerð fornleifafræðings.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f