Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Forseti á að vera fastur fyrir þegar á þarf að halda
Lesendarýni 23. maí 2016

Forseti á að vera fastur fyrir þegar á þarf að halda

Forseti Íslands er eini embættis­maður landsins sem er valinn af allri þjóðinni í beinum kosningum. Ég býð mig fram til þessa embættis vegna þess að ég hef skýrar hugmyndir um embættið sem ég vil fylgja eftir. Forseti á að vera fastur fyrir þegar á þarf að halda. 
 
Hann á að leiða erfið mál til lykta og tryggja að þjóðin eigi alltaf síðasta orðið í stærstu málum sem hana varðar. Um leið á forseti að standa utan og ofan við fylkingar í samfélaginu. Fólkið í landinu á að finna að hann sé ekki í liði með einum á móti öðrum. Forsetinn á að vera í nánum tengslum við alla landsmenn, sama í hvaða flokki þeir standa, hvar þeir búa, hvaðan þeir koma og hvaða menntunar þeir hafa aflað sér. Öllum á hann að vera óháður.
 
Í anda þeirra hugmynda sem ríktu þegar lýðveldið Ísland var stofnað 1944 á forseti að vera sameiningartákn þjóðarinnar og málsvari allra, einkum þeirra sem minna mega sín. Hinir efnaðri og voldugri eiga frekar að geta séð um sig sjálfir. Fyrri forsetar hafa mótað embættið eftir sínu höfði en innan þess ramma sem lög og hefðir skapa. Næsti forseti á að fylgja þessu fordæmi forvera sinna. Fyrst og fremst á forseti vera öllum óháður, hlýða eigin samvisku og þjóna öllum jafnt í landinu.
 
Hvað þýðir þetta í raun? Á forseti að taka afstöðu í hörðum deilumálum? Á hann að vera með eða á móti aðild að Evrópusambandinu? Á hann að styðja nýja stjórnarskrá? Hér gildir aftur sá mikilvægi grunnur að landsmenn verða að finna að forseti standi ekki einarðlega með einum hluta umbjóðenda sinna en skeyti engu um sjónarmið hinna. Forsetinn verður að vera þjóðhöfðingi allra Íslendinga, líka þeirra sem hann er ósammála. Um leið á forsetinn að tala máli allra á alþjóðavettvangi, benda á skiptar skoðanir og ólík sjónarmið. Þannig forðast forseti að tala með eða á móti boðskap og stefnu ríkisstjórnar hverju sinni. Hann er forseti stjórnar og stjórnarandstöðu, landsbyggðar og höfuðborgar, ungra sem aldinna, háskólafólks og verkafólks.
 
Framar öllu á forseti að tryggja að í stærstu málum sé tryggt að þjóðin eigi alltaf síðasta orðið. Þetta gildir um hugsanlega (en afar ólíklega) aðild að ESB, endurskoðun stjórnarskrár og önnur efni okkar daga. Næsti forseti þarf auk þess að styðja sérstaklega þá sjálfsögðu kröfu að skýr ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu að beiðni tilskilins fjölda kjósenda rati í stjórnarskrá. Í raun ætti forseti að stuðla að því að þær umræður sem orðið hafa á síðustu árum um endurskoðun stjórnarskrár verði leiddar til lykta, og aftur þannig að landsmenn allir eigi síðasta orðið.
 
Við göngum í sumar til forsetakosninga og seinna verður kosið til Alþingis. Gleymum því ekki hversu mikil forréttindi það eru að búa í lýðræðisríki þar sem við veljum okkur valdhafa en lútum ekki ofríki einræðisherra. Gleymum því ekki heldur að ágreiningur er í raun aðalsmerki þróaðs samfélags. Við deilum um smá mál og stór en látum ekki hnefaréttinn ráða. Í forsetakjöri verður tekist á um ólík sjónarmið, kosti og galla forsetaefna. Þá erum við öll jöfn og frjáls. Enginn getur gengið að fylgi vísu. Enginn getur reiknað sér stuðning ákveðinna stétta eða hópa. Fólk verður ekki rekið í rétt eða dregið í net.
 
Vonandi verða umræður næstu vikna um forsetamál fjörlegar, snarpar en málefnalegar. Í þeim anda hlakka ég til að ferðast um landið, hlusta á fólk og kynna mín sjónarmið. Fólkið velur forsetann, það eru gömul sannindi og ný.
 
Guðni Th. Jóhannesson,
forsetaframbjóðandi
Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar
Fréttir 8. júní 2023

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldinn var á Sauðárkróki þann 6. júní s...

Eftirmál riðuveiki
Fréttir 8. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum sam...

Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt ...

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...