Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Forgangsröðun í vistheimt
Fréttir 6. desember 2016

Forgangsröðun í vistheimt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mikilvægi vistheimtar er ört vaxandi nauðsyn og alþjóðlegir samningar í umhverfismálum krefjast aðgerða við endurheimt vistkerfa. Þar má nefna aðgerðaráætlun við samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sem stefnir að því að 15% raskaðra vistkerfa verði endurheimt fyrir 2020.
Markmið af þessu tagi kalla á vinnu við stefnumörkun. Vegna takmarkaðs fjármagns til stjórnunar náttúruauðlinda og í náttúruvernd er mikilvægt að forgangsraða þannig að fé sé nýtt sem best í þágu náttúrunnar.

Landgræðslan í norrænu samstarfi

Á heimasíðu Landgræðslu ríkisins segir að stofnunin hafi tekið þátt í norrænu og eistlensku samstarfsverkefni undir forystu Svía um forgangsröðun og áætlanir í vistheimt.
Verkefninu lauk nýlega með útgáfu rits sem kallast Restoration priorities and strategies; Restoration to protect biodiversity and enhance Green infrastructure: Nordic examples of priorities and needs for strategic solutions.

Tilgangur verkefnisins var að deila reynslu þátttökuþjóðanna af forgangsröðun og vistheimt. Ekki var ætlunin að taka saman heildaryfirlit um forgangsröðun í löndunum heldur frekar að sýna með dæmum mögulegar leiðir, ræða þær út frá fræðum um forgangsröðun við nýtingu lands og að leggja grunn að áframhaldandi vinnu um forgangsröðun í vistheimt á Norðurlöndunum.

Ólíkar leiðir hafa verið farnar í löndunum en helsta niðurstaðan var að engir staðlar eru til um forgangsröðun í vistheimt og jafnframt hefur mjög takmörkuð vinna farið fram um hvernig best sé að forgangsraða.

Slæmt ástand á Íslandi

Vegna slæms ástands vistkerfa á Íslandi eru mörg vistheimtarverk­efni sem æskilegt er að fara í. Því er mikilvægt hér á landi sem annars staðar að forgangsraða verkefnum og sú vinna sem fram fór í samstarfsverkefninu ætti að nýtast umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Landgræðslunni og öðrum aðilum sem koma að vistheimt við þá vinnu.

Samhliða vann sami hópur verk­efni undir stjórn Norðmanna um það hvernig Norðurlöndin gætu skipulagt vinnu til að bregðast við markmiðum sem tengjast vistheimt í aðgerðaráætlun samnings SÞ um líffræðilega fjölbreytni til 2020. Sérstaklega markmiðið um endurheimt 15% raskaðra vistkerfa. Þeirri vinnu lauk með útgáfu ritsins The Nordic Aichi restoration project; How can the Nordic countries implement the CBD-target on restoration of 15% of degraded ecosystems within 2020?

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...