Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Forgangsröðun í vistheimt
Fréttir 6. desember 2016

Forgangsröðun í vistheimt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mikilvægi vistheimtar er ört vaxandi nauðsyn og alþjóðlegir samningar í umhverfismálum krefjast aðgerða við endurheimt vistkerfa. Þar má nefna aðgerðaráætlun við samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sem stefnir að því að 15% raskaðra vistkerfa verði endurheimt fyrir 2020.
Markmið af þessu tagi kalla á vinnu við stefnumörkun. Vegna takmarkaðs fjármagns til stjórnunar náttúruauðlinda og í náttúruvernd er mikilvægt að forgangsraða þannig að fé sé nýtt sem best í þágu náttúrunnar.

Landgræðslan í norrænu samstarfi

Á heimasíðu Landgræðslu ríkisins segir að stofnunin hafi tekið þátt í norrænu og eistlensku samstarfsverkefni undir forystu Svía um forgangsröðun og áætlanir í vistheimt.
Verkefninu lauk nýlega með útgáfu rits sem kallast Restoration priorities and strategies; Restoration to protect biodiversity and enhance Green infrastructure: Nordic examples of priorities and needs for strategic solutions.

Tilgangur verkefnisins var að deila reynslu þátttökuþjóðanna af forgangsröðun og vistheimt. Ekki var ætlunin að taka saman heildaryfirlit um forgangsröðun í löndunum heldur frekar að sýna með dæmum mögulegar leiðir, ræða þær út frá fræðum um forgangsröðun við nýtingu lands og að leggja grunn að áframhaldandi vinnu um forgangsröðun í vistheimt á Norðurlöndunum.

Ólíkar leiðir hafa verið farnar í löndunum en helsta niðurstaðan var að engir staðlar eru til um forgangsröðun í vistheimt og jafnframt hefur mjög takmörkuð vinna farið fram um hvernig best sé að forgangsraða.

Slæmt ástand á Íslandi

Vegna slæms ástands vistkerfa á Íslandi eru mörg vistheimtarverk­efni sem æskilegt er að fara í. Því er mikilvægt hér á landi sem annars staðar að forgangsraða verkefnum og sú vinna sem fram fór í samstarfsverkefninu ætti að nýtast umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Landgræðslunni og öðrum aðilum sem koma að vistheimt við þá vinnu.

Samhliða vann sami hópur verk­efni undir stjórn Norðmanna um það hvernig Norðurlöndin gætu skipulagt vinnu til að bregðast við markmiðum sem tengjast vistheimt í aðgerðaráætlun samnings SÞ um líffræðilega fjölbreytni til 2020. Sérstaklega markmiðið um endurheimt 15% raskaðra vistkerfa. Þeirri vinnu lauk með útgáfu ritsins The Nordic Aichi restoration project; How can the Nordic countries implement the CBD-target on restoration of 15% of degraded ecosystems within 2020?

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f