Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ritstjórn LífsKrafts við útkomu bókarinnar Fokk – ég er með krabbamein!
Ritstjórn LífsKrafts við útkomu bókarinnar Fokk – ég er með krabbamein!
Líf og starf 20. febrúar 2019

Fokk – ég er með krabbamein!

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, hélt útgáfuhóf á Kaffi Flóru í gær, mánudaginn 4. febrúar, á Alþjóðlegum degi gegn krabbameinum. Haldið var upp á að búið er að endurútgefa bókina LífsKraftur í algjörlega nýrri mynd. 
 
Fjölmargir kíktu í hófið og þar á meðal frú Vigdís Finnbogadóttir, sem er verndari Krabbameinsfélags Íslands, en Kraftur er einmitt eitt af aðildarfélögum þess. Skiptir bókin miklu máli og auðveldar fólki að fóta sig í hvað gera þurfi þegar fólk greinist með krabbamein. 
 
„LífsKraftur hefur fengið þvílíka andlitslyftingu,“ sagði Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, í útgáfuteitinu.
 
Bókin á erindi til allra
 
Hulda sagði í samtali við Bændablaðið að í bókinni megi finna hagnýt ráð til allra, bæði sjúklinga og aðstandenda, og leiðbeiningar um hvert skref. Þetta varði í raun alla Íslendinga, því þriðji hver landsmaður greinist einhvern tíma á lífsleiðinni með krabbamein.  
 
„Bókin kom fyrst út árið 2003 en þar sem Kraftur er 20 ára í ár ákváðum við að endurskrifa hana með það í huga að hún höfðaði betur til ungs fólks, gera hana myndrænni og láta hana svara auðveldlega spurningum sem koma upp í huga fólks þegar það greinist með krabbamein eða þegar ástvinur greinist. Undirtitill bókarinnar hittir beint í mark þó hann sé vissulega ögrandi líka en hann er Fokk ég er með krabbamein!, sem er jú kannski fyrsta hugsunin sem kemur upp þegar maður fær svona fréttir,“ sagði Hulda enn fremur.
 
LífsKraftur inniheldur hagnýtar upplýsingar fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, aðstandendur þeirra og vini. Tilgangur þessarar útgáfu er að safna saman á einn stað upplýsingum, fræðsluefni og bjargráðum sem koma að gagni fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur. Allir sem greinast með krabbamein á aldrinum 18–45 ára og fjölmargir fleiri fá bókina afhenta sér að kostnaðarlausu en hún liggur einnig frammi á öllum spítölum landsins. Einnig er bókin inni á vefsíðu Krafts, www.kraftur.org. 
 
Heilbrigðisstofnanir og aðrir geta sett sig í samband við Kraft til að fá bókina senda til sín. 
Allar nánari upplýsingar veitir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, í síma 866-9600 eða í tölvupósti hulda@kraftur.org og hún hvetur fólk til að hafa samband ef það vill fá bókina senda. 
Enginn fastur opinber stuðningur
 
Hulda segir Kraft vera rekið á velvilja fyrirtækja, stofnana og einstaklinga en fái ekki föst opinber framlög. Þeir sem óska þess er hins vegar gefinn kostur á að styrkja félagið með mánaðarlegum greiðslum. Varðandi útgáfu LífsKrafts-bókarinnar þá fékkst um tveggja milljóna króna styrkur frá velferðarráðuneytinu til þess verkefnis. 
 
Njótum mikils velvilja
 
„Við njótum mikils velvilja og gætum ekki haldið uppi okkar starfsemi án þess. Armböndin hafa verið okkar helsta söluvara til að styrkja starfsemina. Fólk hefur þá verið að koma saman og perla armbönd undir yfirskriftinni „Lífið er núna“. Það er ánægjulegt hvað þetta hefur gengið vel og hefur gert það að verkum að við höfum getað bætt þjónustuna við okkar félagsmenn.“
 
Margvíslegur stuðningur við sjúklinga
 
Hulda segir að félagsmenn Krafts séu um 750 talsins. Þeim sé veittur bæði andlegur og fjárhagslegur stuðningur eftir því sem hægt er. Þar sé til taks neyðarsjóður sem veiti fólki stuðning til að takast á við fjárhagslega erfiðleika sem geti komið upp þegar það veikist. Þá sé félagsmönnum boðið upp á sálfræðiþjónustu og þeir geti sótt um styrk til lyfjakaupa sem Apótekarinn ber kostnað af. – „Þannig getur fólk sótt lyf í útibú Apótekarans sér að kostnaðarlausu,“ segir Hulda. 
 
„Við erum líka að veita fólki jafningjastuðning og erum með starfandi stuðningshópa. Einnig erum við með endurhæfingarhóp sem heitir Fítonskraftur þar sem fólk getur komið saman og æft sig eftir meðferð. Í haust vorum við svo að byrja með markþjálfa sem gefur þjónustu sína til okkar félagsmanna. Þá vorum við líka að byrja með jóganámskeið fyrir okkar félagsmenn og þannig er alltaf eitthvað á döfinni,“ segir Hulda.
 
Frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari Krabbameinsfélags Íslands, mætti í útgáfuhófið  á Kaffi Flóru. 

5 myndir:

Skylt efni: Kraftur

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...