Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fluguveiði
Á faglegum nótum 24. apríl 2017

Fluguveiði

Höfundur: Jóhannes F. Halldórsson

Hluti landsmanna er haldinn ólæknandi áhuga, dellu, á fiskveiði. Loksins eftir langan vetur er kominn tími á að teygja úr sér, braka í öllum liðamótum og dusta rykið af veiðigræjunum.

Fyrsti apríl markar nefnilega upphaf nýs stangveiðitímabils. Fólk smeygir sér í vöðlurnar, fer í öll föt sem til eru heimilinu, raðar á sig mörgum kílóum af veiðigræjum og hleypur apríl út í næsta straumvatn í misgáfulegum veðrum.

Fræðimönnum kemur að mestu saman um að fyrstu heimildir um fluguveiði komi frá Rómverja einum sem uppi var á annarri öld, þar lýsir hann aðferðum makedónskra veiðimanna við ána Astraeus. Í þessum heimildum er talað um öngla sem veiðimennirnir höfðu vafið rauðri ull utan um. Mögulega hafa þeir verið að hnýta forföður rauðs Frances, ef menn þekkja það.

Fyrir utan þetta var lítið skrifað um fluguveiðar allt þar til bresk nunna gaf út bók í Bretlandi árið 1496. Bókin innihélt leiðbeiningar um stangargerðir, línur, smíði öngla og mismunandi gerðir flugna. Árið 1613 var svo gefin út bók eftir Breta að nafni John Dennys og þar kom fyrst fram hugtakið flugukast. Undir lok þessarar aldar hannaði maður að nafni Charles Kirby önglana sem við þekkjum í dag.

Á 17. öld fór boltinn að rúlla fyrir alvöru. Menn fóru að tileinka sér og þróa aðferðir sem höfðu komið fyrir í bókum 16. aldar. Stangir fóru að þróast út í það sem við þekkjum í dag. Lykkjurnar á stönginni komu fram sem gáfu mönnum aukna stjórn á línunni og marghluta stangir úr bambus komu fram um miðja öld ásamt því sem fyrsta nútíma fluguhjólið, sem kallað er Nottingham-hjólið, var smíðað í Bretlandi og varð mjög vinsælt meðal breskra veiðimanna.

Seinni hluti 18. aldar var sérstaklega ánægjulegur tími fyrir veiðimenn. Búnaður var alltaf að batna og ný efni voru notuð í stangir sem gerði mönnum kleift að kasta silkilínum í vindi lengri vegalengdir en áður hafði þekkst með línum úr hrosshárum. Samhliða þessu varð fluguveiðin að bransa og upp fóru að spretta veiðibúðir sem seldu stangir, flugur og fleira sem veiðimenn bráðvantar til að stunda sportið. Iðnbyltingin setti að sjálfsögðu sitt mark á fluguveiðina og losaði veiðimenn til dæmis við mikla og tímafreka vinnu við vefnað á sínum eigin flugulínum.

Eins og með margt annað var fluguveiðin einungis á færi yfirstéttarfólks í langan tíma. Þetta breyttist þegar vinnudagurinn eins og við þekkjum hann í dag var að taka á sig mynd og milli- og lágstéttarfólk fór að hafa frítíma. Lestarsamgöngur í Bretlandi gerðu Englendingum kleift að ferðast um og nýta frítíma sinn til veiða, bæði í sjó og ám. Á árunum eftir seinna stríð komu svo fram á sjónarsviðið ódýrar veiðistangir úr trefja­plasti, línur úr gerviefnum og annar búnaður eins og við þekkjum hann í dag.

Semsagt, fyrsti apríl loksins kominn eftir langa bið. Allt sumarið fram undan og sá stóri situr þarna úti og bíður eftir okkur.

 

Skylt efni: veiði

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...