Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Rennt fyrir fisk á Hafravatni fyrir tveimur árum, veiðin var einn og einn fiskur.
Rennt fyrir fisk á Hafravatni fyrir tveimur árum, veiðin var einn og einn fiskur.
Mynd / G. Bender
Í deiglunni 6. desember 2017

Fleiri veiðimenn leggja stund á dorgveiði

Höfundur: Gunnar Bender
„Mér finnst þeim fjölga sem leggja stund á dorgveiði, þetta er skemmtilegt sport og styttir biðina eftir að veiðitíminn byrji fyrir alvöru,“ sagði veiðimaður sem ég hitti í veiðibúð  fyrir fáum dögum. Hann meinti greinilega hvert orð sem hann sagði.
 
„Maður fer um leið og ísinn er orðinn nógu traustur, hann er að verða það sums staðar núna, bíð spenntur. En biðin styttist, ég fer mest á Hafravatn, upp í Svínadal og austur fyrir fjall. Þú kemur bara með á dorg í vetur, Bender,“ sagði veiðimaður sem sagðist hafa veitt á stöng fyrir fimm árum á aðfangadag og fékk fisk. 
„Ísinn er orðinn traustur, eins og á Meðalfellsvatni,  en enginn er samt farinn að veiða á vatninu ennþá,“ sagði Sigurþór Gíslason á Meðalfelli þegar Meðalfellsvatn bar á góma. 
 
Veiðimenn voru á Hafravatni fyrir fáum dögum, en voru reyndar ekki að dorga heldur með stöng. Það var smá vök en veiðin gekk rólega og kalt var í veðri og ég skildi ekki orð af því sem veiðimennirnir ræddu um. 

Skylt efni: dorgveiði

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...