Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Rennt fyrir fisk á Hafravatni fyrir tveimur árum, veiðin var einn og einn fiskur.
Rennt fyrir fisk á Hafravatni fyrir tveimur árum, veiðin var einn og einn fiskur.
Mynd / G. Bender
Í deiglunni 6. desember 2017

Fleiri veiðimenn leggja stund á dorgveiði

Höfundur: Gunnar Bender
„Mér finnst þeim fjölga sem leggja stund á dorgveiði, þetta er skemmtilegt sport og styttir biðina eftir að veiðitíminn byrji fyrir alvöru,“ sagði veiðimaður sem ég hitti í veiðibúð  fyrir fáum dögum. Hann meinti greinilega hvert orð sem hann sagði.
 
„Maður fer um leið og ísinn er orðinn nógu traustur, hann er að verða það sums staðar núna, bíð spenntur. En biðin styttist, ég fer mest á Hafravatn, upp í Svínadal og austur fyrir fjall. Þú kemur bara með á dorg í vetur, Bender,“ sagði veiðimaður sem sagðist hafa veitt á stöng fyrir fimm árum á aðfangadag og fékk fisk. 
„Ísinn er orðinn traustur, eins og á Meðalfellsvatni,  en enginn er samt farinn að veiða á vatninu ennþá,“ sagði Sigurþór Gíslason á Meðalfelli þegar Meðalfellsvatn bar á góma. 
 
Veiðimenn voru á Hafravatni fyrir fáum dögum, en voru reyndar ekki að dorga heldur með stöng. Það var smá vök en veiðin gekk rólega og kalt var í veðri og ég skildi ekki orð af því sem veiðimennirnir ræddu um. 

Skylt efni: dorgveiði

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...