Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og prófessor í sýklafræði,
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og prófessor í sýklafræði,
Fréttir 4. október 2018

Fjölónæmar bakteríur í innfluttu grænmeti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýlegri rannsókn voru tekin 416 grænmetis- og berjasýni í helstu verslunum á höfuðborgarsvæðinu og hjá innflutnings- og dreifingar­fyrirtæki. Bakteríur ræktuðust í 111 sýnum og í 14 sýnum af inn­fluttu grænmeti fundust bakteríur sem eru ónæmar fyrir fimm eða fleiri sýklalyfjum.

Engar fjölónæmar bakteríur fundust í íslensku sýnunum, það er að segja ónæmar fyrir þremur eða fleiri sýklalyfjaflokkum. Af sýn­unum 416 voru 288 sýni erlend og 127 innlend. Þetta er í fyrsta sinn sem grænmeti til sölu hér á landi er rannsakað með sýklalyfjanæmi baktería í huga. 

Rannsóknin var hluti af meist­ara­verkefni Guðnýjar Klöru Bjarna­dóttur, lífeindafræðings við lækna­deild Háskóla Íslands og var Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og prófessor í sýklafræði, leiðbeinandi hennar.

Svipað magn af bakteríum

Guðný Klara Bjarnadóttir segir að niðurstaða rannsóknarinnar sé góð bæði hvað varðar innlent og erlent grænmeti. „Í heildina mældist svipað mikið magn af bakteríum í innlenda og erlenda grænmetinu, hins vegar fundust einungis bakteríur með áunnið ónæmi í því erlenda.“

Ástandið gott

„Ástandið er betra en við áttum von á,“ segir Karl, „sérstaklega hvað varðar E. coli mengun og fannst bakterían einungis í sex sýnum sem bendir til þess að ástandið sé frekar gott. Önnur baktería, sem kallast Enterobacter cloacae, var langalgengust. Hún reyndist í 14 innfluttum grænmetissýnum vera með áunnið ónæmi fyrir einum til fjórum sýklalyfjum. Þetta er umhverfisbaktería og algeng á grænmeti og yfirleitt skaðlaus. Hún er náskyld E. coli bakteríunni og Salmonellu og getur tekið sér bólfestu í þörmum þess sem borðar mengað grænmeti og þar getur áunnið ónæmið flust yfir í aðrar gerðir baktería í þörmunum. Slíkt er skaðlaust fyrir heilbrigða einstaklinga en getur mögulega haft alvarlegar afleiðingar sýkist viðkomandi einstaklingur og þarf að nota sýklalyf.“

Karl segir að til þess að bakterían geti borist í innlent grænmeti þurfi það að komast í beina snertingu við erlent mengað grænmeti til dæmis ópakkað í grænmetisborðum verslana.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.