Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og prófessor í sýklafræði,
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og prófessor í sýklafræði,
Fréttir 4. október 2018

Fjölónæmar bakteríur í innfluttu grænmeti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýlegri rannsókn voru tekin 416 grænmetis- og berjasýni í helstu verslunum á höfuðborgarsvæðinu og hjá innflutnings- og dreifingar­fyrirtæki. Bakteríur ræktuðust í 111 sýnum og í 14 sýnum af inn­fluttu grænmeti fundust bakteríur sem eru ónæmar fyrir fimm eða fleiri sýklalyfjum.

Engar fjölónæmar bakteríur fundust í íslensku sýnunum, það er að segja ónæmar fyrir þremur eða fleiri sýklalyfjaflokkum. Af sýn­unum 416 voru 288 sýni erlend og 127 innlend. Þetta er í fyrsta sinn sem grænmeti til sölu hér á landi er rannsakað með sýklalyfjanæmi baktería í huga. 

Rannsóknin var hluti af meist­ara­verkefni Guðnýjar Klöru Bjarna­dóttur, lífeindafræðings við lækna­deild Háskóla Íslands og var Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og prófessor í sýklafræði, leiðbeinandi hennar.

Svipað magn af bakteríum

Guðný Klara Bjarnadóttir segir að niðurstaða rannsóknarinnar sé góð bæði hvað varðar innlent og erlent grænmeti. „Í heildina mældist svipað mikið magn af bakteríum í innlenda og erlenda grænmetinu, hins vegar fundust einungis bakteríur með áunnið ónæmi í því erlenda.“

Ástandið gott

„Ástandið er betra en við áttum von á,“ segir Karl, „sérstaklega hvað varðar E. coli mengun og fannst bakterían einungis í sex sýnum sem bendir til þess að ástandið sé frekar gott. Önnur baktería, sem kallast Enterobacter cloacae, var langalgengust. Hún reyndist í 14 innfluttum grænmetissýnum vera með áunnið ónæmi fyrir einum til fjórum sýklalyfjum. Þetta er umhverfisbaktería og algeng á grænmeti og yfirleitt skaðlaus. Hún er náskyld E. coli bakteríunni og Salmonellu og getur tekið sér bólfestu í þörmum þess sem borðar mengað grænmeti og þar getur áunnið ónæmið flust yfir í aðrar gerðir baktería í þörmunum. Slíkt er skaðlaust fyrir heilbrigða einstaklinga en getur mögulega haft alvarlegar afleiðingar sýkist viðkomandi einstaklingur og þarf að nota sýklalyf.“

Karl segir að til þess að bakterían geti borist í innlent grænmeti þurfi það að komast í beina snertingu við erlent mengað grænmeti til dæmis ópakkað í grænmetisborðum verslana.

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...