Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Meri Remes og Eyðfinnur í Búðini frá Færeyjum, til vinstri, og Sigert Patursson, formaður Færeyska bóndafélagsins til hægri.
Meri Remes og Eyðfinnur í Búðini frá Færeyjum, til vinstri, og Sigert Patursson, formaður Færeyska bóndafélagsins til hægri.
Mynd / smh
Líf&Starf 12. apríl 2018

Finnar geta lært af verklaginu við Búnaðarþing

Höfundur: smh
Við setningu Búnaðarþings 2018 á dögunum, vakti ræða hinnar finnsku Meri Remes nokkra athygli en hún færði íslenskum bændum kveðjur frá norrænu bændasamtökunum á reiprennandi íslensku. Guðný Helga Björnsdóttir frá Bessastöðum stjórnaði samkundunni og kynnti Meri inn sem fyrrverandi vinnukonu hjá Guðrúnu Lárusdóttur og Þórarni Leifssyni í Keldudal í Skagafirði. 
 
Meri færði Bændasamtökum Íslands finnska lopasokka, svo þeim myndi farnast vel í því að standa í fæturna gagnvart dómi EFTA-dómstólsins um afnámi frystiskyldunnar á innfluttu kjöti og heimildinni til innflutnings á ferskum eggjum og ógerilsneyddri mjólk. 
 
Fannst landið og náttúran sérstaklega spennandi
 
Meri kom fyrst til Íslands 15 ára gömul, þegar hún dvaldi í um ár á Eskifirði sem skiptinemi. Hún hafði smitast af áhuga móður sinnar sem var á Íslandi í eitt ár og starfaði sem sjúkraþjálfari í kringum árið 1975.„Ég ólst upp við sögur af Íslandi, fögru og ört breytilegu umhverfinu – og menningunni sem kennir sínu fólki að lifa af og með náttúrunni. Hún mamma kom líka með bækur. Mér fannst landið og náttúran sérstaklega spennandi. Ég ólst upp við þessar sögur og ég held ég hafi verið átta ára þegar ég ákvað að koma til Íslands.
 
Þegar ég var sem skiptinemi á Eskifirði fékk ég að eltast við rollur upp á fjöllum og koma heim í dásamlega bragðgóða kjötsúpu. Ég fékk að heimsækja bæi og var í viku hjá hreindýrabónda á Jökuldalnum.
 
Það var æðislegt að vera á Eskifirði og rosalega vel tekið á mót mér – mér fannst eins ég hefði hreinlega verið ættleidd. 
 
Þetta var á þeim tíma þegar það þótti dálítið sérstakt að vera útlendingur á Íslandi,“ segir Meri um fyrstu áhrifin af Íslandi.
 
Fann bændataugina í Keldudal
 
Svo liðu nokkur ár hjá Meri í Finnlandi, þar sem hún innritar sig meðal annars í nám í Búvísindum – en hún á hins vegar engin bein tengsl í búskap. „Ég las svo í stúdentablaði um einhvern bóndabæ á Íslandi sem hefði tekið til sín finnska búvísindanema í verknámi – en það er skylda að ljúka slíku námi á þessari námsbraut. Þetta reyndist vera Keldudalur í Skagafirði. Þar sem að ég hafði alltaf verið að hugsa um það að fara aftur til Íslands fannst mér tilvalið að hafa sambandi við þau og athuga hvort það væri möguleiki á að taka verknámið þar. Sem betur fer eru þetta hugrökk hjón og þau tóku þessa áhættu með mig, en ég hafði engin sveitastörf unnið þegar ég kom í Keldudal. Ég er rosalega þakklát þeim fyrir að hafa leyft mér að vinna þarna um sumarið, því mér fannst þetta vera algjört ævintýri. Svo hefur þessi reynsla nýst mér mjög vel seinna, því þau treystu mér fyrir ótrúlegustu verkum. Þau voru mér líka mjög góðir kennarar. Þar fékk ég í viku að vera „platbóndi“ og upplifa smávegis hvernig það er að reka býli. 
 
Ef það hefði ekki verið fyrir þau mörg mörg ævintýri og ótrúlegan fjölda af góðu, hjálpsömu og vingjarnlegu fólki sem ég fékk að hitta á Íslandi – myndi ég aldrei hafa stigið það skref í lífinu sem leiddi til þess að ég fór að læra um og starfa vid landbúnað. 
 
Mér líkaði reyndar svo vel að ég kom aftur annað sumar til að vinna hjá þeim.“
 
Það var fleira en sögurnar frá móður Meri sem tældu hana til Íslands. Hún sá mynd af manni í stóðréttum sem heillaði hana mjög. „Það var þessi maður, sem sannfærði mig um að Ísland væri fyrir mig. Hann hefur margt að svara fyrir. Ef það er einhver sem þekkir hann, þá má hann endilega færa honum góðar kveðjur frá mér. Væri voða gaman að vita hver hann er,“ segir Meri. 
 
Hver er maðurinn í stóðréttunum?
 
En það voru ekki bara sögurnar sem mamma Meri sagði henni um Ísland – og náttúran – sem tældu hana til Íslands. Hún sá mynd af manni í stóðréttum sem heillaði hana mjög. „Það var þessi maður, sem sannfærði mig um að Ísland væri fyrir mig. Hann hefur margt að svara fyrir. Ef það er einhver sem þekkir hann, þá má hann endilega færa honum góðar kveðjur frá mér. Væri voða gaman að vita hver hann er.“ Myndin sem hér fylgir er út bókinni Stallion of the North – The Unique Story of the Iceland Horse, eftir Sigurð A. Magnússon með myndum eftir Guðmund Ingólfsson og fleiri. Maðurinn sem Meri á við er sá í rauðu peysunni, til vinstri. 
 
Eftir að Meri lauk námi var hún á þvælingi hér og þar; meðal annars við nám og störf í Níkaragva, á Nýja-Sjálandi, í Kanada hjá landbúnaðarráðuneytinu – og í öðrum Norðurlandaríkjum. „Svo er ég búin að vera hér í Finnlandi í sex ár núna og hef meðal annars starfað hjá finnsku bændasamtökunum meðfram meistaranáminu, sem ég er nýbúin að klára.“
 
Vinnur með ungum bændum
 
„Mitt verksvið hjá finnsku Bændasamtökunum er ungir bændur – eða þeir sem eru yngri en 35 ára. Við erum ekki með nein sérstök samtök fyrir þennan aldurshóp, eins og er á Íslandi til dæmis. Þar koma mörg verkefni upp á borð, til dæmis kynslóðaskipti og ýmis félagsleg viðfangsefni. 
 
Mér finnst það kostur við mitt starf að ég fæ að vinna við svo fjölbreytt verkefni; til að mynda bæði með grænmetisbændum og kúabændum. 
 
Ég er mikið að fást við verkefni sem snúa að framtíðinni, en einnig spurningar um lífsgæði. Annars er okkar kerfi mjög sérhæft og starfsmenn sinna mjög afmörkuðum sviðum,“ segir Meri. 
 
Lærdómsríkt Búnaðarþing 2018
 
„Það var mjög mikilvægt fyrir mig að koma til Íslands núna á Búnaðarþingi og sjá hvernig vinnan á því fer fram. Finnar geta lært ýmislegt af því. Ég var mjög hrifin af því hversu mikill hluti starfsins á þinginu á sér stað í samvinnu þingfulltrúanna – og reyndar ekki bara á þinginu heldur líka undirbúningsvinna fyrir þingið, áður en málin eru lögð fram,“ segir Meri full aðdáunar. Hún hvetur líka Íslendinga til að standa í fæturna varðandi viðbrögð í svokölluðu hráakjötsmáli – í kjölfar EFTA-dómsins frá því nóvember síðastliðnum. 
 
„Ef þessi dómur nær óbreyttur fram að ganga þá er verið að stofna í hættu einhverju sem er svo sérstakt að það verður að vernda – og þá er ég að tala um íslenska búféð og sjúkdómastöðuna á Íslandi.
 
Ef ég mætti nefna eitt sem ég myndi vilja færa frá Finnland og yfir til Íslands, hvað varðar bændur og landbúnaðinn, þá væri það finnska afleysingakerfið. Ekki óbreytt, heldur aðlagað íslenskum aðstæðum. 
Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir bændur að geta átt frí annað slagið og búið við öruggi ef veikindi koma upp. 
 
Afleysingakerfið eykur lífsgæði bænda, það er ekki spurning, en um leið gefur það nemendum og tilvonandi bændum frábært tækifæri til að kynnast fjölbreyttum búskap og starfsaðferðum,“ segir Meri þegar hún er spurð um það sem Íslendingar geti lært af finnskum starfssystkinum sínum. 
 

5 myndir:

Refaveiði í Skaftárhreppi
Fréttir 19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Skýrsla um raunveruleikann
18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Subbu-Jobbi
18. september 2024

Subbu-Jobbi

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi
19. september 2018

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi

Refaveiði í Skaftárhreppi
19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi