Fimmlemba í Skarði – hefur átt 37 lömb
Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ærin Dimma á bænum Skarði í Landsveit hjá Guðlaugu Berglindi Guðgeirsdóttur og Erlendi Ingvarssyni er alvöru kynbótakind því hún hefur átt 37 lömb í gegnum tíðina.
Dimma, sem er tíu vetra gömul, bar nýlega fimm fallegum lömbum. Ellefu af lömbum Dimmu hafa verið sett á.
Meðalfallþungi hjá Dimmu er 18 kg, 10.3 fyrir gerð og 6.8 fyrir fitu. Í Skarði eru 1.050 kindur á fóðrum og þar er reiknað með um 1.800 lömbum í sauðburði vorsins.
Um síðustu helgi áttu um 300 ær eftir að bera.