Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fiat Panda Cross fjórhjóladrifinn smábíll
Mynd / HLJ
Fræðsluhornið 13. febrúar 2017

Fiat Panda Cross fjórhjóladrifinn smábíll

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Laugardaginn 28. janúar var Íslensk-Bandaríska ehf. (oftast nefnt Ís-Band) með stórsýningu á nýjum Fiat og Jeep bílum í Mosfellsbæ.
 
Það var fjöldi gesta að prófa bíla hjá þeim og var ég meðal þeirra. Bíllinn sem ég prófaði var fjórhjóladrifinn Fiat Panda Cross, tveggja strokka bíll með 900cc. vél sem skilar 90 hestöflum.
 
Þarf mikið til að festa bílinn í snjó ef farið er rólega
 
Prufuaksturinn hjá mér var óvenju stuttur í kílómetrum, en alls ók ég bílnum rétt tæpa 100 km á meðalhraða upp á 37 km á klukkustund (mest innanbæjar og slóðaakstur í þæfingssnjó). 
Að keyra svona léttan og fjórhjóladrifinn bíl í snjó er svolítið sérstakt. Mér fannst hreint ótrúlegt hvað hægt var að komast á bílnum í snjó og þrátt fyrir einbeittan brotavilja í að festa mig í snjónum tókst mér alltaf að rugga bílnum lausum og halda áfram. Tveggja strokka 900cc. vélin hefur ekki mikið tog til að lulla sér áfram í snjónum og fyrir vikið stoppaði bíllinn alltaf mátulega þegar maður var við það að festa sig (spurning um hvort þetta sé kostur eða ókostur). Í hvert sinn sem ég stoppaði þurfti bara að bakka aðeins og byrja upp á nýtt og þá komst maður alltaf aðeins lengra.
 
Eftir snjóæfingarnar prófaði ég bílinn á holóttum malarvegi og þrátt fyrir að bíllinn sé bæði léttur og stuttur fannst mér glettilega gott að keyra hann á holóttum veginum. Fjöðrunin er ekkert rosa löng, en er að skila vel sínu hlutverki þar sem maður finnur lítið fyrir holum inn í bílinn. 
 
Sérstakt hljóð í tveggja strokka vélinni
 
Uppgefin eyðsla á Fiat Panda Cross í blönduðum akstri er 4,9 lítrar á hundraðið, en sennilega er erfitt að ná þeirri eyðslu á blönduðu eldsneyti með etanóli eins og er á flestum bensínsölustöðum. Næstum allir bensínbílar eyða töluvert meiru eldsneyti á etanólblönduðu eldsneyti og þá sérstaklega litlir mótorar, en eyðslan fer oft upp um 0,5–2 lítra á hverja ekna 100 km á íblönduðu bensíni.
 
Bíllinn var prófaður á vegslóða í töluverðum snjó, nokkrar brekkur og mikið af beygjum var á slóðanum þannig að ég var mest í fyrsta eða öðrum gír, skakandi bílnum fram og aftur í sköflum. Þegar ég skilaði bílnum hafði ég ekið 97 km og meðaleyðsla mín var 8,4 á hundraðið. Mér fannst það lítil eyðsla miðað við hvað ég hafði verið að gera á bílnum. 
 
Lítil tveggja strokka vélin gefur lítið tog og þarf helst að skipta um gír áður en maður kemur að brekku til að halda ferðinni sem þýðir að vélin þarf helst að vera á góðum snúning og að snúa mikið tveggja strokka vél finnst örugglega mörgum að vélin gefi frá sér sérstakt hljóð. Mín eyðsla var því töluvert langt frá uppgefinni eyðslu, en samt minni en ég hefði haldið að hann hefði átt að eyða við það sem ég var að gera.
 
Vél, drifbúnaður og ýmislegt annað
 
Fimm ára ábyrgð er á öllum Fiat bílum, en Fiat Panda 4X4 er á verði frá 2.890.000, en bíllinn sem prófaður var heitir Cross og kostar 2.990.000. Tveggja strokka bensínvélin er 900cc. og á að skila 90 hestöflum, sex gíra beinskiptur. 
 
Í Cross bílnum er takki til að bæta aksturseiginleika í torfærum sem er tregðulæsing, einnig er sérstök stilling til að fara niður mjög brattar brekkur sem virkar eins og bremsa þegar farið er niður. Það hindrar að vélin fari upp á snúning og gefur betra grip á hjólin niður mikinn bratta. 
 
Farangursrými er 225 lítrar með sætin uppi, varadekkið er það sem ég kalla aumingi.
 
Sætin frammi í bílnum eru góð, en það er óþægilega þröngt fyrir þrjá fullorðna í aftursætunum.  Persónulega hefði mér fundist nóg að þessi bíll væri skráður fyrir fjóra en ekki fimm eins og hann er. Hægt er að nálgast meiri upplýsingar um Fiat á vefsíðunni www.isband.is.
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Þyngd 1.165 kg
Hæð 1.660 mm
Breidd 1.640 mm
Lengd 3.700mm
Bensíntankur 37 lítrar
 
 

 

7 myndir:

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...