Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa sig fyrir endurreisnina í Ratsjánni
Mynd / Íslenski ferðaklasinn
Fréttir 12. janúar 2021

Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa sig fyrir endurreisnina í Ratsjánni

Höfundur: smh

Um þessar mundir er verkefnið Ratsjáin að leggja af stað, sem er hugsað fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu og tengdum atvinnugreinum til að gera þeim betur kleift að takast á við þær áskoranir sem ferðaþjónustan stendur frammi fyrir á COVID-19 tímum.  Í Ratsjánni verður þannig unnið að því að auka yfirsýn, nýsköpunarhæfni og getuna, í greinunum, til að þróa vörur og þjónustu.

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, segir eina af grundvallarspurningunum sem íslensk ferðaþjónsta þurfi að svara sé hvernig íslensk fyrirtæki ætli að mæta til leiks eftir þennan faraldur. „Það mun ráða úrslitum um það hvort okkur muni takast að byggja upp samkeppnishæfa ferðaþjónustu sem þekkt verður á heimsmælikvarða fyrir faglega þjónustu, sjálfbærni, verndun náttúruauðlinda og íbúa sem verða stoltir gestgjafar fólks alls staðar að úr heiminum.“

Mikilvægt að koma vel undirbúin til leiks

Hún segir að ekki sé nóg að fyrirtækin mæti bara til leiks. „Stjórnvöld spila stóran þátt með viðspyrnuaðgerðum og stuðningsumhverfið og menntastofnanir einnig með góðum og uppbyggjandi menntunarúrræðum, þjálfun og hæfni. 

Íslenski ferðaklasinn er alls ekki undanskilinn þegar kemur að stuðningsumhverfi og úrræðum til að bjóða fyrirtækjum upp á. Í samstarfi við RATA, sem sérhæfir sig í að efla einstaklinga við að hámarka árangur sinn, og tengiliði frá sjö landshlutasamtökum, Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi, Suðurlandi og Reykjanesi, bjóðum við upp á Ratsjána, sem er 16 vikna nýsköpunarhraðall  til að efla stjórnendur í ferðaþjónustu og tengdum greinum.  Að hámarki 12 fyrirtæki á hverju svæði taka þátt og munu læra hvert af öðru og miðla sinni dýrmætu reynslu, finna stuðning frá jafningjum og sameiginlega stíga inn í nýja tíma með öll þau vopn á hendi sem þarf til að skara fram úr,“ segir Ásta Kristín.

Fjarfundir á tveggja vikna fresti

Þátttakendurnir munu hittast á tveggja vikna fresti á sameiginlegum vinnustofum á fjarfundum þar sem kafað verður í kjarna þeirra verkfæra sem fyrir valinu verða. Á milli sameiginlegu vinnustofanna er haldinn svæðisbundinn heimafundur sem er í umsjón landshlutanna sjálfra. Þar verður farið nánar yfir efnistök frá sameiginlegum fundi og unnið með sérstöðu hvers svæðis fyrir sig á þeirra forsendum.

Viðfangsefni valin með þátttakendum

Viðfangsefni og dagskrá Ratsjárinnar verða að vissu leyti mótuð í samstarfi við þátttakendur, en tekur mið af þeim áskorunum sem rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu stendur frammi fyrir. Meðal þeirra efnisþátta sem verða í boði eru nýsköpun og vöruþróun, markaðsmál og markhópar, sjálfbærni og ábyrg ferðaþjónusta, stafræn þróun og tæknibylting fyrirtækja, breyttir tímar og tækifærin – kaupákvörðunarhringurinn, draumur stofnenda – tilgangur og markmiðasetning, heimasíður – hvernig skarar síðan mín fram úr?, jákvæð sálfræði, breytingastjórnun, endurhugsaðu viðskiptamódelið, skapandi hugsun sem verkfæri til framfara, samkeppnishæfni og sérstöðugreining.

Ratsjáin hefst með formlegum hætti nú í janúar og stendur til 16. apríl. Frekari upplýsingar um Ratsjána er að finna á vef Íslenska ferðaklasans (icelandtourism.is). 

Verkefnið um Ratsjána var fyrst sett af stað í samstarfi Ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar árið 2016 en hefur notið stuðnings frá Byggðaáætlun frá 2019. Í ljósi breyttra tíma mun Ratsjáin 2021 miða að því að vera svæðisbundin en samtengd í senn og er því töluvert frábrugðin upprunalega verkefninu. 

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri
Íslenska ferðaklasans.

Hallar á landbúnað í fyrstu úthlutun
Fréttir 22. janúar 2021

Hallar á landbúnað í fyrstu úthlutun

Nokkur skortur gætti á beinum landbúnaðarverkefnum við fyrstu úthlutun Matvælasj...

Rafbílarisinn Tesla tapar fyrir sandeðlum í Þýskalandi
Fréttir 22. janúar 2021

Rafbílarisinn Tesla tapar fyrir sandeðlum í Þýskalandi

Þýskur dómstóll úrskurðaði þann 17. desember síðastliðinn að Tesla þyrfti að lút...

Hrúturinn Svarti-Smári frá Vatni er héraðsmeistari
Fréttir 22. janúar 2021

Hrúturinn Svarti-Smári frá Vatni er héraðsmeistari

Út af dálitlu sem hefur angrað heiminn síðustu mánuði var ekki hægt að halda hau...

Þóttust vera eftirlitsmenn MAST
Fréttir 21. janúar 2021

Þóttust vera eftirlitsmenn MAST

Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu á atburði þar sem tveir einst...

NAWA Technologies komið með einkaleyfi á „byltingarkenndum” bílarafhlöðum
Fréttir 21. janúar 2021

NAWA Technologies komið með einkaleyfi á „byltingarkenndum” bílarafhlöðum

Undanfarna áratugi og enn frekar á síðustu árum og misserum hafa látlausar frétt...

Hæstu styrkir til BioPol og Sýndarveruleika
Fréttir 21. janúar 2021

Hæstu styrkir til BioPol og Sýndarveruleika

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra hefur úthlutað styrkjum til fjölmargra og ...

Kemst allt að 640 km á einni fyllingu
Fréttir 20. janúar 2021

Kemst allt að 640 km á einni fyllingu

Toyota setti á markað í Banda­ríkjunum í byrjun desember, 2021-útgáfu af sportle...

Gjöf til uppbyggingar á skólamann- virkjum í Varmahlíð
Fréttir 20. janúar 2021

Gjöf til uppbyggingar á skólamann- virkjum í Varmahlíð

Stjórn Menningarseturs Skag­firðinga hefur ákveðið að hætta starfsemi og afhenda...