Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Félag eldri borgara í Hvalfjarðarsveit vantar húsnæði.
Félag eldri borgara í Hvalfjarðarsveit vantar húsnæði.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 19. mars 2024

Félagsskapur eldri borgara

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Stofnfundur Félags eldri borgara í Hvalfjarðarsveit var haldinn sunnudaginn 11. febrúar í Miðgarði. Jóhanna G. Harðardóttir var kjörin formaður félagsins.

Hún segir helsta hvatann fyrir stofnun félagsins vera að eldri borgara vanti aðstöðu miðsvæðis innan sveitarfélagsins til að koma saman til að vinna að fræðslu-, tómstunda- og félagsstarfi. Stjórn félagsins ætli að hittast í þessari viku til að leggja á ráðin með viðræður við sveitarfélagið um aðstöðu. Þangað til félagið fær þak yfir höfuðið verði skipulagðir viðburðir sem þarfnist ekki húsnæðis, eins og ferð á Þjóðminjasafnið og göngur. Á stofnfundinn mættu næstum þrjátíu félagar, en Jóhanna reiknar fastlega með að fljótlega fjölgi í hópnum.

Nú sé félagið komið með síðu á Facebook undir heitinu „Eldri borgarar í Hvalfjarðarsveit“ og vonast Jóhanna til að félagsskapurinn spyrjist fljótlega út. Þeir sem eru sextíu ára eða eldri og búsettir í Hvalfjarðarsveit geti gengið í félagið.

Á meðfylgjandi mynd er nýkjörin stjórn og varastjórn félagsins. Frá vinstri: Jóna Björg Kristinsdóttir, endurskoðandi reikninga; Kristján Jóhannesson, varamaður; Sigrún Sólmundardóttir, varamaður; Jóhanna G Harðardóttir, formaður; Anna G. Torfadóttir, stjórnarmaður og Áskell Þórisson, stjórnarmaður.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f