Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Farmall þríburi
Á faglegum nótum 13. febrúar 2019

Farmall þríburi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í gegnum tíðina hafa menn tekið upp á ýmsu til að skapa öflugar dráttarvélar án þess þurfa að vera með stærri sprengihreyfla. Þar hafa menn einfaldlega soðið saman tvær eða fleiri vélar sem getur auðvitað skapað vandamál við að samhæfa aflið út í hjól. Gamli góði Farmallinn er þar engin undantekning.

Á síðari árum hafa menn einkum gert þetta sér til gaman fremur en að horfa í notagildið. Í ritinu Farm Show frá 2003 getur m.a. að líta grein sem segir frá þreföldum Farmall sem Dewitt Steward frá Bolalusa í Los Angeles setti saman. Áður hafði Steward smíðað tvöfaldan Farmall. Ekki er vitað til að verksmiðjur International Harvester (IH), sem smíðuðu McCormick Farmall, hafi nokkru sinni framleitt slíka gripi. Ekki er þá heldur að finna á yfirliti IH yfir dráttarvélaframleiðsluna frá 1950 til 1970.

Farmall þríburinn var gerður úr þremur uppgerðum Farmall dráttarvélum frá árunum 1939 og 1946. Samansoðnar vélarnar voru á fjórum hjólum og 3,5 metrar að breidd. Þennan þríhöfða þurs smíðaði Steward árið 1997 og var síðan að ferðast með hann á milli sýninga árum saman. Upp úr þessu brölti sínu náði hann samningi við Rawling nokkurn Williams um að smíða sams konar grip til að sýna  á America‘s Old Iron Museum í Bush í Los Angeles.

Steward er þó ekki sá eini sem dottið hefur í hug að setja saman svona fjölbura, því vitað er af slíkum Farmall grip sem smíðaður var úr elstu gerðum Farmall sem var á járnhjólum. Þessi samsetta vél er af gerðinni Farmall F-30 árgerð 1936, en Farmall mun fyrst hafa verið kynntur til sögunnar árið 1923.

Við smíði Steward þurfti hann að smíða frá grunni nýjan öxul sem var tengdur við gírkassann á miðjuvélinni. Hinar tvær vélarnar voru svo boltaðar þar utan á með gírkössum og öllu saman.

Kúplingarnar voru svo samtengdar og ein eldsneytisgjöf var svo fyrir allar vélarnar. Samt gat hann kúplað miðjuvélinni frá og keyrt á hinum tveim eða keyrt á miðjuvélinni og kúplað hinum tveim frá. Vakti þessi samsetta vél mikla athygli hvar sem hann fór. Steward viðurkennir að þrefaldi Farmallinn hans hafi ekki verið sérlega lipur í keyrslu. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...