Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fallegur púði
Hannyrðahornið 5. júní 2014

Fallegur púði

Það getur verið gaman að prjóna eða hekla fallega púða til að lífga upp á heimilið eða sumarbústaðinn. Þessi getur verið eins stór og maður vill, það hleypur á 11 lykkjum og 14 umferðum sem maður bætir við þessa uppskrift eins oft og maður vill.

Stærð: 35x37 cm.
Efni: 3 dokkur Whistler-grænt en það er til í 7 litum alls sjá www.garn.is.
Prjónar nr. 4,5 eða 5.
Heklunál nr. 5
3 tölur.
Aðferð. Prjónað er fram og til baka ferningar sem eru 11 lykkjur og 14 umferðir hver.
 

Púði:
Fitja upp 66 lykkjur.
Prjóna 11 lykkjur slétt og 11 lykkjur brugðið 14 umferðir.
Nú eru prjónaðar 11 lykkjur brugðnar yfir sléttu lykkjurnar og 11 lykkjur sléttar yfir brugðnu lykkjurnar 14 umferðir.
Þetta er endurtekið þar til komir eru 12 ferningar á lengdina og stykkið mælist ca 70 cm.
Nú er fellt af.
Hliðarnar eru lagðar saman og heklað fastahekl gegnum báðar hliðar 1 lykkja í hverja lykkju allan hringinn nema skilið er eftir op ca 13 sm á miðri einni hliðinni. Sú hlið sem er heil það er þarf ekki að hekla saman þar er heklað fastahekl í hverja lykkju á samskeytum milli brugðins og slétts fernings .
Best er að byrja við opið og enda hringinn á að hekla fastahekl meðfram annarri hlið opsins ca 20 l
Snúa við og hekla 5 l fastahekl 3 ll ( hnappagat) 5 fastalykkjur í næstu 5 l 3 ll 5 l fastahekl, 3 ll 5 l fastahekl. Klippa frá og ganga frá enda.
Á hinni hlið opsins er heklað fastahekl í hverja lykkju fram og til baka ca 25 fastalykkjur 4 umferðir.
Klippa og ganga frá. Á þennan flipa eru festar 3 tölur á móti hnappagötunum.
Nú eru heklaðar tungur allan hringinn þannig.
1 fastalykkja 6 stuðlar í aðra lykkju frá fl 1 fastalykkja. Tungurnar eru heklaðar hringinn.
Passa að hornin verði eins.
Þegar kemur að opinu eru tungurnar heklaðar meðfram hliðinni sem tölurnar koma á.
Gengið frá endum og púði með púðafyllingu settur inn í.


Góða skemmtun. Inga Þyri Kjartansdóttir

4 myndir:

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...