Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur með nýtt rauðblaða yrki af birki
sem hann gaf nafnið Hekla.
Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur með nýtt rauðblaða yrki af birki sem hann gaf nafnið Hekla.
Mynd / ghp
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til plöntukynbóta í þágu landbúnaðar, skógræktar, garðyrkju og líftækniiðnaðar.

Þorsteinn segist glaður og stoltur yfir því að hafa fengið þessa viðurkenningu. Hann tekur sérstaklega fram að hann sé þakklátur þeim mörgu einstaklingum sem hann hefur unnið með, bæði hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA) og í öflugu þróunarstarfi Skógræktarinnar, Garðyrkjuskólans, garðyrkjustöðva og áhugamannafélaga í skógrækt og garðyrkju. „Auðvitað er ég ekki einn í heiminum og það er mikið starf hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Skógræktinni og víðar sem er viðurkennt með þessu. Það er mjög verðskuldað að þetta svið fái þennan heiður,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að norrænt samstarf hafi verið honum og samstarfsfólki mikil hvatning.

Þróaði rauðblaða birki

Aðspurður um árangur sem gleður hann mest um þessar mundir tekur Þorsteinn fram hið nýja rauðblaða yrki af birki sem hann gaf nafnið Hekla. Það er núna komið í framleiðslu í Finnlandi og í sölu á Norðurlöndunum ásamt því að vera komið í prófanir um allt land sem gefa víðast hvar góða raun. „Á síðasta áratug hef ég einkum beint athyglinni að þeim möguleikum sem felast í birkiættkvíslinni,“ segir Þorsteinn. Hann segir mikils árangurs að vænta í úrvinnslu á þeim mikla og verðmæta efnivið trjátegunda sem eru í prófun um allt land.

Var forstjóri RALA

Eftir landbúnaðarnám í Aberdeen í Skotlandi hóf Þorsteinn Tómasson störf hjá RALA árið 1970. Hann stundaði framhaldsnám með starfi við Landbúnaðarháskólann í Uppsala. Þar vann hann meðal annars starf sem beindist að því að auka vetrarþol túngrasa, en í framhaldsnáminu vaknaði hjá honum áhugi á kornrækt. 

Þorsteinn var meðal frumkvöðla í því að koma á kornræktarkynbótum og rannsóknum hérlendis og hófst nýtt átak á því sviði árið 1976. Jónatan Hermannsson tók við þeim kyndli og náði miklum árangri.

Árið 1986 varð Þorsteinn forstjóri RALA og sinnti því starfi til ársins 2005 þegar stofnunin varð hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Eftir það var hann skrifstofustjóri í ráðuneyti landbúnaðarmála til starfsloka 2013. Þorsteinn er 79 ára.

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f