Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur með nýtt rauðblaða yrki af birki
sem hann gaf nafnið Hekla.
Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur með nýtt rauðblaða yrki af birki sem hann gaf nafnið Hekla.
Mynd / ghp
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til plöntukynbóta í þágu landbúnaðar, skógræktar, garðyrkju og líftækniiðnaðar.

Þorsteinn segist glaður og stoltur yfir því að hafa fengið þessa viðurkenningu. Hann tekur sérstaklega fram að hann sé þakklátur þeim mörgu einstaklingum sem hann hefur unnið með, bæði hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA) og í öflugu þróunarstarfi Skógræktarinnar, Garðyrkjuskólans, garðyrkjustöðva og áhugamannafélaga í skógrækt og garðyrkju. „Auðvitað er ég ekki einn í heiminum og það er mikið starf hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Skógræktinni og víðar sem er viðurkennt með þessu. Það er mjög verðskuldað að þetta svið fái þennan heiður,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að norrænt samstarf hafi verið honum og samstarfsfólki mikil hvatning.

Þróaði rauðblaða birki

Aðspurður um árangur sem gleður hann mest um þessar mundir tekur Þorsteinn fram hið nýja rauðblaða yrki af birki sem hann gaf nafnið Hekla. Það er núna komið í framleiðslu í Finnlandi og í sölu á Norðurlöndunum ásamt því að vera komið í prófanir um allt land sem gefa víðast hvar góða raun. „Á síðasta áratug hef ég einkum beint athyglinni að þeim möguleikum sem felast í birkiættkvíslinni,“ segir Þorsteinn. Hann segir mikils árangurs að vænta í úrvinnslu á þeim mikla og verðmæta efnivið trjátegunda sem eru í prófun um allt land.

Var forstjóri RALA

Eftir landbúnaðarnám í Aberdeen í Skotlandi hóf Þorsteinn Tómasson störf hjá RALA árið 1970. Hann stundaði framhaldsnám með starfi við Landbúnaðarháskólann í Uppsala. Þar vann hann meðal annars starf sem beindist að því að auka vetrarþol túngrasa, en í framhaldsnáminu vaknaði hjá honum áhugi á kornrækt. 

Þorsteinn var meðal frumkvöðla í því að koma á kornræktarkynbótum og rannsóknum hérlendis og hófst nýtt átak á því sviði árið 1976. Jónatan Hermannsson tók við þeim kyndli og náði miklum árangri.

Árið 1986 varð Þorsteinn forstjóri RALA og sinnti því starfi til ársins 2005 þegar stofnunin varð hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Eftir það var hann skrifstofustjóri í ráðuneyti landbúnaðarmála til starfsloka 2013. Þorsteinn er 79 ára.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...