Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Færsla póstkassa – skert þjónusta
Lesendarýni 20. maí 2016

Færsla póstkassa – skert þjónusta

Höfundur: Georg Magnússon
Fyrir nokkru heimilaði Póst og Fjarskiptastofnun Íslandspósti ohf., ÍSP, fækkun útburðardaga í dreifbýli. Í framhaldi af því sendi ÍSP út tilkynningu um  breytingu á útburði og sendi síðan út dreifingardagatal. 
Þar kemur fram á hvaða dögum póstdreifing fer fram til viðkomandi bæja og býla. Þar stendur líka skýrt og greinilega „dreift heim til þín“.
 
Ég set ekki út á fækkun dreifingardaga vegna þess að ég geri ráð fyrir því að Póst og Fjarskiptastofnun hafi tekið beiðni ÍSP til rækilegrar skoðunar og heimilað síðan ÍSP fækkun útburðardaga. Hins vegar set ég út á það að í kjölfar fækkunar útburðardaga hefur ÍSP hætt að bera til mín póst. ÍSP hefur sett upp annan póstkassa fjarri heimilinu og skilur póstinn eftir þar.
 
Fyrir nokkrum árum sendi ÍSP út tilkynningu um að nú ætti að færa alla póstkassa samkvæmt útgefinni reglugerð ráðherra. Þeirri aðgerð var harðlega mótmælt með bréfi til forstjóra ÍSP og einnig með bréfi til Póst og Fjarskiptastofnunar. Póst og Fjarskiptastofnun hefur heimilað ÍSP færslu póstkassa frá bæjum og býlum í nokkrum tilfellum af ýmsum ástæðum m.a. vegna fjarlægðar, vegasambands o.fl. Ég veit ekki til þess að Póst og Fjarskiptastofnun hafi heimilað ÍSP færslu póstkassa hvorki hjá mér né öðrum þar sem aðstæður gefa ekki tilefni til þess og ég hef heldur ekki séð neinar heimildir frá Póst og Fjarskiptastofnun til handa ÍSP að brjóta lög um póstþjónustu.
 
Í lögum um póstþjónustu stendur: 
„Póstsendingu skal dreift til eða afhent þeim aðila sem hún er stíluð á eða hefur umboð til viðtöku hennar, í bréfakassa eða pósthólf viðtakanda eða þangað sem utanáskrift segir að öðru leyti til um. Póstrekendum er heimilt að endursenda póstsendingar ef bréfarifur og bréfakassar viðtakanda eru ekki í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar.
 
Póstsending telst vera í vörslu póstrekanda og á ábyrgð hans frá móttöku og þar til að hún hefur verið afhent á tilgreindum ákvörðunarstað.
 
Sendandi telst eigandi póstsendingar sem hann hefur afhent póstrekanda þar til hún hefur verið afhent viðtakanda. Sendandi hefur jafnframt ráðstöfunarrétt yfir sendingunni og er heimilt að gefa póstrekanda ný fyrirmæli um póstmeðferð þar til hún hefur verið afhent tilgreindum viðtakanda. Póstrekanda er heimilt að innheimta aukagjald vegna kostnaðar sem hlýst af nýjum fyrirmælum.“
 
Að framan sögðu krefst ég þess  nú þegar að Íslandspóstur skili af sér póstsendingum, bréfum og blöðum, í minn heimilispóstkassa líkt og verið hefur undan farin ár. 
 
Georg Magnússon
Norðtungu 3
311 Borgarnes.
Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...