Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Eysteinseyri
Bóndinn 9. maí 2018

Eysteinseyri

Ábúendur á Eysteinseyri eru Marinó Bjarnason og Freyja Magnúsdóttir. Þau ætla að halda áfram svipaðri sauðfjárrækt en bæta við sig í ferðaþjónstu. 
 
Býli:  Eysteinseyri.
 
Staðsett í sveit: Tálknafirði. 
 
Ábúendur: Marinó Bjarnason og Freyja Magnúsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum bara tvö í kotinu. Gæludýrið er eitt, letikötturinn Yrsa. 
 
Stærð jarðar?  18 hundruð að fornu mati og dýrleika.
 
Gerð bús? Sauðfjábú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Kindur eru 85, 6 hrútar, 17 íslenskar landnámshænur og tveir hanar, 2 hestar, 100 þúsund býflugur og síðast en  ekki síst Táta fjárhundur og 8 hvolpar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
 Almenn  sveitastörf, gjafir og önnur verk. Frúin sinnir bleikjuvinnslu í Tungusilungi.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður að vori og hunangstekja að hausti. Leiðinlegast þegar veikindi og slys eru á búfé.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan í skepnuhaldi  en bætum við okkur ferðaþjónustu.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Mætti styðja betur við þá bændur sem  eyða tíma sínum við  félagstörf í þágu bænda.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Honum mun vegna  vel ef við gætum vel að helsta kosti hans, hreinleikanum.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Með okkar frábæru hreinu búvöru ætti að vera léttur leikur að markaðssetja hana hvar sem er. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólkurvörur, egg, rabarbarasulta  og  lýsi.
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Steiktur lambahryggur með öllu.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það má segja að tvö atvik standa upp úr; þegar  við fylltum  fjárhúsin og líka þegar fyrsta býflugna­búið kom á bæinn.
 

4 myndir:

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...