Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eysteinseyri
Bóndinn 9. maí 2018

Eysteinseyri

Ábúendur á Eysteinseyri eru Marinó Bjarnason og Freyja Magnúsdóttir. Þau ætla að halda áfram svipaðri sauðfjárrækt en bæta við sig í ferðaþjónstu. 
 
Býli:  Eysteinseyri.
 
Staðsett í sveit: Tálknafirði. 
 
Ábúendur: Marinó Bjarnason og Freyja Magnúsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum bara tvö í kotinu. Gæludýrið er eitt, letikötturinn Yrsa. 
 
Stærð jarðar?  18 hundruð að fornu mati og dýrleika.
 
Gerð bús? Sauðfjábú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Kindur eru 85, 6 hrútar, 17 íslenskar landnámshænur og tveir hanar, 2 hestar, 100 þúsund býflugur og síðast en  ekki síst Táta fjárhundur og 8 hvolpar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
 Almenn  sveitastörf, gjafir og önnur verk. Frúin sinnir bleikjuvinnslu í Tungusilungi.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður að vori og hunangstekja að hausti. Leiðinlegast þegar veikindi og slys eru á búfé.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan í skepnuhaldi  en bætum við okkur ferðaþjónustu.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Mætti styðja betur við þá bændur sem  eyða tíma sínum við  félagstörf í þágu bænda.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Honum mun vegna  vel ef við gætum vel að helsta kosti hans, hreinleikanum.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Með okkar frábæru hreinu búvöru ætti að vera léttur leikur að markaðssetja hana hvar sem er. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólkurvörur, egg, rabarbarasulta  og  lýsi.
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Steiktur lambahryggur með öllu.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það má segja að tvö atvik standa upp úr; þegar  við fylltum  fjárhúsin og líka þegar fyrsta býflugna­búið kom á bæinn.
 

4 myndir:

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...