Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Eysteinseyri
Bærinn okkar 9. maí 2018

Eysteinseyri

Ábúendur á Eysteinseyri eru Marinó Bjarnason og Freyja Magnúsdóttir. Þau ætla að halda áfram svipaðri sauðfjárrækt en bæta við sig í ferðaþjónstu. 
 
Býli:  Eysteinseyri.
 
Staðsett í sveit: Tálknafirði. 
 
Ábúendur: Marinó Bjarnason og Freyja Magnúsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum bara tvö í kotinu. Gæludýrið er eitt, letikötturinn Yrsa. 
 
Stærð jarðar?  18 hundruð að fornu mati og dýrleika.
 
Gerð bús? Sauðfjábú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Kindur eru 85, 6 hrútar, 17 íslenskar landnámshænur og tveir hanar, 2 hestar, 100 þúsund býflugur og síðast en  ekki síst Táta fjárhundur og 8 hvolpar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
 Almenn  sveitastörf, gjafir og önnur verk. Frúin sinnir bleikjuvinnslu í Tungusilungi.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður að vori og hunangstekja að hausti. Leiðinlegast þegar veikindi og slys eru á búfé.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan í skepnuhaldi  en bætum við okkur ferðaþjónustu.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Mætti styðja betur við þá bændur sem  eyða tíma sínum við  félagstörf í þágu bænda.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Honum mun vegna  vel ef við gætum vel að helsta kosti hans, hreinleikanum.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Með okkar frábæru hreinu búvöru ætti að vera léttur leikur að markaðssetja hana hvar sem er. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólkurvörur, egg, rabarbarasulta  og  lýsi.
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Steiktur lambahryggur með öllu.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það má segja að tvö atvik standa upp úr; þegar  við fylltum  fjárhúsin og líka þegar fyrsta býflugna­búið kom á bæinn.
 

4 myndir:

Bændur bera skarðan hlut frá borði
Fréttir 7. október 2022

Bændur bera skarðan hlut frá borði

Á hagtölusíðu Bændablaðsins er tekið dæmi um hvernig verðmæti á frönskum kartöfl...

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður
Fréttir 7. október 2022

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður

Það er ekkert launungarmál að heimsfaraldurinn og síðar innrás Rússa í Úkr...

Fer betur með féð
Fréttir 7. október 2022

Fer betur með féð

Tvær nýjar réttir voru teknar í notkun í Strandabyggð í síðasta mánuði. O...

Gripir að skila sér rýrari af fjalli
Fréttir 6. október 2022

Gripir að skila sér rýrari af fjalli

Myndarlegur fjárhópur á haustbeit í Hænuvík í Patreksfirði. Líklegt er að...

Tugmilljónum alifugla fargað
Fréttir 6. október 2022

Tugmilljónum alifugla fargað

Á síðastliðnu árið, frá 30. september 2021 til 30. september 2022, var um 48...

Endurvakning í uppsiglingu
Fréttir 6. október 2022

Endurvakning í uppsiglingu

Sóttvarnarstofnun Danmerkur hefur gefið út að lýðheilsu standi ekki ógn af e...

Tugprósenta hækkun á áburðarverði
Fréttir 6. október 2022

Tugprósenta hækkun á áburðarverði

Feiknarlegur skjálfti á orkuverði í Evrópu hefur leitt til mikilla verðhækka...

Mikil eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 5. október 2022

Mikil eftirspurn eftir lóðum

Töluverð eftirspurn er eftir húsnæði, byggingarlóðum og lóðum undir atvinnun...