Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Eysteinseyri
Bærinn okkar 9. maí 2018

Eysteinseyri

Ábúendur á Eysteinseyri eru Marinó Bjarnason og Freyja Magnúsdóttir. Þau ætla að halda áfram svipaðri sauðfjárrækt en bæta við sig í ferðaþjónstu. 
 
Býli:  Eysteinseyri.
 
Staðsett í sveit: Tálknafirði. 
 
Ábúendur: Marinó Bjarnason og Freyja Magnúsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum bara tvö í kotinu. Gæludýrið er eitt, letikötturinn Yrsa. 
 
Stærð jarðar?  18 hundruð að fornu mati og dýrleika.
 
Gerð bús? Sauðfjábú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Kindur eru 85, 6 hrútar, 17 íslenskar landnámshænur og tveir hanar, 2 hestar, 100 þúsund býflugur og síðast en  ekki síst Táta fjárhundur og 8 hvolpar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
 Almenn  sveitastörf, gjafir og önnur verk. Frúin sinnir bleikjuvinnslu í Tungusilungi.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður að vori og hunangstekja að hausti. Leiðinlegast þegar veikindi og slys eru á búfé.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan í skepnuhaldi  en bætum við okkur ferðaþjónustu.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Mætti styðja betur við þá bændur sem  eyða tíma sínum við  félagstörf í þágu bænda.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Honum mun vegna  vel ef við gætum vel að helsta kosti hans, hreinleikanum.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Með okkar frábæru hreinu búvöru ætti að vera léttur leikur að markaðssetja hana hvar sem er. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólkurvörur, egg, rabarbarasulta  og  lýsi.
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Steiktur lambahryggur með öllu.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það má segja að tvö atvik standa upp úr; þegar  við fylltum  fjárhúsin og líka þegar fyrsta býflugna­búið kom á bæinn.
 

4 myndir:

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...