Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Erum við ASNAR?
Mynd / BBL
Skoðun 7. nóvember 2018

Erum við ASNAR?

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Það er göfugt að vilja þjóð sinni vel og ekki síst ef það felur í sér að efla fjárhagslegan styrkleika íslenska orkuiðnaðarins, en er þá sama hvað það kostar?
 
Um áraraðir hafa áhrifamenn í íslenska orkugeiranum gælt við þann draum að Ísland verði eins konar Sádi-Arabía norðursins í orkumálum með sölu á raforku um sæstreng til útlanda. Ef um einfalda tvíhliða viðskiptasamninga væri að ræða milli Íslands og Bretlands væri málið kannski ekki svo ýkja flókið, en svo gott er það ekki. Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) í gegnum samninga EFTA-ríkjanna við Evrópusambandið. Þeir samningar hafa læst Ísland inni í sérkennilegri atburðarás þar sem margir telja að okkur sé skylt að taka upp allar reglugerðir og tilskipanir sem skriffinnar í Brussel kunna að kokka upp með síauknum kvöðum á aðildarríki EES-samningsins. Þess vegna hefur Alþingi Íslendinga samþykkt fyrir hönd Íslendinga ýmsar reglur sem orka oft og tíðum tvímælis. 
 
Þannig var að sumra mati í pottinn búið þegar innleiddar voru hér að kröfu Evrópusambandsins reglur um aðskilnað framleiðslu og flutnings á raforku. Stofnað var sérstakt flutningsfyrirtæki sem leiddi til þess að orkukostnaður almennings hækkaði umtalsvert. Með þessari innleiðingu í gegnum EES-samninginn var ESB að undirbúa jarðveginn fyrir mögulega nýtingu Evrópu á orku frá Íslandi. Það var einfaldlega verið að hrinda af stað þróun á íslenska orkumarkaðskerfinu til samræmis við það evrópska. Í því sambandi skipti hagur íslenskra fjölskyldna spekúlantana í Brussel akkúrat engu máli. Nú á að klára þessa samhæfingu með innleiðingu á því sem nefnt er þriðji orkupakki ESB. Þar eru það hagsmunir ESB-landa númer eitt, tvö og þrjú sem ráða ferðinni, en ekki Íslands.
 
Norski lagaprófessorinn Peter T. Örebech hefur sýnt fram á að með innleiðingu á Orkupakka 3 verða Íslendingar að undirgangast allt regluverkið sem þar liggur að baki og afsala sér yfirstjórn á eigin orkumálum í hendur ACER, yfirþjóðlegrar orkustofnunar Evrópu. Íslendingar munu engu fá ráðið um framvindu eigin orkumála eftir samþykkt þessa orkupakka. Við yrðum algjörlega háð markaðsaðstæðum á evrópskum orkumarkaði. Það þýðir í raun að óhjákvæmilegt er að raforka til almennings og fyrirtækja á Íslandi kemur til með að hækka verulega. Það mun líka ýta undir lagningu sæstrengs, sem er aðalmarkmið þessa gjörnings og mun enn frekar njörva Ísland inn í evrópskt raforkuviðskiptaumhverfi. Afleiðingin getur orðið verulega skert samkeppnisstaða okkar ylræktar og annars landbúnaðar, fiskiðnaðar, nýsköpunarfyrirtækja í málmiðnaði, ferðaþjónustu og fleiri greina.  
 
Það er afar undarlegt að hugsa til þess að fólk sem hreykir sér af umhverfisvernd og landsbyggðarsjónarmiðum skuli nú standa frammi fyrir því í ríkisstjórn Íslands að samþykkja yfir sig valdaafsal til ACER sem leiða mun til stórkostlegra virkjunarframkvæmda á Íslandi. Landsvirkjun hefur þegar viðurkennt að rekstur sæstrengs þýði að hér þurfi að virkja sem nemur að minnsta kosti einni Kárahnjúkavirkjun eða tveim Blönduvirkjunum. Allt tal um að þetta snúist eingöngu um að koma ónýttu launafli orkukerfisins í verð, er því fjarstæða. Svona rétt eins og þegar gulrót er veifað framan í asna. –
Kannski erum við ekkert annað en ASNAR sem kikna í hnjáliðunum þegar kemur að samskiptunum við mjúkmála embættismenn frá Brussel. Afgreiðsla þingmanna á Alþingi mun væntanlega leiða í ljós hvort það er raunin.

Skylt efni: raforka | sæstrengur | ACER | Landsvirkjun

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...

Veiðistjórn rjúpu á tímamótum
Fréttir 16. október 2024

Veiðistjórn rjúpu á tímamótum

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu og hún sögð stuðla...

Nýr yfirdýralæknir
Fréttir 16. október 2024

Nýr yfirdýralæknir

Þóra Jóhanna Jónasdóttir hefur verið skipuð í embætti yfirdýralæknis.

Fyrirhuguð risaframkvæmd
21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Með bjartsýni og gleði að vopni
18. október 2024

Með bjartsýni og gleði að vopni

Fjórir snillingar
21. október 2024

Fjórir snillingar

DeLaval til Bústólpa
21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Íslandsmót í rúningi
18. október 2024

Íslandsmót í rúningi