Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslenskar kótilettur.
Íslenskar kótilettur.
Fréttir 25. júlí 2019

Erlendir lambahryggir verða fluttir til landsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur lagt til við landbúnaðarráðherra að gefinn verði út tímabundinn innflutningskvóti á lækkuðum tollum til að bregðast við skorti á innlendum lambahryggjum og hryggjarsneiðum.

Tillaga nefndarinnar er að á tímabilinu 29. júlí til 30. ágúst megi flytja inn lambahryggi og sneiðar með magntolli.

Félag atvinnurekenda hefur gert athugasemdir við tímabilið sem um ræðir og telur fjórar vikur skamman tíma til að finna kjöt og koma því til landsins.

Ólafur Stephensen, framkvæmda-stjóri Félags atvinnurekenda, segir meðal annars á heimasíðu FA að legið hafi fyrir vikum saman að það stefndi í skort á lambahryggjum. Hann segir einnig að innlendar afurðastöðvar hafi selt lambahryggi til útlanda í stórum stíl, á verði sem er miklu lægra en það sem innlendri verslun stendur til boða. „Þannig er búinn til skortur,“ segir Ólafur.

SS á nóg af hryggjum

Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur­félags Suðurlands, segir að SS eigi nóg af hryggjum til að mæta eftirspurn þeirra viðskiptavina sem hafa verslað við fyrirtækið miðað við eðlilega sölu.

„Ég á þar ekki við að við getum selt viðskiptavinum okkar til endursölu til einhverra annarra. Það er því ekki skortur á hryggjum hjá okkur en við liggjum náttúrlega ekki með aukabirgðir til að mæta skorti hjá öðrum sláturleyfishöfum. Við reynum af fremsta megni að selja skrokka í réttum hlutföllum og jafnt þannig að það sé alltaf til svipað magn af lærum, frampörtum og hryggjum í birgðum.“
Steinþór segist ekki vita hvernig birgðastaðan á hryggjum er hjá öðrum sláturleyfishöfum en nokkrir aðilar hafi viljað kaupa verulegt magn af SS.

„Það er misskilningur að við höfum verið að selja hryggi á undir verði til útlanda til að hækka verð innanlands. Í fyrsta lagi verður hver sláturleyfishafi að taka sínar ákvarðanir enda ólöglegt að hafa samráð um söluna og búa þannig til skort og því af og frá að um samráð sláturleyfishafa sé að ræða.

Misskilningurinn sem um ræðir byggir á því sem er kallað „13 rifja klofinn hryggur“ og hefur verið seldur í töluverðu magni til Spánar og fer í tollanúmer sem kallast hryggir. Afurðin er tekin af minnstu skrokkunum og er í raun allt önnur vara og innan við helmingur þess sem Íslendingar eiga að venjast og vilja kaupa sem hrygg. Í þetta eru valdir minnstu skrokkarnir sem hafa hryggi sem eru varla boðlegir á innanlandsmarkaði,“ segir Steinþór Skúlason.

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...

Sala á 3.357 ærgildum
Fréttir 5. desember 2023

Sala á 3.357 ærgildum

Á innlausnarmarkaði með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. nóvember, bár...

Sæðingar verða niðurgreiddar
Fréttir 5. desember 2023

Sæðingar verða niðurgreiddar

Sæðingar verða niðurgreiddar til að innleiða verndandi arfgerðir gegn riðu.

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.