Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Endurheimt votlendis hafin
Fréttir 8. apríl 2016

Endurheimt votlendis hafin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur sett af stað verkefni um endurheimt votlendis í samræmi við sóknaráætlun í loftslagsmálum. Landgræðslu ríkisins hefur verið falið að annast framkvæmdina í samræmi við tillögur samráðshóps um endurheimt votlendis.

Samráðshópurinn leggur til að unnið verði að endurheimt votlendis í samræmi við markmið um losun gróðurhúsalofttegunda, stefnu íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum og Aichi markmið samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni.

Í frétt á vef Umhverfisráðuneytisins segir að haustið 2014 hafi umhverfis- og auðlindaráðuneytið boðað til samráðs helstu hagsmuna- og fagaðila um mótun aðgerðaáætlunar til að endurheimta votlendi. Markmið starfsins var að kortleggja hvaða svæði koma til greina til endurheimtar án þess að skaða hagsmuni annarrar landnotkunar. Jafnframt var markmiðið að móta aðferðafræði til að forgangsraða slíkum svæðum t.d. með tilliti til ávinnings fyrir lífríki, losun gróðurhúsalofttegunda, hagræns ávinnings landeiganda og kostnaðar.

Að vinnunni komu fulltrúar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Bændasamtaka Íslands, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands, Fuglaverndar og Landgræðslu ríkisins.

Auk þess mælir samráðshópurinn með því að ráðherra feli Landgræðslu ríkisins umsjón með endurheimt votlendis, að fjármagn til framkvæmda verði tryggt og að verklag verði skilgreint. Landbúnaðarháskóli Íslands vinni áfram að því að undirbyggja betur þekkingu á framræslu og áhrifum endurheimtar á losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði  að unnt sé að taka endurheimt votlendis upp sem aðgerð innan Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.


Loks leggur samráðshópurinn til að framkvæmd og eftirfylgni laga sem varða vernd votlendis og framræslu verði efld. Starfshópurinn leggur áherslu á að skoða þurfi hvert endurheimtarverkefni fyrir sig, meta ávinning þess, áform viðkomandi landeiganda og hvort það samræmist öðrum áformum um landnotkun m.a. skipulagsáætlunum.

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...