Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Elli prestsins með bumbu og skalla
Fræðsluhornið 12. desember 2017

Elli prestsins með bumbu og skalla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eftir að tilkynnt var um dauða Elvisar 16. ágúst 1977 hafa gengið sögur um að hann væri langt frá því að vera dauður og við góða heilsu. Á hverju ári berast fréttir víðs vegar úr heiminum um að til hans hafi sést allt frá Kópaskeri til Kalkútta.

Vikublaðið World Weekly News hefur verið einstaklega duglegt við að birta frásagnir af þessu. Blaðið hefur t.d. greint frá því að Elvis búi á Havaí, ásamt núverandi eiginkonu sinni.

Elvis mun hafa greint frá því í viðtali ekki alls fyrir löngu að hann hafi verið að bugast undan frægðinni og álaginu sem henni fylgdi og dauði sinn hafi verið settur á svið svo að hann gæti lifað eðlilegu lífi. Hann segist reyndar sjaldan búa lengi á sama stað því hann sé á stanslausum flótta undan því að þekkjast. Elvis hefur reyndar breyst talsvert með aldrinum og í dag er hann kominn með bjórvömb, skegg og skalla.

Í annarri frétt í sama blaði segir að í staðinn fyrir Elvis hafi verið búin til nákvæm vaxmynd af kónginum og hún höfð til sýnis meðan líkið stóð uppi og að það hafi verið lík óþekkts Englendings sem fór í gröfina. Í öðru blaði er því haldið fram að Elvis sé geimvera og það hafi sést til hans á tunglinu.
Frá dauða Presleys hafa verið stofnuð trúfélög sem hafa tekið hann í guðatölu. Sumir halda því fram að hann sé frelsarinn endurfæddur og þess hefur verið farið á leit að kaþólska kirkjan taki hann í tölu dýrðlinga.

The Church of Elvis í Portland Oregon er opin allan sólarhringinn og þar er hægt að ganga í hjónaband og Elvislíki syngur við brúðkaupið. Önnur birtingarmynd Elvis­dýrkunarinnar er að á hverju ári er keppt úti um allan heim þar sem menn leitast við að líkjast goðinu í útliti og háttum. Það eru því til taílenskir, japanskir, norskir og íslenskir Elvisar.

Fyrir nokkrum árum heiðraði bandaríska póstþjónustan rokkgoðið með því að setja mynd af honum á frímerki og kraftaverkin gerast enn. Stuttu seinna lýsti bandarísk kona því yfir að hún hefði læknast af krabbameini í hálsi eftir að hafa sleikt Elvisfrímerki. Og frá Hollandi hafa borist þær fréttir að stytta af Elvis gráti blóði eins og Maríumyndir gera annað slagið.

Líkt og aðrir dýrðlingar á Elvis sinn helgireit þangað sem dýrkendur hans sækja í stríðum straumum alla daga ársins þótt fjöldinn sé mestur í kringum fæðingar- og dánardag hans. Margir líta á Graceland sem helgidóm og telja sér skylt að fara í pílagrímsferð þangað að minnsta kosti einu sinni á ævinni, líkt og múslímar sem verða að fara til Mekka.

Sé litið til vinsælda og æðisins í kringum Elvis Presley á undanförnum árum er engu líkara en að hann hafi snúið aftur frá dauðum og sé ódauðlegur. Sala á tónlist hans hefur aldrei verið meiri og talið er að búið sé að selja rúmlega milljarð eintaka, sem þýðir að sjötta hver manneskja á jörðinni á plötu með Elvis, hann lifir. 

Skylt efni: Elvis

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar
Fréttir 17. janúar 2022

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar

Skrifað hefur verið undir samkomulag milli Svalbarðsstrandarhrepps og Vegagerðar...

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi
Fréttir 17. janúar 2022

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi

Feðgarnir Bradley og Barney Walsh voru meðal þeirra fjöl­mörgu sem heimsóttu Lau...

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi
Fréttir 14. janúar 2022

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi

Greint var frá því í Bændablaðinu fyrir jól að áform væru um að reisa áburðarver...

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum
Fréttir 14. janúar 2022

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum

Framtíðarstaða garðyrkjunáms á Reykjum er enn óljós og hægt gengur með yfirfærsl...

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða
Fréttir 14. janúar 2022

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða

Ísland hefur tilnefnt fimm íslensk náttúruverndarsvæði sem hluta af neti verndar...

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin
Fréttir 13. janúar 2022

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin

Franski vinnuvéla­fram­leið­andinn Gaussin afhjúpaði í nóvember síðastliðnum H2 ...