Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Einkorna áburður tryggir jafna dreifingu næringarefna
Á faglegum nótum 17. febrúar 2017

Einkorna áburður tryggir jafna dreifingu næringarefna

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason
Í þeim tilvikum sem hluti túnsins fær of mikinn áburð getur nýting hans orðið mjög takmörkuð, sérstaklega þegar borinn er á hámarks áburðarskammtur.
 
Áburðardreifarinn, gerð hans og stilling ásamt veðurfari ráða miklu um gæði áburðardreifingarinnar.  Allt eru þetta þættir sem hægt er að hafa nokkra stjórn á þegar kemur að dreifingunni. Í það minnsta er hægt að velja þá daga sem veðurfar er líklegt til að hafa sem minnst áhrif á dreifinguna og síðan fylgja leiðbeiningum um stillingu áburðardreifarans eins og kostur er.
 
Það er nokkuð sama hvaða rannsóknir við lesum varðandi dreifigæði áburðar. Dreifigæði einkorna áburðar eru alltaf meiri en fjölkorna áburðar. En hvers virði eru þessi auknu dreifigæði?  Sá samanburður er ekki einfaldur. Hér skiptir máli hverskonar uppskeru um ræðir. Bygg er t.d. frekar viðkvæmt fyrir röngum áburðarskömmtum einkum vegna þess að of hár skammtur köfnunarefnis getur tafið fyrir þroska og aukið hættu á því að akurinn fari í legu.
 
Eftir því sem vinnslubreidd áburðardreifara verður meiri þeim mun ríkari kröfur verður að gera til gæða áburðarins. Hér skiptir mestu máli jöfn kornastærð og styrkleiki korna. Ef áburðargæðin eru mjög léleg þá geta kornin einfaldlega molnað þegar þau kastast af dreifiskýfunni. Þá þyrlast upp ryk fyrir aftan áburðardreifann og engin leið er að segja til um hvernig áburðurinn dreifist eða hvort hann nýtist yfir höfuð.
 
Virkt upptökusvæði næringarefna hjá grösum er ekki meira en sem nemur 4-8 cm þvermáli hrings út frá plöntunni. Hér er auðvitað hægt að finna nokkurn breytileika sem skýrist af mismunandi eiginleikum grasa, jarðvegsgerð og rakastigi.  Það gefur því auga leið að það skiptir öllu máli að dreifing áburðar sé vönduð til að tryggja jafnt aðgengi allra næringarefna.
 
Efir því sem áburðarskammturinn minnkar þeim mun meiri hætta er á því að ójöfn dreifing næringarefna komi niður á uppskerunni.  Einfaldlega vegna þess að það verður lengra á milli áburðarkornanna.
Sérstaklega á þetta við um næringarefni sem borið er á í litlu magni, eins og selen. Við hefðbundinn túnskammt þar sem borin eru á 500 kg/ha af áburði, sem inniheldur 0,0015% Se, er selen magnið aðeins 7,5 g/ha. Innan virks upptökusvæðis hverrar plöntu eru því aðeins 0,0021 mg selen.  Selen er því nánast ómögulegt að bera á, þannig að viðunandi dreifigæði nást, nema að það sé að finna í öllum áburðarkornum.  
 
Bestu dreifingu næringarefna náum við með einkorna áburði. Einkorna áburður er alltaf dýrari í framleiðslu og innkaupum en fjölkorna áburður.  Sá munur skilar sér hins vegar tilbaka með ýmsum hætti. Meðal annars í aukinni og jafnari uppskeru sem næst með jafnari dreifingar næringarefna og ekki síður þeirri staðreynd að gæði einkorna áburðar tryggja það að í honum er minna ryk og kögglar sem síðan gerir það að verkum að auðveldara er að vinna með hann. 
 
Heimildir:
  • Anvendelse af mekanisk blandede gødning. 2015. Farmtest maskiner og plantalv nr. 140. SEGES.
  • Horrell, R., Metherell, A.K., Ford, S., Doscher, C., (1999). Fertiliser evenness - losses and costs: a study on the economic benefits of uniform applications of fertiliser. Proceedings of the New Zealand Grassland Association 61: 215–220.
  • H. G. Lawrence & I. J. Yule (2007) Estimation of the in‐field variation in fertiliser application, New Zealand Journal of Agricultural Research, 50:1, 25-32,
  • Lundin G & Rydberg A. 2010 Jämn fördelning av konstgödsel och kalk JTI-rapport 391
Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...