Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ein áburðartegund með of mikið kadmíum og fimm með efnainnihald undir vikmörkum
Fréttir 7. febrúar 2022

Ein áburðartegund með of mikið kadmíum og fimm með efnainnihald undir vikmörkum

Höfundur: smh

Fimm áburðarsalar fluttu inn tilbúinn áburð til jarðræktar á síðasta ári. Í skýrslu Matvælastofnunar um áburðareftirlit síðasta árs, kemur fram að í einni áburðartegund mældist kadmíum yfir leyfilegum mörkum, LÍF-26-6+Se frá Líflandi. Fimm áburðartegundir reyndust með efnainnihald undir vikmörkum.

Köfnunarefni mældist undir leyfðum vikmörkum í áburðartegundunum Völlur 23-5-4+Ca+Mg+S+Se og Völlur 26- 5+Ca+Mg+S+Se frá Búvís.

Þá mældist áburðartegundin Fjölmóði 4 hjá Fóðurblöndunni með köfnunarefnisgildi undir leyfilegum vikmörkum og í tegundinni Sprettur 27-6-3+Se hjá Skeljungi. Í tegundinni Sprettur 22-6-3+Se hjá Skeljungi voru gildi fyrir brennistein og natríum undir leyfðum vikmörkum.

Gildi fyrir fosfór og kalí í lagi

Þannig voru fjórar með of lítið köfnunarefnisinnihald. Engin tegund reyndist með of lítinn fosfór, engin með of lítið kalí og engin með of lítið kalsíum. Ein var með of lítinn brennistein, ein með of lítið magnesíum og ein með of lítið natríum.

Þær tegundir sem ekki standast kröfur um innihald eru teknar af skrá og má ekki selja fyrr en Matvælastofnun hefur staðfest að efnagildi séu í lagi.

Matvælstofnun tók sýni og gerði vöruskoðun hjá þeim fimm fyrirtækjum sem flytja inn tilbúinn áburð til jarðræktar. Alls voru tekin 53 áburðarsýni af 53 áburðartegundum á árinu. Auk þess voru merkingar og umbúðir skoðaðar.

Sextán innlendir framleiðendur

Á árinu 2021 fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni, alls 368 tegundir. Alls voru flutt inn 57.816 tonn af áburði og jarðvegsbætandi efnum.

Innlendir áburðarframleiðendur eru 16 á skrá Matvælastofnunar, sem framleiða áburð eða jarðvegsbætandi efni á landinu. Áburðarfyrirtæki sem voru með skráða starfsemi á árinu eru því alls 40.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...