Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ein áburðartegund með of mikið kadmíum og fimm með efnainnihald undir vikmörkum
Fréttir 7. febrúar 2022

Ein áburðartegund með of mikið kadmíum og fimm með efnainnihald undir vikmörkum

Höfundur: smh

Fimm áburðarsalar fluttu inn tilbúinn áburð til jarðræktar á síðasta ári. Í skýrslu Matvælastofnunar um áburðareftirlit síðasta árs, kemur fram að í einni áburðartegund mældist kadmíum yfir leyfilegum mörkum, LÍF-26-6+Se frá Líflandi. Fimm áburðartegundir reyndust með efnainnihald undir vikmörkum.

Köfnunarefni mældist undir leyfðum vikmörkum í áburðartegundunum Völlur 23-5-4+Ca+Mg+S+Se og Völlur 26- 5+Ca+Mg+S+Se frá Búvís.

Þá mældist áburðartegundin Fjölmóði 4 hjá Fóðurblöndunni með köfnunarefnisgildi undir leyfilegum vikmörkum og í tegundinni Sprettur 27-6-3+Se hjá Skeljungi. Í tegundinni Sprettur 22-6-3+Se hjá Skeljungi voru gildi fyrir brennistein og natríum undir leyfðum vikmörkum.

Gildi fyrir fosfór og kalí í lagi

Þannig voru fjórar með of lítið köfnunarefnisinnihald. Engin tegund reyndist með of lítinn fosfór, engin með of lítið kalí og engin með of lítið kalsíum. Ein var með of lítinn brennistein, ein með of lítið magnesíum og ein með of lítið natríum.

Þær tegundir sem ekki standast kröfur um innihald eru teknar af skrá og má ekki selja fyrr en Matvælastofnun hefur staðfest að efnagildi séu í lagi.

Matvælstofnun tók sýni og gerði vöruskoðun hjá þeim fimm fyrirtækjum sem flytja inn tilbúinn áburð til jarðræktar. Alls voru tekin 53 áburðarsýni af 53 áburðartegundum á árinu. Auk þess voru merkingar og umbúðir skoðaðar.

Sextán innlendir framleiðendur

Á árinu 2021 fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni, alls 368 tegundir. Alls voru flutt inn 57.816 tonn af áburði og jarðvegsbætandi efnum.

Innlendir áburðarframleiðendur eru 16 á skrá Matvælastofnunar, sem framleiða áburð eða jarðvegsbætandi efni á landinu. Áburðarfyrirtæki sem voru með skráða starfsemi á árinu eru því alls 40.

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara