Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ein áburðartegund með of mikið kadmíum og fimm með efnainnihald undir vikmörkum
Fréttir 7. febrúar 2022

Ein áburðartegund með of mikið kadmíum og fimm með efnainnihald undir vikmörkum

Höfundur: smh

Fimm áburðarsalar fluttu inn tilbúinn áburð til jarðræktar á síðasta ári. Í skýrslu Matvælastofnunar um áburðareftirlit síðasta árs, kemur fram að í einni áburðartegund mældist kadmíum yfir leyfilegum mörkum, LÍF-26-6+Se frá Líflandi. Fimm áburðartegundir reyndust með efnainnihald undir vikmörkum.

Köfnunarefni mældist undir leyfðum vikmörkum í áburðartegundunum Völlur 23-5-4+Ca+Mg+S+Se og Völlur 26- 5+Ca+Mg+S+Se frá Búvís.

Þá mældist áburðartegundin Fjölmóði 4 hjá Fóðurblöndunni með köfnunarefnisgildi undir leyfilegum vikmörkum og í tegundinni Sprettur 27-6-3+Se hjá Skeljungi. Í tegundinni Sprettur 22-6-3+Se hjá Skeljungi voru gildi fyrir brennistein og natríum undir leyfðum vikmörkum.

Gildi fyrir fosfór og kalí í lagi

Þannig voru fjórar með of lítið köfnunarefnisinnihald. Engin tegund reyndist með of lítinn fosfór, engin með of lítið kalí og engin með of lítið kalsíum. Ein var með of lítinn brennistein, ein með of lítið magnesíum og ein með of lítið natríum.

Þær tegundir sem ekki standast kröfur um innihald eru teknar af skrá og má ekki selja fyrr en Matvælastofnun hefur staðfest að efnagildi séu í lagi.

Matvælstofnun tók sýni og gerði vöruskoðun hjá þeim fimm fyrirtækjum sem flytja inn tilbúinn áburð til jarðræktar. Alls voru tekin 53 áburðarsýni af 53 áburðartegundum á árinu. Auk þess voru merkingar og umbúðir skoðaðar.

Sextán innlendir framleiðendur

Á árinu 2021 fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni, alls 368 tegundir. Alls voru flutt inn 57.816 tonn af áburði og jarðvegsbætandi efnum.

Innlendir áburðarframleiðendur eru 16 á skrá Matvælastofnunar, sem framleiða áburð eða jarðvegsbætandi efni á landinu. Áburðarfyrirtæki sem voru með skráða starfsemi á árinu eru því alls 40.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...