Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ein áburðartegund með of mikið kadmíum og fimm með efnainnihald undir vikmörkum
Fréttir 7. febrúar 2022

Ein áburðartegund með of mikið kadmíum og fimm með efnainnihald undir vikmörkum

Höfundur: smh

Fimm áburðarsalar fluttu inn tilbúinn áburð til jarðræktar á síðasta ári. Í skýrslu Matvælastofnunar um áburðareftirlit síðasta árs, kemur fram að í einni áburðartegund mældist kadmíum yfir leyfilegum mörkum, LÍF-26-6+Se frá Líflandi. Fimm áburðartegundir reyndust með efnainnihald undir vikmörkum.

Köfnunarefni mældist undir leyfðum vikmörkum í áburðartegundunum Völlur 23-5-4+Ca+Mg+S+Se og Völlur 26- 5+Ca+Mg+S+Se frá Búvís.

Þá mældist áburðartegundin Fjölmóði 4 hjá Fóðurblöndunni með köfnunarefnisgildi undir leyfilegum vikmörkum og í tegundinni Sprettur 27-6-3+Se hjá Skeljungi. Í tegundinni Sprettur 22-6-3+Se hjá Skeljungi voru gildi fyrir brennistein og natríum undir leyfðum vikmörkum.

Gildi fyrir fosfór og kalí í lagi

Þannig voru fjórar með of lítið köfnunarefnisinnihald. Engin tegund reyndist með of lítinn fosfór, engin með of lítið kalí og engin með of lítið kalsíum. Ein var með of lítinn brennistein, ein með of lítið magnesíum og ein með of lítið natríum.

Þær tegundir sem ekki standast kröfur um innihald eru teknar af skrá og má ekki selja fyrr en Matvælastofnun hefur staðfest að efnagildi séu í lagi.

Matvælstofnun tók sýni og gerði vöruskoðun hjá þeim fimm fyrirtækjum sem flytja inn tilbúinn áburð til jarðræktar. Alls voru tekin 53 áburðarsýni af 53 áburðartegundum á árinu. Auk þess voru merkingar og umbúðir skoðaðar.

Sextán innlendir framleiðendur

Á árinu 2021 fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni, alls 368 tegundir. Alls voru flutt inn 57.816 tonn af áburði og jarðvegsbætandi efnum.

Innlendir áburðarframleiðendur eru 16 á skrá Matvælastofnunar, sem framleiða áburð eða jarðvegsbætandi efni á landinu. Áburðarfyrirtæki sem voru með skráða starfsemi á árinu eru því alls 40.

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...