Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mikilvægt er að fuglaeigendur geri ráðstafanir til að draga úr hættu á smiti frá villtum fuglum í fuglana sína. Þrír meginþættir sóttvarna er aðskilnaður, þrif og sótthreinsun. Í þessu samhengi byggist aðskilnaðurinn á að halda villtum fuglum frá fuglum í haldi, eins og kostur er. Það er t.d. gert með því að hafa fuglana inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum, og tryggja að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla.
Mikilvægt er að fuglaeigendur geri ráðstafanir til að draga úr hættu á smiti frá villtum fuglum í fuglana sína. Þrír meginþættir sóttvarna er aðskilnaður, þrif og sótthreinsun. Í þessu samhengi byggist aðskilnaðurinn á að halda villtum fuglum frá fuglum í haldi, eins og kostur er. Það er t.d. gert með því að hafa fuglana inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum, og tryggja að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla.
Mynd / Kristín Friðriksdóttir
Fréttir 17. apríl 2022

Eigendum hænsna skylt að halda þeim inni

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Vegna mikillar útbreiðslu skæðrar fuglaflensu hefur Matvælastofnun gefið út sérstakar reglur um tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að fuglaflensa berist í alifugla og aðra fugla í haldi.

Fram kom í fréttum í gær að fuglaflensan sé komin til Íslands.

Eigendum hænsna og annarra fugla er nú skylt að halda þeim inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum og tryggja aðskilnað þeirra við villta fugla.


Matvælaráðuneytið hefur því tilkynnt tímabundnar varnaraðgerðir og birtust þær í Stjórnartíðindum 31. mars sl. og eru aðgengilegar á vef MAST.


Öllum þeim sem halda alifugla og aðra fugla, er skylt að fylgja eftirfarandi reglum:


Fuglahús og umhverfi þeirra

a. Fuglar skulu hafðir inni í yfirbyggðum gerðum eða húsum.
b. Tryggja skal góðan aðskilnað milli alifugla og villtra fugla.
c. Hús og gerði skulu fuglaheld.
d. Tryggja skal að ekkert í umhverfi fuglahúsanna laði að villta fugla.
e. Setja skal hatta á allar lóðréttar loftræstitúður á fuglahúsum, nema þar sem um er að ræða útblást­ur vélrænnar loftræst­ingar.
f. Setja skal fuglanet fyrir allar loftræstitúður, op og glugga á fugla­húsum.

Umgengni og umhirða

a. Öllum óviðkomandi skal bannaður aðgangur að fuglahúsum.
b. Allir sem sinna fuglunum skulu nota hlífðarfatnað (galla og stígvél), sem eingöngu er notaður þar, og skulu þeir einnig þvo og sótthreinsa hendur fyrir og eftir umhirðu fuglanna.

Fóður og drykkjarvatn

a. Fóður og drykkjarvatn fuglanna má ekki vera aðgengilegt villtum fuglum.
b. Drykkjarvatnsból skulu vel frágengin þannig að ekki berist í þau yfirborðsvatn og fugladrit.

Flutningar

a. Sýningarhald og aðrar samkomur með fugla er bannað.
b. Ekki skal flytja fugla milli staða nema vitað sé að heilsufar fugla á báðum stöðum sé gott.
c. Skrá skal alla flutninga á fuglum, hvenær flutningarnir fóru fram og hvert og hvaðan þeir voru fluttir. Skráin skal vera aðgengileg Matvælastofnun ef hún óskar eftir henni.

Úrgangur

Farga skal öllum úrgangi úr fugla­húsum þannig að ekki stafi smithætta af honum fyrir alifugla og aðra fugla í haldi.

Matvælastofnun hvetur jafnframt almenning til að tilkynna um villta fugla sem finnast dauðir ef ekki er augljóst að þeir hafi drepist af slysförum. Best er að gera það með því að skrá ábendingu á heimasíðu stofnunarinnar. Þegar tilkynning berst metur stofnunin hvort taka skuli sýni úr fuglinum.
Á vef Matvælastofnunar segir að rannsóknir á dauða svartbaka í Austur-Kanada í lok síðasta árs hafi sýnt fram á að skæðar fuglaflensuveirur bárust með villtum fuglum þangað frá Evrópu í fyrrasumar eða haust, líklegast með farfuglum sem komu við á Íslandi og Grænlandi. Gera má ráð fyrir að það endurtaki sig í ár og því er mikilvægt að fuglaeigendur geri ráðstafanir til að draga úr hættu á smiti frá villtum fuglum í fuglana sína.

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...