Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kvenhetjan í Héraðinu, Inga, sannar að hreyfiafl breytinga er ekki að finna hjá trénuðum körlum sem lifa í fortíðinni.
Kvenhetjan í Héraðinu, Inga, sannar að hreyfiafl breytinga er ekki að finna hjá trénuðum körlum sem lifa í fortíðinni.
Skoðun 19. ágúst 2019

Ég vil lifa lífinu

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Kvikmyndin Héraðið var frumsýnd í vikunni. Sögusvið hennar er íslenska sveitin en þráðurinn hverfist um lífsbaráttu skuldsettra kúabænda og uppreisn gegn kaupfélaginu í héraðinu. Grímur Hákonarson er leikstjóri og handritshöfundur en hann gerði sömuleiðis myndina Hrúta sem fjallaði um raunir tveggja bræðra sem bjuggu í sveit en töluðust ekki við. Það er óhætt að segja að Héraðið gefi Hrútum ekkert eftir. Myndin er áhrifarík og vekur ýmsar spurningar um líf og störf bænda og ekki síst um ítök og völd „stórfyrirtækja“ í samfélaginu. 
 
Aðalsöguhetjurnar eru fyrir löngu búnar að keyra sig út af mikilli vinnu. Það þarf að streða til þess að borga skuldirnar sem eru himinháar og enginn afsláttur gefinn. Það er unnið frá morgni til kvölds allt árið um kring. Eiginkonan ræðir það við bónda sinn við morgunverðarborðið að það séu þrjú ár síðan þau fóru síðast í frí. Vel til fundið að heyra gamlan Stjórnarslagara þar sem sungið er um að lifa í voninni, geispa ekki golunni og þrá að eiga sælan sunnudag. Og slappa af. Hver elskar ekki stuð og helgarfrí, jafnvel svolítið sukk og svínarí?
 
Fulltrúi Bændablaðsins í salnum hugsaði óneitanlega um stöðu afleysingaþjónustu til sveita (kaupfélagið í myndinni má raunar eiga það að sinna henni þegar á þurfti að halda). Það er staðreynd að álag á bændastéttinni er víða gríðarlegt og of lítið um að fólk taki sér gott frí. Hlaði batteríin. Vinnustundirnar eru margfalt fleiri en hjá meðalmanninum sem starfar á sínum kontór í þéttbýlinu. Þetta veit fólk vel en einhver þagnarhjúpur og vanafesta viðheldur óbreyttu ástandi. Tölum ekki um tímalaunin sem eru oft og tíðum harla rýr.
 
Enginn getur til lengri tíma slitið sér út í vinnu. Það endar bara á því að menn rekast á vegg. Þessi umræða er sem betur fer mikil um þessar mundir. Fólki er bent á að „lifa í núinu“ og „brenna ekki út“. Lífið er stutt og á efsta degi er of seint að gera eitthvað í sínum málum. 
 
Fyrir utan alvörugefinn undirtón í Héraðinu er húmorinn sannarlega ekki langt undan. Fræðslugildið er líka ómetanlegt fyrir ímynd landbúnaðarins! Almennri vélavinnu er gerð góð skil og galdrarnir í fjósinu þegar mjaltaþjónninn setur spenahylkin á sinn stað eru ósviknir. Áhorfendur í salnum héldu niðri í sér andanum á meðan aðalsöguhetjan tók á móti kálfi með glæsibrag. Kennslustund í áburðarviðskiptum og það hvernig frumframleiðslan byggir á miklum aðfangakaupum kemst rækilega til skila. 
 
Héraðið er einfaldlega kvikmynd sem allir verða að sjá, hvort sem þeir búa í sveit eða borg. Hún er aldeilis ekki endurgerð á Óðali feðranna árið 2019 eins og Grímur leikstjóri orðaði það í frumsýningarræðunni. Vel leikin og um margt raunsönn mynd af veruleika margra bænda – þó auðvitað lúti hún lögmálum skáldskaparins og tilbúnu sögusviðinu í Erpsfirði. Myndin er áminning fyrir okkur öll að lifa lífinu og upplifa slatta af hamingju. 
 
Til lukku með vel unnið verk, allir aðstandendur Héraðsins. 
 

Skylt efni: Héraðið

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...