Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Dúntekja yfir meðallagi
Fréttir 9. júlí 2015

Dúntekja yfir meðallagi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

„Æðarvarpið hefur gengið mjög vel þrátt fyrir kalt vor og að varpið hafi farið mun seinna af stað en í fyrra,“ segir Salvar Ólafur Baldursson, bóndi í Vigur.

„Þótt það hafi verið svona kalt fyrst og varpið langt á eftir því sem venja er, virðist ástandið á kollunum vera mjög gott. Það er mikill fjöldi af ungum og dúntekja virðist víðast hvar vera mun meiri en í fyrra.

Kollurnar settust upp um hálfum mánuði seinna nú en í venjulegu ári. Síðan hefur verið mikill kraftur í varpinu. Þessi staða hentar okkur reyndar mjög vel, þar sem gróður var ekki kominn mikið af stað og því ekki hætta á að hreiðrin færu á kaf í gras.“

Þegar tíðindamaður Bænda­blaðsins ræddi við Salvar í byrjun síðustu viku voru enn þó nokkuð margar kollur á hreiðrum. Æðarbændur eru yfirleitt fáorðir um umfang þess dúns sem fæst í þeirra varpi og tala frekar um dúntekjuna í víðum skilningi.

„Hjá mér var dúntekjan í fyrra um 25% undir því sem gerist í meðalári. Þá var mjög leiðinlegt veður og í samanburði er það eins og svart og hvítt miðað við veðurfarið nú í sumar. Dúntekjan nú verður örugglega eins og í góðu meðalári.“

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var fluttur út dúnn fyrir 152,1 milljón (fob-verð) á tímabilinu janúar til maí árið 2014, en fyrir 210,1 milljón á sama tíma 2015. Fróðlegt verður því að sjá tölur fyrir útflutning dúns sem heimtist úr hreiðrum nú í júní.

Salvar segir að annað fuglavarp í eyjunni virðist líka vera að ganga vel. Krían hafi komið upp miklum fjölda unga og sömu sögu sé að segja af lundanum sem er annar nytjastofn í Vigur ásamt æðarfuglinum og hefur verið nýttur í árhundruð.

„Ég hef skoðað ábúðina fyrir Náttúrustofu Suðurlands sem heldur utan um tölur um lundann og það er yfir 90% ábúð hér í lundaholum. Sömu sögu er að segja á öðrum stöðum í Djúpinu, enda virðist vera mikið af æti og staðan góð fyrir allt fuglalíf.“

Skylt efni: æðarvarp | dúntekja | Vigur

Fresta banni við endurnýtingu
Fréttir 21. maí 2024

Fresta banni við endurnýtingu

Bændum verður heimilt að endurnýta örmerki í sláturtíð 2024 og nota þau til 1. n...

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...