Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Dúntekja yfir meðallagi
Fréttir 9. júlí 2015

Dúntekja yfir meðallagi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

„Æðarvarpið hefur gengið mjög vel þrátt fyrir kalt vor og að varpið hafi farið mun seinna af stað en í fyrra,“ segir Salvar Ólafur Baldursson, bóndi í Vigur.

„Þótt það hafi verið svona kalt fyrst og varpið langt á eftir því sem venja er, virðist ástandið á kollunum vera mjög gott. Það er mikill fjöldi af ungum og dúntekja virðist víðast hvar vera mun meiri en í fyrra.

Kollurnar settust upp um hálfum mánuði seinna nú en í venjulegu ári. Síðan hefur verið mikill kraftur í varpinu. Þessi staða hentar okkur reyndar mjög vel, þar sem gróður var ekki kominn mikið af stað og því ekki hætta á að hreiðrin færu á kaf í gras.“

Þegar tíðindamaður Bænda­blaðsins ræddi við Salvar í byrjun síðustu viku voru enn þó nokkuð margar kollur á hreiðrum. Æðarbændur eru yfirleitt fáorðir um umfang þess dúns sem fæst í þeirra varpi og tala frekar um dúntekjuna í víðum skilningi.

„Hjá mér var dúntekjan í fyrra um 25% undir því sem gerist í meðalári. Þá var mjög leiðinlegt veður og í samanburði er það eins og svart og hvítt miðað við veðurfarið nú í sumar. Dúntekjan nú verður örugglega eins og í góðu meðalári.“

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var fluttur út dúnn fyrir 152,1 milljón (fob-verð) á tímabilinu janúar til maí árið 2014, en fyrir 210,1 milljón á sama tíma 2015. Fróðlegt verður því að sjá tölur fyrir útflutning dúns sem heimtist úr hreiðrum nú í júní.

Salvar segir að annað fuglavarp í eyjunni virðist líka vera að ganga vel. Krían hafi komið upp miklum fjölda unga og sömu sögu sé að segja af lundanum sem er annar nytjastofn í Vigur ásamt æðarfuglinum og hefur verið nýttur í árhundruð.

„Ég hef skoðað ábúðina fyrir Náttúrustofu Suðurlands sem heldur utan um tölur um lundann og það er yfir 90% ábúð hér í lundaholum. Sömu sögu er að segja á öðrum stöðum í Djúpinu, enda virðist vera mikið af æti og staðan góð fyrir allt fuglalíf.“

Skylt efni: æðarvarp | dúntekja | Vigur

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...