Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Dúntekja yfir meðallagi
Fréttir 9. júlí 2015

Dúntekja yfir meðallagi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

„Æðarvarpið hefur gengið mjög vel þrátt fyrir kalt vor og að varpið hafi farið mun seinna af stað en í fyrra,“ segir Salvar Ólafur Baldursson, bóndi í Vigur.

„Þótt það hafi verið svona kalt fyrst og varpið langt á eftir því sem venja er, virðist ástandið á kollunum vera mjög gott. Það er mikill fjöldi af ungum og dúntekja virðist víðast hvar vera mun meiri en í fyrra.

Kollurnar settust upp um hálfum mánuði seinna nú en í venjulegu ári. Síðan hefur verið mikill kraftur í varpinu. Þessi staða hentar okkur reyndar mjög vel, þar sem gróður var ekki kominn mikið af stað og því ekki hætta á að hreiðrin færu á kaf í gras.“

Þegar tíðindamaður Bænda­blaðsins ræddi við Salvar í byrjun síðustu viku voru enn þó nokkuð margar kollur á hreiðrum. Æðarbændur eru yfirleitt fáorðir um umfang þess dúns sem fæst í þeirra varpi og tala frekar um dúntekjuna í víðum skilningi.

„Hjá mér var dúntekjan í fyrra um 25% undir því sem gerist í meðalári. Þá var mjög leiðinlegt veður og í samanburði er það eins og svart og hvítt miðað við veðurfarið nú í sumar. Dúntekjan nú verður örugglega eins og í góðu meðalári.“

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var fluttur út dúnn fyrir 152,1 milljón (fob-verð) á tímabilinu janúar til maí árið 2014, en fyrir 210,1 milljón á sama tíma 2015. Fróðlegt verður því að sjá tölur fyrir útflutning dúns sem heimtist úr hreiðrum nú í júní.

Salvar segir að annað fuglavarp í eyjunni virðist líka vera að ganga vel. Krían hafi komið upp miklum fjölda unga og sömu sögu sé að segja af lundanum sem er annar nytjastofn í Vigur ásamt æðarfuglinum og hefur verið nýttur í árhundruð.

„Ég hef skoðað ábúðina fyrir Náttúrustofu Suðurlands sem heldur utan um tölur um lundann og það er yfir 90% ábúð hér í lundaholum. Sömu sögu er að segja á öðrum stöðum í Djúpinu, enda virðist vera mikið af æti og staðan góð fyrir allt fuglalíf.“

Skylt efni: æðarvarp | dúntekja | Vigur

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...