Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Dúntekja yfir meðallagi
Fréttir 9. júlí 2015

Dúntekja yfir meðallagi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

„Æðarvarpið hefur gengið mjög vel þrátt fyrir kalt vor og að varpið hafi farið mun seinna af stað en í fyrra,“ segir Salvar Ólafur Baldursson, bóndi í Vigur.

„Þótt það hafi verið svona kalt fyrst og varpið langt á eftir því sem venja er, virðist ástandið á kollunum vera mjög gott. Það er mikill fjöldi af ungum og dúntekja virðist víðast hvar vera mun meiri en í fyrra.

Kollurnar settust upp um hálfum mánuði seinna nú en í venjulegu ári. Síðan hefur verið mikill kraftur í varpinu. Þessi staða hentar okkur reyndar mjög vel, þar sem gróður var ekki kominn mikið af stað og því ekki hætta á að hreiðrin færu á kaf í gras.“

Þegar tíðindamaður Bænda­blaðsins ræddi við Salvar í byrjun síðustu viku voru enn þó nokkuð margar kollur á hreiðrum. Æðarbændur eru yfirleitt fáorðir um umfang þess dúns sem fæst í þeirra varpi og tala frekar um dúntekjuna í víðum skilningi.

„Hjá mér var dúntekjan í fyrra um 25% undir því sem gerist í meðalári. Þá var mjög leiðinlegt veður og í samanburði er það eins og svart og hvítt miðað við veðurfarið nú í sumar. Dúntekjan nú verður örugglega eins og í góðu meðalári.“

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var fluttur út dúnn fyrir 152,1 milljón (fob-verð) á tímabilinu janúar til maí árið 2014, en fyrir 210,1 milljón á sama tíma 2015. Fróðlegt verður því að sjá tölur fyrir útflutning dúns sem heimtist úr hreiðrum nú í júní.

Salvar segir að annað fuglavarp í eyjunni virðist líka vera að ganga vel. Krían hafi komið upp miklum fjölda unga og sömu sögu sé að segja af lundanum sem er annar nytjastofn í Vigur ásamt æðarfuglinum og hefur verið nýttur í árhundruð.

„Ég hef skoðað ábúðina fyrir Náttúrustofu Suðurlands sem heldur utan um tölur um lundann og það er yfir 90% ábúð hér í lundaholum. Sömu sögu er að segja á öðrum stöðum í Djúpinu, enda virðist vera mikið af æti og staðan góð fyrir allt fuglalíf.“

Skylt efni: æðarvarp | dúntekja | Vigur

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...