Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gunnar Örn Petersen við veiðar í Sandá í Þistilfirði.
Gunnar Örn Petersen við veiðar í Sandá í Þistilfirði.
Mynd / Ásta Guðjónsdóttir
Fréttir 10. október 2023

Dræm veiði í ám

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Almennt var veiði í laxveiðiám landsins frekar dræm í sumar, að undanskildu norðausturhorninu og í Rangánum.

Flestar árnar fara að loka fyrir veiðar þó einhverjar haldi veiðum áfram fram í október.

Langvarandi þurrkar og vatnsleysi í ám hafa haft mikil áhrif á veiðina og gerðu mönnum erfitt fyrir. Samkvæmt frétt á angling.is töluðu veiðimenn á Vesturlandi jafnvel um hamfarir í þeim efnum en vatnsmeiri ár á Norðurlandi og norðausturhorni komu best út úr þurrkunum.

Í lok ágúst lifnaði þó nokkuð yfir veiðinni með tilkomu vætu og veðrabreytinga. Laxveiði tímabilinu er lokið í Miðfjarðará og veiddust þar 1.334 laxar á 10 stangir samanborið við 1.522 veidda laxa í fyrra. Í Rangánum þrem – Ytri Rangá, Hólsá og Eystri-Rangá – hefur einnig verið lakari veiði heldur en árið áður. Í Eystri-Rangá hafa veiðst í ár 2.347 laxar á 18 stangir en í fyrra veiddust 3.807. Veiðum er þó ekki lokið í Rangánum en þar er veitt til 20. október.

Veiði í Selá, Haffjarðará og Laxá í Aðaldal hefur þó gengið vel og er fjöldi veiddra laxa ívið meiri en árið áður. Í Selá veiddust 1.234 miðað við 1.164 í fyrra. Í Haffjarðará veiddust 905 miðað við 870 í fyrra og veiðst hafa 685 laxar í Laxá í Aðaldal en 402 samanborið árið áður.

Skylt efni: Laxveiði

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...