Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gunnar Örn Petersen við veiðar í Sandá í Þistilfirði.
Gunnar Örn Petersen við veiðar í Sandá í Þistilfirði.
Mynd / Ásta Guðjónsdóttir
Fréttir 10. október 2023

Dræm veiði í ám

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Almennt var veiði í laxveiðiám landsins frekar dræm í sumar, að undanskildu norðausturhorninu og í Rangánum.

Flestar árnar fara að loka fyrir veiðar þó einhverjar haldi veiðum áfram fram í október.

Langvarandi þurrkar og vatnsleysi í ám hafa haft mikil áhrif á veiðina og gerðu mönnum erfitt fyrir. Samkvæmt frétt á angling.is töluðu veiðimenn á Vesturlandi jafnvel um hamfarir í þeim efnum en vatnsmeiri ár á Norðurlandi og norðausturhorni komu best út úr þurrkunum.

Í lok ágúst lifnaði þó nokkuð yfir veiðinni með tilkomu vætu og veðrabreytinga. Laxveiði tímabilinu er lokið í Miðfjarðará og veiddust þar 1.334 laxar á 10 stangir samanborið við 1.522 veidda laxa í fyrra. Í Rangánum þrem – Ytri Rangá, Hólsá og Eystri-Rangá – hefur einnig verið lakari veiði heldur en árið áður. Í Eystri-Rangá hafa veiðst í ár 2.347 laxar á 18 stangir en í fyrra veiddust 3.807. Veiðum er þó ekki lokið í Rangánum en þar er veitt til 20. október.

Veiði í Selá, Haffjarðará og Laxá í Aðaldal hefur þó gengið vel og er fjöldi veiddra laxa ívið meiri en árið áður. Í Selá veiddust 1.234 miðað við 1.164 í fyrra. Í Haffjarðará veiddust 905 miðað við 870 í fyrra og veiðst hafa 685 laxar í Laxá í Aðaldal en 402 samanborið árið áður.

Skylt efni: Laxveiði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f