Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Moksturstækin á Hattat eru hraðvirk og gott að vinna með.
Moksturstækin á Hattat eru hraðvirk og gott að vinna með.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 9. mars 2018

Dótadagur á tveim traktorum

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Fyrir nokkru kom lítils háttar snjór í Reykjavík og var innkeyrslan og bílastæðin heima hjá mér orðin leiðinleg að keyra. Ég hafði samband við þá í Vallarnaut sem selja Solis og Hattat dráttarvélar og spurði hvort ég mætti ekki prófa vél hjá þeim við snjó­mokstur. 
 
Skömmu síðar voru þeir mættir hvor með sína vélina og skildu eftir hjá mér.
 
Á Solis 26 vélinni virkar húsið svolítið stórt en þegar inn er komið er ekki mikið pláss.
 
Solis 26
 
Þegar ég sá Solis 26 vélina datt mér strax í hug yfirbyggt fjórhjól með tönn og flaghefil, en þessi vél kom mér verulega á óvart. Tönnin skóf vel og krafturinn var nægur í vélinni ef maður beitti tönninni hæfilega langt niðri, en ef maður setti tönnina of neðarlega vildi hún spóla, sérstaklega á framhjólunum, og hefði verið gott að hafa keðjur að framan.
 
Í nokkrum ferðum náði ég að skafa öllum snjónum innst í innkeyrsluna og með því að nota flaghefilinn aftan á vélinni náði ég að fínhreinsa innkeyrsluna nánast niður í malbik. Þá var bara stærra planið eftir sem var orðið frekar mikill klaki. Mér til furðu náði þessi litla vél að rífa upp klakann niður hallann á bílaplaninu og koma honum í neðsta stæðið.
 
Húsið virkar stórt að utan séð, en er lítið þegar inn er komið
 
Gott var að vinna á vélinni, en hávaðinn inni í húsinu er frekar mikill og stjórntækin fyrir tönnina og flaghefilinn ekki á besta stað. Var frekar klaufalegur í fyrstu, en var orðin nokkuð fljótur að teygja mig í stjórntækin þegar ég var að klára. 
 
Að sitja inni í húsinu finnst manni rýmið ekki vera mikið og smá basl fyrir stirðbusa eins og mig að koma mér fyrir í ökumannssætinu.
 
Verðið á Solis 26 er gott, en þessi vél er nú á tilboði með húsi á 1.350.000, snjótönnin kostar 190.000 og flaghefillinn er á 113.000 (ath. öll verð eru án vsk.).
 
Hattat A110 með 102 hestafla Perkings mótor
 
Hattat A110 er fyrir mér nákvæmlega eins vél og Valtra, það stendur bara Hattat á henni í stað Valtra. Vélin sem ég prófaði var með Ross More FL60M, írskum moksturstækjum og sturtanlegri skúffu aftan á þrítenginu. Skúffuna notaði ég nánast ekkert við snjómoksturinn, en hún er ekkert þægileg til moksturs, en eflaust fín geymsla fyrir staura og önnur verkfæri í girðingavinnu og ýmsum smáverkum. Moksturstækin voru að vinna vel og ágætlega hraðvirk. Það tók mig stutta stund að moka snjónum í góðar hrúgur fyrir utan bílaplönin. 
 
Vel hljóðeinangrað hús og allt rými þar inni gott
 
Inni í húsinu er allt rými gott og öll stjórntæki á þægilegum stöðum þar sem auðvelt er að ná til þeirra. Í Hattat traktornum er útvarp og á meðan ég mokaði var hávaði frá vélinni ekkert að trufla ljúfa tónlistina í útvarpinu, sem segir mér það eitt að vélin er ágætlega hljóðeinangruð. Útsýni er mjög gott fram fyrir vélina og þurfti maður ekkert að halla sér fram við moksturinn eins og á sumum vélum. Í vélinni er sæti fyrir farþega, góð miðstöð og loftkæling. Að mínu mati fullbúin dráttarvél á flottu verði sé hestaflaþörfin ekki mikið yfir 100 hestöfl. Verðið á Hattat A110 með ámoksturstækjunum er 5.700.000 án vsk. en Power skúffan aftan á vélina kostar 192.000. Nánari upplýsingar um dráttarvélarnar er hægt að nálgast á vefsíðunni www.vallarbraut.is.

6 myndir:

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar
Fréttir 8. júní 2023

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldinn var á Sauðárkróki þann 6. júní s...

Eftirmál riðuveiki
Fréttir 8. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum sam...

Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt ...

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...