Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Dagverðareyri
Bóndinn 16. apríl 2015

Dagverðareyri

Við hjónakornin erum bæði fædd og uppalin í Reykjavík en leiðir okkar lágu saman í Bændaskólanum á Hvanneyri. 
 
Við vorum svo heppin að okkur óskyld en alls ekki ókunnug hjón, þau Gunnlaugur Halldórsson og Guðrún Kristjánsdóttir,  seldu okkur jörðina Brattavelli á Árskógsstönd, árið 2001. Þá jörð seldum við svo um vorið 2013 og festum þá kaup á Dagverðareyri sem hafði verið í ábúð sömu ættar í tæp 250 ár. 
 
Býli:  Dagverðareyri.
 
Staðsett í sveit:  Hörgársveit, Eyjafirði.
 
Ábúendur: Haraldur Jónsson og Vaka Sigurðardóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra)
Við hjónin Halli og Vaka og svo strákarnir okkar fjórir. Jón Ingi (16) Bjarki Jarl (14) Hlynur Atli (10) og Heiðar Aron (3). Gæludýrin eru svo hinn ómissandi hundur hann Kubbur (9) og fjósakötturinn Lótus kallaður Lói (1).
 
Stærð jarðar?  100 ha allir ræktaðir.
 
Gerð bús? Mjólkurbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 85 mjólkurkýr, ásamt kvígum í uppeldi.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Dagurinn byrjar á mjöltum og endar á sömu nótum. Þess á milli er farið í þau verk sem fyrir liggja hverju sinni en það getur verið allt milli himins og jarðar. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Halla finnst skemmtilegast að byrja að slá og  allt í sambandi við ræktun og heyskap. Vöku finnst gaman svona flest allt sem viðkemur búfjárrækt. Leiðinlegast er að kljást við óæskilegar plöntur eins og blessaðan njólann, að ónefndum kerflinum.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Halda áfram að byggja upp búið með möguleika á stækkun. Bæta aðstæður fyrir menn og skepnur og halda áfram endurræktun.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Það er gott þegar öflugt fólk velst til þessara starfa. Nauðsynlegt er að forystumenn og -konur í félagsmálum okkar hlusti vel á grasrótina, og taki mark á henni. Ekki er það alltaf svo og er það miður.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Honum mun vegna mjög vel beri okkur gæfa til að hlúa að því sem við eigum og höfum. Fara óhrædd inn í framtíðina og nýta okkur vel sérstöðu okkar að öllu leyti.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Tækifærin liggja í að halda hátt á lofti hreinleika okkar búvara. Það skapast að hluta til af því hvar við erum stödd á jarðarkringlunni, vatnið og loftið er hreint, svo notum við líka lítið af lyfjum og eiturefnum í samanburði við aðrar þjóðir svo fátt eitt sé nefnt. Að ógleymdri þeirri sérstöðu að búa með þúsund ára gamalt kúakyn, það er nú eitthvað.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, smjör, súrmjólk og rabarbarasulta.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimagerð pitsa a la Vaka og svo brilljant nautakjöt frá B. Jensen.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Ætli það sé ekki þegar við hófum búskap á Brattavöllum og síðan þegar við tókum við hér á Dagverðareyri.

4 myndir:

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f