Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Dagverðareyri
Bóndinn 16. apríl 2015

Dagverðareyri

Við hjónakornin erum bæði fædd og uppalin í Reykjavík en leiðir okkar lágu saman í Bændaskólanum á Hvanneyri. 
 
Við vorum svo heppin að okkur óskyld en alls ekki ókunnug hjón, þau Gunnlaugur Halldórsson og Guðrún Kristjánsdóttir,  seldu okkur jörðina Brattavelli á Árskógsstönd, árið 2001. Þá jörð seldum við svo um vorið 2013 og festum þá kaup á Dagverðareyri sem hafði verið í ábúð sömu ættar í tæp 250 ár. 
 
Býli:  Dagverðareyri.
 
Staðsett í sveit:  Hörgársveit, Eyjafirði.
 
Ábúendur: Haraldur Jónsson og Vaka Sigurðardóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra)
Við hjónin Halli og Vaka og svo strákarnir okkar fjórir. Jón Ingi (16) Bjarki Jarl (14) Hlynur Atli (10) og Heiðar Aron (3). Gæludýrin eru svo hinn ómissandi hundur hann Kubbur (9) og fjósakötturinn Lótus kallaður Lói (1).
 
Stærð jarðar?  100 ha allir ræktaðir.
 
Gerð bús? Mjólkurbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 85 mjólkurkýr, ásamt kvígum í uppeldi.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Dagurinn byrjar á mjöltum og endar á sömu nótum. Þess á milli er farið í þau verk sem fyrir liggja hverju sinni en það getur verið allt milli himins og jarðar. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Halla finnst skemmtilegast að byrja að slá og  allt í sambandi við ræktun og heyskap. Vöku finnst gaman svona flest allt sem viðkemur búfjárrækt. Leiðinlegast er að kljást við óæskilegar plöntur eins og blessaðan njólann, að ónefndum kerflinum.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Halda áfram að byggja upp búið með möguleika á stækkun. Bæta aðstæður fyrir menn og skepnur og halda áfram endurræktun.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Það er gott þegar öflugt fólk velst til þessara starfa. Nauðsynlegt er að forystumenn og -konur í félagsmálum okkar hlusti vel á grasrótina, og taki mark á henni. Ekki er það alltaf svo og er það miður.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Honum mun vegna mjög vel beri okkur gæfa til að hlúa að því sem við eigum og höfum. Fara óhrædd inn í framtíðina og nýta okkur vel sérstöðu okkar að öllu leyti.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Tækifærin liggja í að halda hátt á lofti hreinleika okkar búvara. Það skapast að hluta til af því hvar við erum stödd á jarðarkringlunni, vatnið og loftið er hreint, svo notum við líka lítið af lyfjum og eiturefnum í samanburði við aðrar þjóðir svo fátt eitt sé nefnt. Að ógleymdri þeirri sérstöðu að búa með þúsund ára gamalt kúakyn, það er nú eitthvað.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, smjör, súrmjólk og rabarbarasulta.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimagerð pitsa a la Vaka og svo brilljant nautakjöt frá B. Jensen.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Ætli það sé ekki þegar við hófum búskap á Brattavöllum og síðan þegar við tókum við hér á Dagverðareyri.

4 myndir:

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...