Dagur sauðkindarinnar í Skeiðvangi við Hvolsvöll tókst frábærlega
Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu stóð fyrir Degi sauðkindarinnar í reiðhöllinni Skeiðvangi rétt við Hvolsvöll laugardaginn 22. október.
Fjölmenni mætti á daginn til að skoða fallegt sauðfé og hitta mann og annan.
Nokkrar verðlaunaveitingar fóru fram, auk þess sem SS bauð upp á kjötsúpu. Átti Jóhann G. Jóhannsson fallegasta lambhrútinn sem fékk 90,5 í heildarstig hjá dómurunum. Dagurinn tókst frábærlega í alla staði.