Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Chevrolet Spark LT.
Chevrolet Spark LT.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 2. febrúar 2016

Chevrolet Spark hefur lítið breyst en lækkar í verði

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í júní 2010 prófaði ég og skrifaði um  Chevrolet Spark LT og lét vel af honum. Nú sex árum seinna tók ég smáhring á eins bíl (Spark LT). 
 
Við fyrstu sýn virtist allt vera svipað nema eitt hestafl í viðbót og verð hefur lækkað um 500.000.
 
82 hestafla vélin skilar bílnum vel áfram
 
Fyrir sex árum var Spark í boði með tveim vélarstærðum (100cc og 1200cc), en nú er það bara stærri vélin sem er 1200 rúmsentímetra vél og á að skila 82 hestum (bæst við eitt hestafl á 6 árum). 
 
Svona stór vél í litlum, léttum bíl skilar honum vel áfram, jafnvel fullhlaðinn keyrandi brattar brekkur í íslensku roki bætir Spark sáralítilli bensíneyðslu við sig, en margir smábílar með minni vélar sem ég hef prófað eru jafnvel að bæta við eyðsluna allt að þrem lítrum á hundraðið í miklum mótvindi þar sem vélarnar eru einfaldlega ekki nógu kraftmiklar fyrir íslenska vegi og veðurfar.
 
Skráður 5 manna með 5 stjörnu öryggi
 
Spark er einn af fáum smábílum sem fær fimm stjörnur í árekstursprófunum enda er hönnunin á honum þannig að inni í öllum hurðum, þaki, hvalbak og undir bíl eru styrktarbitar sem eru hannaðir eins og veltibúr í kappakstursbílum (stundum kallaðir krossbitar). 
 
Chevrolet Spark er skráður fimm manna, en fyrir mér er Spark bara bíll fyrir fjóra og sem dæmi þá settust synir mínir báðir aftur í bílinn og þar sem þeir sátu sagði annar: „Myndi ekki einu sinni bjóða hundinum á milli okkar þótt mjór sé.“ Farangursrými er ekki nema 170 lítrar þegar sæti eru uppi.
 
Engin ástæða til að breyta því sem gott er
 
Útlitið á Spark hefur verið nánast það sama frá upphafi og það góða við bílinn er að hann bilar lítið í samanburði við jafninga sína. Svo sem engin ástæða að breyta því sem virkar vel. Í prufuakstrinum gafst mér tækifæri á að prófa bílinn í vel svellaðri brekkunni upp að skíðasvæðinu í Skálafelli. ABS bremsukerfið virkaði vel ásamt stöðugleikakerfinu, en þess ber að geta að bíllinn var á glænýjum Toyo vetrarhjólbörðum sem gáfu mjög gott grip.
 
Spurning hvað lengi verður hægt að fá Chevrolet Spark
 
Eins og margir vita þá er Chevrolet og Opel í raun sama fyrirtækið, Opel er ætlaður til sölu í Evrópu, en Chevrolet í Ameríku. Enn er hægt að fá Chevrolet Spark í Bílabúð Benna á mjög góðu verði (oft hefur Bílabúð Benna verið fyrst til að lækka verð á sínum bílum þegar innkaupsverð og gengi er hagstætt). Spark hefur verið mjög vinsæll smábíll sem margir munu sakna ef hann hverfur af markaði. Chevrolet Spark LT er á verði frá 1.990.000 (500.000 ódýrari en hann var fyrir 6 árum).
 
Helstu mál og upplýsingar:
Þyngd 864 kg
Hæð 1.522 mm
Breidd 1.597mm
Lengd 3.595 mm

 

4 myndir:

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...