Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mynd TB.
Mynd TB.
Fréttaskýring 15. ágúst 2018

Centaur gangsettur á Íslandi eftir 50 ár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Upplýsingar um upphaf Centaur dráttarvéla eru strjálar enda Central Tractor Company og LeRoi Corporation sem fram­leiddi vélarnar löngu horfið af sjónarsviðinu og lítið til um starfsemi fyrir­tækisins. Centaur 2-C var gangsettur á Hvanneyri nú í sumar.

Upphaf Centaur dráttarvéla er rakin til fyrri hluta annars áratugs síðustu aldar og fyrirtækis sem kallaðist Central Tractor Company og var til húsa í Greenwich í Ohio-ríki í Bandaríkjunum.

Litlar og liprar dráttarvélar

Fyrstu Centaur dráttarvélarnar voru hannaðar og settar á markað 1920 og kölluðust Model A. Sala þeirra gekk ágætlega, einkum til minni býla enda um lítinn og lipran sex hestafla traktor á stálhjólum að ræða. Einn gír áfram og einn aftur á bak.

Framleiðsla óx hratt og traktorinn uppfærður í Model, í stafrófsröf upp í, F til ársins 1926. Það ár setti fyrirtækið Model G á markað. Sú týpa var að mörgu leyti öðruvísi en þær fyrri. Model G var tveggja strokka og tíu hestöfl og fékkst með fleiri fylgihlutum, meðal annars plóg, diskaherfi, sáningarvél, arfasköfu og kartöfluniðursetningarvél 

Týpan þótti auðveld í notkun og hægt að fá hana með margs kyns fylgihlutum. Talsvert var flutt út af

Centaur dráttarvélum á árunum milli 1920 og 1930. Þar á meðal til Íslands.
Árið 1929 var boðið upp á styrkta útgáfu af Model G með stærri vél og tveimur hestöflum til viðbótar og kallaðist Model T eða Model 6-12.

Staðgengill dráttarklársins

Auglýsingar fyrir Centaur dráttarvélunum voru áhugaverðar að því leyti að ólíkt öðrum dráttarvélaframleiðendum á þeim tíma var ekki haldið fram að Centaurinn stæði öðrum dráttarvélum framar. Styrkur Centaur fólst í því að koma í staðinn fyrir dráttarklárinn og átti því að höfða til bænda á smærri býlum.

Centaur traktorarnir nutu talsverðrar hylli hjá frönskum vínbændum vegna þess hversu breiddin á milli hjólanna var lítil.

Kreppan kreppir að

Kreppan í Bandaríkjunum á þriðja áratug síðustu aldar var mikil blóðtaka fyrir framleiðanda Centaur eins og aðra framleiðendur landbúnaðartækja. Fyrirtækið hélt þó að mestu vatni og árið 1936 setti það á markað fyrsta traktorinn í KV seríunni sem var fjögurra strokka og 22 hestöfl.

Eigendaskipti urðu á fyrirtækinu 1940 en þrátt fyrir það hélt nýi eigandinn, LeRoi Corporation, nafninu Central Tractor Company. Framleiðsla Centaur dráttarvéla hélt áfram á fimmta áratug síðustu aldar eða þar til LeRoi Corporation fór á hliðina.

Centaur á Íslandi

Á Búvélasafninu á Hvanneyri er að finna Centaur 2-G sem var framleiddur árið 1934, keðjudrifinn, einn gír áfram og einn aftur á bak og ökuhraði 4 til 8 kílómetrar á klukkustund.

Sex Centaur dráttarvélar voru fluttar inn til landsins og annaðist Finnur Ólafsson, heildsali frá Fellsenda í Dölum, innflutning þeirra. Fyrstu vélina keypti Jóhannesi Reykdal, bóndi og verksmiðjueigandi á Setbergi við Hafnarfjörð árið 1927. Búið að Korpúlfstöðum keypti fjórar 1929 og Ingólfur Kristjánsson, bóndi á Jódísarstöðum við Eyjafjörð, eina árið 1934.

Árið 1948 eignaðist séra Bjartmar Kristjánsson vél Ingólfs og var hún notuð til slátta að Mælifelli í Skagafirði. Bjartmar gaf Þjóðminjasafninu vélina 1990.

Haustið 2014 tók Kristján Bjartmarsson að gera vélina gangfæra og var hún gangsett og ekið á Hvanneyrarhátíðinni 6. júlí síðastliðinn eftir 50 ára kyrrstöðu.

Skylt efni: Gamli traktorinn

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...