Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Caesar-salat taco.
Caesar-salat taco.
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 12. desember 2018

Ceasar-salat, sætar kartöflur og súkkulaðisnjóboltar

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Gott er um þessar mundir að byrja að skera niður þungar máltíðir fyrir jólaátið. Það er fljótlegt og auðvelt að henda í Caesar-salat sem sumir halda að sé nefnt eftir Julius Caesar. Það er hins vegar mesti misskilningur því Caesar Cardini, frægur veitingamaður, á heiðurinn af þessum rétti, sem fyrst var gerður í Tijuana í Mexíkó árið 1924 þegar þjóðhátíð Bandaríkjamanna 4. júlí stóð sem hæst. Allt hráefnið var uppurið í eldhúsinu og það þurfti að útbúa rétt fyrir fyrirmennin úr því sem eftir var í eldhúsinu. 
 
Upprunalega uppskrift Cardini var einungis romaine-salat , hvítlaukur, brauðteningar („croutons“, dagsgamalt steikt brauð), Parmesan-ostur, soðið egg, ólífuolía og Worcestershire-sósa. Hann var sagður vera á móti að setja ansjósur í sósuna, sem er oft notað fyrir aukna bragðfyllingu í dressinguna, og hélt því fram að Worcestershire-sósa sé fullnægjandi til að fá aukið bragð.
 
Í seinni tíð hefur tíðkast að gera salatið með kjúklingi og jafnvel annað grænmeti sett með. Það væri því  kannski ráð að gera smá hlaðborð af meðlæti og láta fólk búa til sitt eigið Caesar-salat úr því og nota jafnvel óskorin romaine-lauf sem taco-skál, til að gera salatvefju úr.
 
Caesar-salat taco
 
Þetta er upprunalega útgáfan af salatinu sem er orðið vinsælasta salat í heimi.
  • 1 egg
  • 1 rif hvítlaukur
  • smá skvetta Worcestershire-sósa
  • ferskur sítrónu- eða limesafi, eftir smekk
  • góður slatti Parmesan-ostur
  • 2 sneiðar brauðteningar
  • salt og ferskur pipar
  • 50 ml ólífuolía
  • 1 tsk. Dijon sinnep
  • 1 tsk. balsamic
 
Aðferð
Hrærið saman dressingunni með forsoðna egginu og setjið á disk með Parmesan-ost á milli laga, framreiðið með brauðteningum.
 
 
Sætar kartöflur og sykurpúðar 
– þakkargjörðarmatur
Það eru ýmsir skrítnir réttir borðaðir yfir þakkargjörðarhátíðina í Bandaríkjunum. Eitt af því sem er með því algengara er sætar kartöflur og bakaðir sykurpúðar. Hægt er að gera góðan rétt með kjúklingi og sykurpúðum, nota bakaðar sætar kartöflur eða ofnbakaðar gulrætur eins og hér er gert í anda þakkargjörðarmáltíðarinnar með kjúkling í stað kalkúns.
  • 2–4 kjúklinga bringur
  • 1 stk. kardimommubaun eða ögn malað krydd
  • 1 rif hvítlaukur
  • 1 stk.  lárviðarlauf 
  • 1 stk. stjörnuanís
  • 4 svört piparkorn
  • 1 tsk. sojasósa
  • Fyrir heimagerða ostsykurpúða
  • 100 ml mjólk
  • 1 mozarella-kúla eða mjúkur geitostur 
  • 1 msk fljótandi glúkósi eða agavesíróp
  • salt
  • 6 blöð gelatín
  • 2 egg hvítur
  • 50 g flórsykur
  • (Líka hægt að nota keypta sykurpúða eins og gert er í Bandaríkjunum).
 
Fyrir salatið
  • 20 g blönduð salatblöð
  • fersk krydd að eigin vali
  • salt og pipar
  • 15 ml ólífuolía
  • 5 ml sítrónusafi
 
Aðferð
Hrærið saman mjólkina, geitaostinn/mozarellakúlurnar, glúkósa og saltið. Setjið í pott til að hita upp og leysið ostinn upp. Mýkið matarlímið (gelatínið) í köldu vatni. Þegar það er mjúkt, hristið þá af megnið af vatninu, hrærið og leysið upp í heitri mjólkurblöndunni. Eitt blað í einu. Vinnið saman með handtöfrasprota eða í blandara og látið kólna niður í um 50 gráður. Þeytið  eggjahvítur, setjið í flórsykur og þegar eggjahvíturnar eru orðnar loftkenndar er þeim hellt mjög  hægt saman við geitamjólkur/ostablönduna og setjið á matarfilmu þegar matarlímið hefur tekið sig í hrærivélinni. 
Gott er að skera þetta hálffrosið og nota eins og ost til að fá gljáa á grænmeti eða fiskrétti.
 
Veltið gulrótum upp úr smá matarolíu og bakið í ofni við 180 gráður í 20 mínútur. Bætið kjúkling við ásamt kryddi. Í lok eldunartímans er kryddað með smá sojasósu eða salti, bætið sykurpúðum og framreiðið með salati sem búið er að velta í sítrónusafa og ólífuolíu.
 
 
Vegan súkkulaði­snjóboltar 
  • 90 g gott kakóduft
  • 400 g sykur
  • 110 ml kókosfita
  • 190 ml fínt hnetusmjör og tahini sesam paste  (eftir smekk)
  • 1 tsk. vanilluþykkni
  • 250 g hveiti
  • 2,5 tsk. lyftiduft 
  • 0,5 tsk. salt
  • 2 msk. piparmintubrjóstsykur (mulið sælgæti)
 
Sykurhúð
  • 100 g fínt duftaður brjóstsykur
  • 60 g flórsykur
 
Aðferð
Blandið saman í skál hveiti, salti og lyftidufti. Setjið til hliðar.
Í miðlungsstórri skál eða í hrærivél hrærið saman kakódufti, sykri, hnetusmjöri, sesampaste (tahini), kókosolíu og þykkni þar til þessu hefur verið vel blandað saman. Hrærið muldum piparmintubrjóstsykri (eða jólastöfum). Bætið hveitiblöndunni saman við þar til það hefur alveg blandast saman. 
 
Setjið deigið í plastfilmu og látið hvíla í 4 klukkustundir.
 
Hitið ofninn í 180 gráður. Setjið á tvær bökunarplötur með smjörpappír. Gerið kúlur og veltið upp úr sykri.
 
Veltið upp muldum brjóstsykri (eða venjulegum sykri) og síðan í flórsykri, til að mynda snjólagið.
Bakið í 12–13 mínútur (smákökurnar skulu vera svolítið of lítið bakaðar). Takið úr ofni og látið kólna í 2–3 mínútur áður en gott er að setja á grind til að láta þær kólna alveg.

3 myndir:

Skylt efni: ceasar-salat

Samstaða framleiðenda afar mikilvæg
Fréttir 9. júní 2023

Samstaða framleiðenda afar mikilvæg

Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitfjárbóndi á Háafelli í Hvítársíðu, var kjör...

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur
Fréttir 9. júní 2023

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur

Nokkuð hefur borið á misskilningi eftir að reglum um flutning nautgripa yfir var...

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu
Fréttir 9. júní 2023

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu

Opnað var fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þann 1. júní sl.

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna
Fréttir 9. júní 2023

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna

Októ Einarsson, Skógræktarfélag Kópavogs og ferðaþjónustufyrirtækið Midgard eru ...

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...