Úr sláturhúsi SAH á Blönduósi.
Úr sláturhúsi SAH á Blönduósi.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 17. september 2020

Búsæld hefur samþykkt sameiningar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Samþykkt var á aðalfundi Búsældar ehf. að fela stjórn félagsins fullt og óskorað umboð til að samþykkja sameiningu Norðlenska Matsborðsins ehf., Kjarnafæðis hf. og SAH afurða ehf. í samræmi við kynningu á fundinum og til að standa að ákvörðunum og aðgerðum sem nauðsynlegar eru til að ljúka vinnu við samruna félaganna. Þetta var samþykkt með 86,25% greiddra atkvæða.

Norðlenska og Kjarnafæði komust í byrjun júlí að samkomulagi um helstu skilmála samruna félaganna. Viðræður um samruna þeirra hafa staðið yfir frá því á haustmánuðum 2018 og voru á tímabili settar á ís. Félögin náðu saman um þau atriði sem út af stóðu.

Brugðist við breytingum í rekstrarumhverfi matvælaiðnaðar

Með samruna félaganna eru eigendur að bregðast við breytingum í rekstrarumhverfi matvælaiðnaðar undanfarin misseri. Það er mat eigenda félaganna að sameinað félag sé betur í stakk búið til að veita viðskipta-vinum sínum og birgjum, ekki síst bændum, góða þjónustu á samkeppnishæfu verði. Kjarnafæði er í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, en Norðlenska er í eigu Búsældar, sem er í eigu um 500 bænda á Íslandi.

Samkomulag um samruna félaganna var gert með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda og samþykki hluthafafundar Búsældar. Það samþykki er nú í höfn.

Stjórn Búsældar var kjörin til eins árs í senn. Í stjórn eru Björgvin Gunnarsson, Núpi Berufirði, Geir Árdal, Dæli Fnjóskadal, Gróa Jóhannsdóttir, Hlíðarenda Breiðdal, Guðmundur Óskarsson, Hríshóli Eyjafjarðarsveit og Þórarinn Ingi Pétursson, Grund Grýtubakkahreppi.

Aðgerðirnar munu hafa jákvæð áhrif á búskapinn í heild
Fréttir 30. október 2020

Aðgerðirnar munu hafa jákvæð áhrif á búskapinn í heild

Síðastliðið vor voru 15 sauðfjárbú valin til þátttöku í verkefninu Loftslagsvænn...

Setur heilsuna og umhverfið í fyrsta sæti
Fréttir 30. október 2020

Setur heilsuna og umhverfið í fyrsta sæti

Guðbjörg Gissurardóttir, eigandi og ritstýra tímaritaútgáfunnar Í boði náttúrunn...

Íslenskar kræsingar í plastlausum umbúðum
Fréttir 30. október 2020

Íslenskar kræsingar í plastlausum umbúðum

Á þjóðhátíðardaginn í sumar opnaði fjölskyldan sem stendur á bakvið urta islandi...

Hótel Saga lokar
Fréttir 28. október 2020

Hótel Saga lokar

COVID-19 faraldurinn hefur haft verulega neikvæð áhrif á rekstur ferðaþjónustufy...

Auglýst eftir tveimur togurum
Fréttir 28. október 2020

Auglýst eftir tveimur togurum

Ríkiskaup, fyrir hönd Haf­rann­sókna­stofnunar, hefur auglýst eftir tilboðum veg...

LbhÍ fær 700 milljónir til rannsóknarverkefnis frá ESB
Fréttir 28. október 2020

LbhÍ fær 700 milljónir til rannsóknarverkefnis frá ESB

Nýlega veitti Evrópusambandið 700 milljónum króna til fjögurra ára rannsóknarver...

Leyft verði veiði 184 tonna í Arnar­firði og 586 tonna í Ísafjarðardjúpi
Fréttir 28. október 2020

Leyft verði veiði 184 tonna í Arnar­firði og 586 tonna í Ísafjarðardjúpi

Með hliðsjón af niðurstöðum könnunar á ástandi innfjarðarrækjustofna sem fram fó...

Riðuveiki í Skagafirði rædd í ríkisstjórn
Fréttir 27. október 2020

Riðuveiki í Skagafirði rædd í ríkisstjórn

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun ...