Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Úr sláturhúsi SAH á Blönduósi.
Úr sláturhúsi SAH á Blönduósi.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 17. september 2020

Búsæld hefur samþykkt sameiningar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Samþykkt var á aðalfundi Búsældar ehf. að fela stjórn félagsins fullt og óskorað umboð til að samþykkja sameiningu Norðlenska Matsborðsins ehf., Kjarnafæðis hf. og SAH afurða ehf. í samræmi við kynningu á fundinum og til að standa að ákvörðunum og aðgerðum sem nauðsynlegar eru til að ljúka vinnu við samruna félaganna. Þetta var samþykkt með 86,25% greiddra atkvæða.

Norðlenska og Kjarnafæði komust í byrjun júlí að samkomulagi um helstu skilmála samruna félaganna. Viðræður um samruna þeirra hafa staðið yfir frá því á haustmánuðum 2018 og voru á tímabili settar á ís. Félögin náðu saman um þau atriði sem út af stóðu.

Brugðist við breytingum í rekstrarumhverfi matvælaiðnaðar

Með samruna félaganna eru eigendur að bregðast við breytingum í rekstrarumhverfi matvælaiðnaðar undanfarin misseri. Það er mat eigenda félaganna að sameinað félag sé betur í stakk búið til að veita viðskipta-vinum sínum og birgjum, ekki síst bændum, góða þjónustu á samkeppnishæfu verði. Kjarnafæði er í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, en Norðlenska er í eigu Búsældar, sem er í eigu um 500 bænda á Íslandi.

Samkomulag um samruna félaganna var gert með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda og samþykki hluthafafundar Búsældar. Það samþykki er nú í höfn.

Stjórn Búsældar var kjörin til eins árs í senn. Í stjórn eru Björgvin Gunnarsson, Núpi Berufirði, Geir Árdal, Dæli Fnjóskadal, Gróa Jóhannsdóttir, Hlíðarenda Breiðdal, Guðmundur Óskarsson, Hríshóli Eyjafjarðarsveit og Þórarinn Ingi Pétursson, Grund Grýtubakkahreppi.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...