Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Úr sláturhúsi SAH á Blönduósi.
Úr sláturhúsi SAH á Blönduósi.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 17. september 2020

Búsæld hefur samþykkt sameiningar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Samþykkt var á aðalfundi Búsældar ehf. að fela stjórn félagsins fullt og óskorað umboð til að samþykkja sameiningu Norðlenska Matsborðsins ehf., Kjarnafæðis hf. og SAH afurða ehf. í samræmi við kynningu á fundinum og til að standa að ákvörðunum og aðgerðum sem nauðsynlegar eru til að ljúka vinnu við samruna félaganna. Þetta var samþykkt með 86,25% greiddra atkvæða.

Norðlenska og Kjarnafæði komust í byrjun júlí að samkomulagi um helstu skilmála samruna félaganna. Viðræður um samruna þeirra hafa staðið yfir frá því á haustmánuðum 2018 og voru á tímabili settar á ís. Félögin náðu saman um þau atriði sem út af stóðu.

Brugðist við breytingum í rekstrarumhverfi matvælaiðnaðar

Með samruna félaganna eru eigendur að bregðast við breytingum í rekstrarumhverfi matvælaiðnaðar undanfarin misseri. Það er mat eigenda félaganna að sameinað félag sé betur í stakk búið til að veita viðskipta-vinum sínum og birgjum, ekki síst bændum, góða þjónustu á samkeppnishæfu verði. Kjarnafæði er í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, en Norðlenska er í eigu Búsældar, sem er í eigu um 500 bænda á Íslandi.

Samkomulag um samruna félaganna var gert með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda og samþykki hluthafafundar Búsældar. Það samþykki er nú í höfn.

Stjórn Búsældar var kjörin til eins árs í senn. Í stjórn eru Björgvin Gunnarsson, Núpi Berufirði, Geir Árdal, Dæli Fnjóskadal, Gróa Jóhannsdóttir, Hlíðarenda Breiðdal, Guðmundur Óskarsson, Hríshóli Eyjafjarðarsveit og Þórarinn Ingi Pétursson, Grund Grýtubakkahreppi.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...