Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Brestur í mangóuppskeru Norður-Indlands
Fréttir 1. júlí 2022

Brestur í mangóuppskeru Norður-Indlands

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Óvenjusnemmbær hitabylgja hefur dunið yfir fylkinu Bihar í Norður-Indlandi vikum fyrr en venjulega með þeim afleiðingum að mangóuppskera hefur gjöreyðilagst að mestu.

Bihar er þekkt fyrir afar fjölbreytt úrval af mangóum og því er viðurværi þeirra þúsunda smábænda ógnað sem rækta ávextina. Að auki hefur uppskerubresturinn mikil áhrif á þær milljónir manna til viðbótar sem
neyta þeirra, en talið er að 65–70% uppskerunnar sé ónýt í fylkinu Bihar í Indlandi.

Uppskerubrestur

Samkvæmt fréttamiðlinum www. hindustantimes.com, kemur fram að vísindamenn landbúnaðarháskólans á staðnum telji allt hafa farið miður sem getað kunni, síðan mangóin hófu að þroskast nú í mars síðastliðnum.

Snemma fór að sumra þetta árið og lítið var um rigningu sem olli því að blóm mangósins og ávextir þroskuðust seint og illa, en þau sem náðu sér eitthvað á strik voru afar smágerð. Það sem gerði slæmt verra voru svokallaðir mangómaðkar, rauðleitir kálormar sem lögðu lið sitt við að skemma það sem bitastætt var.

Hár hiti gerði einnig kálormunum auðveldara fyrir við vöxt stofnsins og eins og staðan er núna herja þeir enn á þá litlu uppskeru sem eftir er.

Alvarlegt ástand vegna loftslagsbreytinga

Bihar, sem er í fjórða sæti á lista yfir framleiðsluríki Indlands þegar kemur að mangóræktun, framleiðir meira en 15 tonn af ávextinum við venjuleg veðurskilyrði, en þarna er greinilega um áhrif loftslagsbreytinga að ræða að mati vísindamanna landbúnaðarháskólans.

Forstöðumaður vísindadeild­ arinnar segir að aldrei áður hafi mangóframleiðsla verið jafn lítil í ríkinu – að minnsta kosti ekki síðastliðin 50 ár. Þetta sé grafalvarlegt ástand enda haldi virði uppskerunnar fjölskyldum þeirra uppi allt árið.

Á vefsíðu Hindustan Times kemur fram að Amarendra Pratap Singh landbúnaðarráðherra bendi á að auk uppskerubrestsins í mangórækt hafi hitabylgjan í Bihar haft svipuð áhrif á aðra ræktun.

Hann tók einnig fram að ástandið félli undir náttúruhamfarir og því sæi hann fyrir sér að reynt yrði að bæta garðyrkjubændum tjónið eftir að gerð yrði skýrsla um ástandið sem svo yrði lögð fyrir stjórnvöld.

Margir bændur telja að hægt sé að bæta tapið með útflutningi á mangói til erlendra landa með flugi, en aðrir telja að þar sem um ræðir varla 30% af heildarframleiðslunni standi það vart undir sér.

Skylt efni: mangó | utan úr heimi

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...