Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Andrea Mueller á Blöndudalshólum bætist í hóp ræktenda á lífrænt vottuðu grænmeti.
Andrea Mueller á Blöndudalshólum bætist í hóp ræktenda á lífrænt vottuðu grænmeti.
Mynd / Elínborg Erla
Fréttir 14. október 2025

Blöndudalshólar nýir framleiðendur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýlega bættist bærinn Blöndudalshólar við flóru lífrænt vottaðra grænmetisframleiðenda.

Ábúendur eru þau Friðgeir Jónasson og Andrea Mueller, sem ráku hefðbundið kúabú fram til ársins 2018. Þá ákváðu þau að hætta með kýrnar en vildu áfram búa í sveitinni. Andrea fékk þá hugmynd árið 2020 að fara út í ræktun á grænmeti og þá helst útiræktun.

Afurðirnar seldar beint frá býli

„Árið 2021 plöntuðum við í skjólbelti sem koma til með að mynda skjól fyrir ræktunina þegar fram líða stundir og höfum við haldið áfram þeirri vinnu á hverju sumri síðan þá.

Við vildum frá byrjun hafa ræktunina lífræna og fórum því fljótlega í aðlögunarferli hjá Vottunarstofunni Túni. Nú er því aðlögunarferli lokið og höfum við fengið fullnaðarvottun á ræktunina,“ segir Andrea.

Hún segir að þau hafi einnig nýverið fengið vottun frá Bicyclic Vegan International um að engar dýraafurðir séu notaðar við ræktunina, svo sem húsdýraáburður eða fiskimjöl.

„Við höfum prófað okkur áfram með ræktun á ýmsum kál- og salattegundum, ýmsum kryddtegundum, rófum, kúrbítum og fleiru. Nú í vor ákváðum við síðan að bæta við ræktun á kartöflum. Afurðirnar höfum við selt beint frá býli.“

Markmiðið að byggja upp hægt og rólega

Að sögn Andreu hafa þau einnig verið að prófa sig áfram með framleiðslu á eigin moltu.

Markmiðið sé að reyna að byggja upp ræktunina hægt og rólega án þess að fara út í miklar fjárfestingar.

Skylt efni: Lífræn ræktun

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...