Andrea Mueller á Blöndudalshólum bætist í hóp ræktenda á lífrænt vottuðu grænmeti.
Andrea Mueller á Blöndudalshólum bætist í hóp ræktenda á lífrænt vottuðu grænmeti.
Mynd / Elínborg Erla
Fréttir 14. október 2025

Blöndudalshólar nýir framleiðendur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýlega bættist bærinn Blöndudalshólar við flóru lífrænt vottaðra grænmetisframleiðenda.

Ábúendur eru þau Friðgeir Jónasson og Andrea Mueller, sem ráku hefðbundið kúabú fram til ársins 2018. Þá ákváðu þau að hætta með kýrnar en vildu áfram búa í sveitinni. Andrea fékk þá hugmynd árið 2020 að fara út í ræktun á grænmeti og þá helst útiræktun.

Afurðirnar seldar beint frá býli

„Árið 2021 plöntuðum við í skjólbelti sem koma til með að mynda skjól fyrir ræktunina þegar fram líða stundir og höfum við haldið áfram þeirri vinnu á hverju sumri síðan þá.

Við vildum frá byrjun hafa ræktunina lífræna og fórum því fljótlega í aðlögunarferli hjá Vottunarstofunni Túni. Nú er því aðlögunarferli lokið og höfum við fengið fullnaðarvottun á ræktunina,“ segir Andrea.

Hún segir að þau hafi einnig nýverið fengið vottun frá Bicyclic Vegan International um að engar dýraafurðir séu notaðar við ræktunina, svo sem húsdýraáburður eða fiskimjöl.

„Við höfum prófað okkur áfram með ræktun á ýmsum kál- og salattegundum, ýmsum kryddtegundum, rófum, kúrbítum og fleiru. Nú í vor ákváðum við síðan að bæta við ræktun á kartöflum. Afurðirnar höfum við selt beint frá býli.“

Markmiðið að byggja upp hægt og rólega

Að sögn Andreu hafa þau einnig verið að prófa sig áfram með framleiðslu á eigin moltu.

Markmiðið sé að reyna að byggja upp ræktunina hægt og rólega án þess að fara út í miklar fjárfestingar.

Skylt efni: Lífræn ræktun

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...